Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 37

Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 37
vættir og álfar til fjallanna. Við slepptum hendinni af mannfólkinu, því fór sem fór. ÁSLAUG: Ég mun kenna þér alla þá kynngi, sem ég veit. Hún er ást til alls, sem lifir. Eg vona að kóngs- dóttir vilji skírast. MJÖLL: Suðræna trúin króknar í nepjunni norður hér. ísinn var aldrei skírður. ÁSLAUG: Og hjartanepjan er heiðin dyggð! MJÖLL: Fáðu mér bréfið þitt, ég færi það föður mín- um. í því munu vera lögð leyniráð, til að koma mennsku stúlkunni undan hefndum hans. ÁSLAUG: Kala mundi höndin, ef hún kæmi svo nærri þér. MJÖLL: Kveif! (Kallar út.) Svartur og þið sveinar, komið mér til hjálpar. (Svartur og tveir álfasveinar koma inn.) SVARTUR: Hvað er á seyði? Er kóngsdóttirin hrædd? Hvaða kerling er þetta? (Áslaug dregur hring í kringum sig á gólfinu með sprot- anum. Álfarnir fara aldrei nær henni en að hringnum.) jMJÖLL: Svartur! Sæktu bréfið, sem hún heldur á. SVARTUR: Ég skal koma bréfinu fyrir þig, bezta! ÁSLAUG: Sá fær það, sem sækir það til mín. SVARTUR (kemur nær Áslaugu og stígur á hringinn, tekur utan um fótinn með hendinni): Hann er heitur hringurinn! Því fuðra þær ekki upp fjalirnar? Þú hefur kveikt í þeim með kynjaraftinum. HEIÐBLÁIN: Nú er bjart í stofunni frammi. Þangað má sjá. Þessir tveir menn vilja Liljurós mein. jMJÖLL: Sveinar! Fiðrið þið elzta manninn og yngsta undir nefið með fjöðrunum í húfunum ykkar, svo þeir ráði sér ekki fyrir reiði. ÁLFASVEINARNIR: Hí, hí, hí, hí. (Þeir fara.) HEIÐBLÁIN: Því reitir þú húsráðanda og Liljurós til reiði? jMJÖLL: Ef þcir reiðast, rekur húsráðandinn hinn á braut. Þá náum við Liljurós í nctið og eigum hann cftir það. HEIÐBLÁIN: Ekki sá ég svo Iangt fram. jMJÖLL: Leggðu Áslaugu álfkonu til bana mcð rýtingn- um. Faðir minn gefur þér frelsi. SVARTUR: Frelsi er mér fánýtt, ef það er eitt saman. Ég vil fá konungsríkið liálft og kóngsdóttur mcð. MJÖLL: Kóngurinn gcfur frelsi, Hornstrandir og mig liálfa. Ég hálf cr nóg, hugsa ég. SVARTUR (við sjálfan sig): Öll væri hún ekki góð. Helmingurinn væri kappnógur djöfull að draga. Hálft cr bctra cn hcilt, ef allt cr illt. (Við Mjöll.) Láttu álftina synda yfir að mínum bakka. (Svartur gengur hinum mcgin við Áslaugu, en Mjöll nær sín megin.) ÁSLÁUG: Illt vcrk vinna álfasveinarnir, MjölL Þeir reita fólk til rciði. (Álfasvcinarnir koma inn og ganga til Mjallar.) 1. ÁLFASVEINN: Sko hvar Jón er rekinn burtu, svo rciðir urðu þeir. SVARTUR: Við völduin því. Ha, ha, ha, ha, ha, ha! ÁLFASVEINARNIR: Hí, hí, hí, hí, hí, hí, hí, hí, hí. (Meðan þeir hlæja, leggur Svartur nokkrum sinnum til Áslaugar með rýtingnum, en nær ekki til hennar. Þegar hún lítur við, felur hann hnífinn fyrir aftan sig.) ÁSLAUG: Þú situr á svikráðum við mig, þræll. Hverju heldur þú á? SVARTUR: Það er hrafnsfjaðrarpenni, sem ég skrifa með á skinn. ÁSLAUG (snertir handlegginn á honum með sprotan- um, en hann sýnir sársauka. Rýtingurinn dettur á gólf- ið, og Svartur tekur hann upp og slíðrar hann: Og blekið er blóð. MJÖLL: Gættu þín fyrir galdrasprotanum. SVARTUR: Það er argasti lurkurinn í Álfheimum. Þar er kvæðið um kveðið: Ég sá það síðla á kveldi, að Lobba kom með lurk í greip frá Lundúnaveldi. jMJÖLL: Hugsaðu mál þitt, Áslaug álfkona. Ef þú legg- ur bréf þitt á gólfið, getum við krakað því til okkar út fyrir hringinn með krókstaf eða hrífu. ÁSLAUG: Nú liggur hún vinkona mín ein, sem dó í dag. Komi ég bréfinu í hennar hendur, þá getur ekki álfakonungurinn sjálfur sótt það þangað. Víkið til hliðar! (Hún lyftir sprotanum. Álfarnir hopa til beggja handa. Áslaug fer.) MJÖLL: Sveinar! Þessum sprota verðið þið að ná, og færa hann föður mínum, undir eins og hún leggur hann af sér. 1. ÁLFASVEINN: Það má takast í myrkrinu í kvöld, þá sér hún okkur ekki. iMJÖLL: Þá höfum við eitt ráð eftir; álög og áhríns- orð. Óheill! Óheill! Verði þér illt, sem nú er, og verra þó. SVAR 1 UR: Óheill, óheill sé yfir bæ þessum. ÁLFASVEINARNIR: Óheill, óheill. (Þau fara.) ÁSLAUG (gengur yfir leiksviðið): Hér sé lán, hér sé friður. Gæfan byggi bæinn. (Fer.) Þessi þáttur um Indriða Einarsson verður ekki lengri að sinni, en líf hans og lífsstarf væri nóg efni í stóra bók. Síðustu áratugina sneri hann sér algjörlega að ritstörf- um og þýddi mcðal annars mörg leikrit eftir Shake- spearc. Af frumsömdum leikritum I. E. er Nýjársnótt- in þekktust, en auk hennar eru: Dansinn í Hruna, Skip- ið sekkur, Sverð og bagall, Síðasti víkingurinn og Hell- ismenn. Af þýddum leikritum eru þekktust: Víking- arnir á Hálogalandi eftir Ibsen, Ævintýri á gönguför eftir Hostrup og Kinnarhvolssystur eftir Hauch. Indriði Einarsson hafði sterka trú á því góða í eðli mannsins. Lífsglcði hans og bjartsýni var fágæt og lífs- þróttur og lífsfjör óvenjulegt. Þeim manni var gott að kynnast. Stefán Jónsson. Heima er bezt 461

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.