Heima er bezt - 01.12.1965, Blaðsíða 3
NUMER 12
DESEMBER 1965
15. ARGANGUR
<w*(bm$
ÞJÓÐLEGT HEIMILISRIf
Efnisylirlit
Bls.
Heimsókn Páls páfa VI. til Sameinuðu þjóðanna
1965 Steindór Steindórsson 428
Æðey Þorsteinn Jósepsson 432
Eyvindur Jónsson duggusmiður Snorri Sigfússon 438
Eyvindur duggusmiður þakkar fyrir sig (ljóð) Haraldur Zóphóníasson 446
Soffía Skúladóttir, Kiðjabergi Steindór Gunnlaugsson 447
Gulnuð blöð frá Hawaii (framhald) Guðmundur J. Einarsson 455
Hvað ungur nemur — 457
Menn, sem ég man
VL Indriði Einarsson Stefán Jónsson 457
Ljóðaþáttur Stefán Jónsson 462
Á blikandi vængjum (6. hluti) Ingibjörg Sigurðardóttir 463
Bókahillan Steindór Steindórsson 470
Friður á jörðu bls. 426. — Leiðréttingar bls. 469. — Slæm prentvilla bls. 469. - - Til Davíðs-
húss bls. 469. — Bréfaskipti bls. 471. — Myndasagan: Óli segir sjálfur frá bls. 472.
Káputeiknhig: Kristján Kristjánsson.
HEIMA ER BEZT . Stofnað árið 1951 . Kemur út mánaðarlega . Áskriftargjald kr. 200.00 . Gjalddagi 1. apríl . í Ameríku $5.00
Verð i lausasölu kr. 25.00 heftið . Útgefandi Bókaforlag Odds Björnssonar . Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 558, sími 12500, Akureyri
Ábyrgðarmaður: Sigurður O. Björnsson . Ritstjóri: Steindór Steindórsson frá Hlöðum . Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri
á friði? Hver veit nema samstilltir hugir tugþúsundanna
á einni stundu orki meira út frá sér og skapi meiri hljóm-
grunn fyrir friði en langar samningaviðræður. Og hver
fær sagt, hverjum frækornum friðarbæn páfans hefur
sáð í hjörtu þeirra, sem hlýddu. Framtíðin ein fær úr
því skorið.
En þótt dimmt sé í heimi, ófriðarefnin mörg og
bræðralags- og friðarhugsjónin eigi langt í land, er þó
margt sem bendir til að bjartara sé framundan. Að sú
stund nálgist er „dagur fagur prýðir veröld alla“, að
fyrirheitið tvö þúsund ára gamla um frið á jörðu verði
uppfyllt. í því trausti bjóðum vér hver öðrum
gleðileg jól.
St. Std.
Heima er bezt 427