Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 33
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI Menn, sem ég man VI. INDRIÐI EINARSSON. Gamli Gullfoss lét úr höfn í Hafnarfirði hinn 23. maí vorið 1923. Á Faxaflóa var suðvestan hæg gola, en þótt veður væri kyrrt, var þó strax vart undiröldu, er út kom úr höfninni. Komið var frarn undir miðnætti, er siglt var út frá Hafnarfirði, og gengu því farþegar strax til náða. Gamli Gullfoss var eftirlæti allra lands- manna, enda fyrsta skip Eimskipafélagsins og mesta happafleyta. Ég var algjörlega óvanur sjóferðum og tók því þann kostinn, að halda mig að svefnklefanum fyrsta sólarhringinn og var þó sjóveður gott, þótt skip- ið ylti nokkuð fyrir Garðsskaga og Reykjanes. Það er fremur dauflegt ferðalag, að lúra í svefnklefa og þora sig ekki að hreyfa af ótta við sjóveiki, en þó er bót í máli, ef herbergisfélaginn er hraustur og alúð- legur og getur flutt manni fréttir um veðurfar og fleira. Ég var þessa björtu vornótt að leggja upp í mína fyrstu för til Norðurlanda, en á þeim árum þótti slík ferð ekki ómerk, þótt nú séu slíkar ferðir daglegir við- burðir. Segir nú fátt um ferð okkar á Gullfossi austur með landinu, og varla varð ég þess var, er farið var fram hjá Vestmannaeyjum, enda gátu slík skip þá ekki lagst þar að bryggju. Nokkru fyrir hádegið var Gullfoss kom- inn alllangt austur fyrir Vestmannaeyjar, og var þá komið blæja logn og sjór sléttur. Ég ákvað þá að drífa mig upp á þilfar og jafna mig eftir sjóferðina í von um að geta þá notið þess að setjast að hádegisverði. Jökla- sýn var hin fegursta og vorsólin hlý í skjóli við stjórn- pallinn, cn golan ofan af jöklunum dálítið svöl. Ég gekk þvi inn í reyksalinn, en þar var enginn maður. Ég tók mér því sæti í horni legubekkjar og horfði fram til dyr- anna á salnum. Rétt í því, að ég tók mér sæti, snarast aldraður maður inn 1 salinn. Hann var léttur og kvikur á fæti með silfurhvitt har og gránað yfirskegg. Mér fannst strax ég þekkja þennan mann, eftir myndum í blöðum, og ekki þurfti ég lengi að bíða í óvissu, því að þessi prúðmannlegi, aldraði maður gekk beina leið til mín, heilsaði mér með handabandi og sagði um leið: „Ég heiti Indriði Einarsson, en hvað heitir þessi ungi mað- urr" Ég kynnti mig, og Indriði Einarsson tyllti sér á legubekkinn hjá mér, og við tókum tal saman. Þessi morgunstund í reyksalnum á Gullfossi er mér ógleymanleg. Gullfoss átti að koma við á Reyðarfirði og Norðfirði og sigla út frá Seyðisfirði. Indriði Einars- son var á leið austur á Seyðisfjörð og vorum við því samskipa þangað. Þegar þetta skeði var Indriði Einars- son sjötíu og tveggja ára, en mjög unglegur í útliti og fasi. En hvers vegna var ég svona hrifinn af að kynnast þessurn ferðafélaga minum? Og hver var hann þessi Indriði Einarsson? Þessum spurningum vil ég reyna að svara í þessum stutta þætti. Þegar ég hitti Indriða Einarsson á Gullfossi, vorið 1933, vissi ég heilmikið um hann. Hann var þá dáður af öllum listelskandi íslendingum fyrir leikrit sín osj leik- ritaþýðingar. En auk þess var hann þekktur starfsmað- ur ríkisins, fremstur í röðum bindindismanna og for- ystumaður ýmissa merkra framfaramála. Á skólaárum mínum í Reykjavík hafði ég séð á leik- IpÁ/j ; r ;

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.