Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 6
Piill piífi VI gengur af þingi Sameinuðu þjóðanna í fylgd með
U Thant aðalritara Sameinuðu þjóðanna.
ur úr Róm, þar sem hann skoraði á allt mannkyn að
halda frið. Ef til vill er þetta táknræn mynd af hugar-
fari þessara þjóða.
Nokkru eftir að allir voru seztir steig forseti þings-
ins signor Fanfani í forsetastól og setti samkomuna. Síð-
an gekk hann niður og út úr salnum til að taka móti
gestinum. Allmikill ys var í salnum, sem vænta mátti.
En allt í einu datt allt í dúnalogn. Hans heilagleiki geng-
ur í salinn og með honum signor Fanfani og U Thant.
Á eftir þeim þremenningunum fór hópur rauðklæddra
kardínála, en sjálfur var páfinn hvítklæddur með rauða
skikkju á herðum, hvíta kollhettu og rauða skó á fót-
um. Þeir ganga inn að baki þingbekkjanna og síðan eftir
gangi í miðjum sal að ræðupalli og forsetastóli. Þing-
heimur rís úr sætum og fagnar páfa með dynjandi Iófa-
taki. Hann heilsar til beggja handa með virðulegum og
ástúðlegum svip.
Þegar páfi hafði verið leiddur til sætis til hliðar við
ræðustólinn, ávörpuðu þeir hann með nokkrum orðum
Fanfani og U Thant. Síðan stígur páfi í stólinn. Sæti
okkar íslendinganna eru rétt fram undan ræðustólnum,
svo að óvenjugott færi gefst á að virða hinn heilaga
föður fyrir sér. Hann er nokkru meira en meðalmaður
á hæð, grannvaxinn og holdskarpur. Svipurinn er festu-
legur en þó mildur. Augnaráðið er hvasst, og getur
vafalaust stundum orðið býsna harðlegt, og svo eru
einnig drættirnir um munninn. En að þessu sinni lýsa
augu hans mildi og dálítilli hýru. Ró og menningarleg
tign skín af allri persónunni, og hver hreyfing er fögur
og virðuleg. Omögulegt er að horfa á hann án þess, að
verða snortinn af persónuleika hans. Mér verður að
hugsa, svona hlýtur páfinn í Róm að vera. Festulegur
en þó svo mildur, að hver hans handahreyfing eins og
býður öllu mannkyni í faðm hans.
Hann flytur ræðu sína á frönsku. Röddin er skýr, þýð
en fremur lág. Hann viðhefur enga sérstaka ræðumanns
tilburði, nema við og við lyftir hann höndum í líkar
stellingar og á hinni kunnu Kristsmynd Thorvaldsens,
„Komið til mín“. Hin látlausa ræða hans og tigna fram-
korna hrífur áheyrendurna, og þeir fylgjast með hverju
orði. Hinn mikli salur er hljóður, svo að fluga hefði
heyrzt anda rneðan hann flytur hina 30 mínútna löngu
ræðu, sem segja má að snúist öll um orðin, sem hann
mælti þegar í upphafi: „Engin styrjöld meir, aldrei
framar styrjöld. Friður. Friður ráði örlögum þjóðanna
og alls mannkyns.“
Hér er ekki unnt að rekja ræðu páfa til hlítar, og því
síður birta hana í heild. En hún var í senn ákall og eggj-
an til allra þjóða heims um frið og bræðralag. Hann
ávarpaði Allsherjarþingið sem fulltrúa meiri hluta mann-
kynsins og eggjaði það lögeggjan að vinna að friði.
Hann lýsti þeirri skoðun sinni, að Sameinuðu þjóðirnar
þokuðust óumdeilanlega áleiðis til allsherjar friðai'.
„Undanhald á þeirri leið má aldrei verða leyft.“ Hann
fagnaði hinum „ungu þjóðum“, sem nú væru komnar í
samtökin, og kvaðst í þátttöku þeirra sjá tákn einingar
heimsins og þess að S. Þ. myndu er fram liðu stundir ná
til allra landa, og hann skoraði á þingið með þessum
orðum: „Keppið að því, að ná aftur í samtök yðar þeim,
sem horfið hafa frá þeim. Leitist við að finna ráð til þess
að fá þá, sem enn standa utan samtakanna til þess að
sameinast bræðralags sáttmála þeirra með fullri virðingu
og einlægni. Breytið þannig, að þeir, sem utan dyra
standa, dáist að hinu gagnkvæma trúnaðartrausti og sæk-
ist eftir að verða þess aðnjótandi og veita það sjálfir.“
Þóttust menn skilja að með þessum orðum væri bent á
Kína og Þýzkaland. Þá ræddi hann jafnréttishugsjón S.
Þ. og benti á, að þar sem útilokað væri, að allir væru
jafnstórir, þá sýndu hin voldugu ríki mikla dyggð með
því að beygja sig undir jafnréttisákvæðið. Og að bræðra-
lag manna væri ómögulegt án lítillætis, og það lítillæti
væri kjarni friðarhugsjónarinnar, því að friður hlýtur
að hvíla á hugsjónum eigi síður en stjórnmálajafnvægi.
Þá ræddi páfi bann við kjarnorkuvopnum og um af-
vopnun, sem hvort tveggja væri nauðsynleg undirstaða
bræðralags alls mannkyns, sem S. Þ. vissulega stefndu
að. í sambandi við hungrið í heiminum krafðist hann
meira brauðs en afneitaði takmörkun barneigna, sem
430 Heima er bezt