Heima er bezt - 01.12.1965, Side 44
hún efst í huga þeirra beggja. En brátt er dvalartími
Snorra á þrotum, og hann býst til brottferðar.
— Ég ætla bara að kveðja þig hérna uppi, góði minn,
segir frú Klara og liggur kyrr í rúmi sínu. — Það tekur
því ekki fyrir mig að fara ofan, fyrst þú ert svona alveg
á förum.
— Nei, liggðu bara kyrr og hvíldu þig betur, góða,
segir Snorri þýðlega. Hann er hæst ánægður með þessa
tilhugsun móður sinnar. Hann fær þá líklega að kveðja
Nönnu í góðu einrúmi að þessu sinni.
Snorri kveður móður sína í skyndi með hlýjum inni-
leik og hraðar sér síðan fram úr svefnherberginu og of-
an stigann. En í sömu svipan kemur Nanna að stigan-
um á leið sinni fram í eldhúsið eftir að hafa brugðið sér
út rétt sem snöggvast. Og er hún sér Snorra koma ofan
af loftinu, nemur hún ósjálfrátt staðar við neðsta stiga-
þrepið, þar sem hann hafði staðið forðum, þegar fund-
um þeirra bar saman í fyrsta sinn, og hann greip hana í
faðm sinn í falli hennar niður stigann.
Þessi endurminning fer nú sem leiftur um vitund ungu
elskendanna og seiðir sæluþrungið bros fram á andlit
þeirra beggja. Snorri er þegar kominn ofan í forstof-
una, og um leið er Nanna lukt faðmi hans á eldheitri
kveðjustund í unaðslegri endurminningu um þeirra
fyrsta fund af furðulegri tilviljun, í þessum sömu spor-
um. En meðan kveðjukossarnir brenna á vörum þeirra
í algleymis unaði, opnast svefnherbergisdyr frú Klöru
hljóðlega, og frúin tiplar á tánum fram úr herberginu
og ætlar ofan af loftinu til þess að athuga, hvort sonur
sinn sé raunverulega farinn. En hún fer ekki nema rétt
fram á loftskörina.
Fyrir neðan stigann blasir við augum hennar sú sýn,
sem veldur því að hún nemur þegar staðar og heldur
niðri í sér andanum: Nanna hvílir í faðmi sonar hennar,
klædd dýrindis skarti, og ástríkari faðmlög en þeirra
hefur frú Klara aldrei fyrr augum litið, hvorki á leik-
sviði né í sjálfum raunveruleikanum. Og nú þarf hún
ekki fleiri vitnanna við, hún hefur þegar séð meira en
nóg.
Hver taug frú Klöru er spennt til hins ýtrasta, og með
óstjórnlegum hraða þýtur blóðið um æðar hennar, en
hún lætur ekkert frá sér heyrast og stendur grafkyrr á
stigabrúninni.
Armlög elskendanna greiðast hægt sundur. Kveðju-
stundinni er lokið. Snorri hverfur á brott án þess að fá
nokkra hugmynd um sjáandann á loftsskörinni. Hann
þarf að hraða sér tafarlaust til flugvallarins.
Nanna stendur í sömu sporum nokkur andartök og
horfir niður fyrir sig eins og í leiðslu. En svo verður
henni litið upp og sér hvar frá Klara stendur á lofts-
skörinni og starir þaðan á hana.
Frúin hefur þá eflaust séð kveðjur þeirra Snorra,
hugsar Nanna. Hún finnur hvernig blóðið litar kinnar
hennar eldrauðar af feimni, og jafnframt einhverri
óljósri og miður þægilegri kennd undan augnaráði frú-
arinnar. En hún lætur sem ekkert sé athugavert og geng-
ur rólega inn í eldhúsið. En svo hraðar hún sér þaðan
inn í borðstofuna og skiptir þar um föt í mesta flýti.
Skyldustörfin kalla senn að, og hún ætlar sér að haga
sér í öllu á sinn venjulega hátt. En áður en hún hefur
að fullu klætt sig í eldhússloppinn, opnar frú Klara
borðstofudyrnar í skyndi og snarast inn fyrir.
Frú Klara er auðsjáanlega í ofsalegri geðshræringu,
þótt hún reyni að láta sem minnst á því bera og vilji
sýnast róleg. En henni tekst síður en svo að stjórna
skapi sínu.
Heimsókn Páls páfa VI. til S.Þ. 1965
Framhald af bls. 431. ---------------------------
Enn einu sinni höfðu þessir virðulegu salir orðið vitni
að heimssögulegum viðburði, ólíkum þó öllum öðrum,
sem þar höfðu gerzt. Um það komst blaðamaður einn
svo að orði: „í þessum sölum var það sem Krúséff lamdi
í bræði í borðið með skó sínum. Hér var það sem hinn
skeggjaði Castró hamaðist með illyrðaaustri gegn Banda-
ríkjunum, og hér hefur á liðnum árum mörg hörð hrýn-
an verið slegin og hnútur flogið um borð milli Austurs
og Vesturs. En með þessari heimsókn páfans barst and-
rúmsloft bróðurkærleika og sjálfsafneitunar um sali S.Þ.,
sem að minnsta kosti um stundar sakir snart og hrærði
hugi allra viðstaddra.“ Ég gæti fyllilega tekið undir
þessi ummæli. Koma páfans, ræða hans og viðbrögð
áheyrenda hans verður ógleymanleg stund áf þeim hug-
blæ, sem hún skapaði.
Enda þótt heimsókn páfa til Allsherjarþingsins væri
meginviðburður dagsins, verður þó ekld síður minnis-
stæð messa sú, er hann flutti á íþróttasvæðinu Yankee
Stadium, þar sem um 90 þúsundir manna hlýddu máli
hans og hylltu hann. En áður en þangað kæmi hafði
hann mætt 120 fulltrúum mótmælenda, gyðinga og ka-
þólskra í Þrenningarkirkju. í ávarpi sínu til þeirra komst
hann meðal annars svo að orði: „Friðarstarfið er ekki
bundið við einstök trúarbrögð, það er ætlunarverk og
skylda hvers einasta manns, hver sem trúarjátning hans
annars er.“ Og hann kvaddi þessa áheyrendur sína með
því að þrítaka orðin: „Friður sé með yður, sannlega,
sannlega, Friður veri með yður.“
Úti á Stadium var hvasst og kalt. Messan fór fram
undir berum himni, og mátti sjá, hverjum óþægindum
kuldi og stormur olli páfa og aðstoðarmönnum hans.
En hann lét það ekki á sig fá. Hann söng þar latínu-
messu, en flutti síðan ræðu á ensku, þar sem hann enn á
ný mælti fyrir friði á jörðu. „Elskið friðinn, þjónið mál-
efni friðarins. Friður á jörðu verður að hvíla á siðræn-
um og trúarlegum grunni, ef hann á að vera traustur og
varanlegur.“ Að lokinni ræðunni flutti páfinn bæn fyrir
friði á latínu, en fimm fulltrúar tungumála S. Þ. tóku
undir hana með sérstökum svörum. Hátíðlegasta stund-
468 Heima er bezt