Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 26
Kiðjabergssystkinin.
nefndarmaður. Þurfti hann því oft að heiman og marg-
ir áttu erindi við hann. Hvíldi bústjórnin fyrir það, því
enn nieir á móður minni.
Faðir minn þótti halda sér vel, bæði andlega og lík-
amlega. Arið 1911, 15. maí, átti hann sextugsafmæli. Var
honum þá haldið samsæti og sýndur margs konar sómi.
Séra \’aldcmar Briem orti fagurt kvæði til foreldra
minna er hljóðar þannig:
Þrir eettliðir: Soffia Skúladóttir, Guðrún og Soffia dóttir
hennar.
Fögur stendur bygð að bergi
bakka Hvítár á.
Nafn af bergi ber með rentu
bærinn mæti sá:
Hjón þar búa góð og göfug,
gnæfa hátt í bygð.
Þeirra rausn er bygð á bjargi,
bjargföst þeirra trygð.
Áin þar við bergið brunar
bökkum grænum hjá.
Stafar sólin gullnum geislum
Gljáan spegil á.
Hjer var enginn ofsi á ferðum
alt var rótt og milt.
Fræg er orðin förin ykkar,
ferð þó gengi stilt.
Hafðu þakkir, heiðursmaður,
hollvin þinni sveit.
Hafðu þakkir, heiðurskona,
hlífin blómgum reit.
Hafið þakkir, hjónin bæði
hreinni reynd að dygð.
450 Heima er bezt