Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 10

Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 10
Fyrir nokkrum árum var reistur myndarlegur viti i Æðey, enda full þörf á fyrir sjófarendur. manna hafa verið franskir. Hófu Spánverjar hvalveiðar í Norðurhöfum í bvrjun 17. aldarinnar, og það var í slíkri för sem þeir urðu skipreika á Ströndum norður. í sumum annálum segir, að skip þeirra sem brotnuðu, hafi verið tvö, í öðrum þrjú, og mun hið síðara vera nær sanni. Komust skipsbrotsmenn við illan leik á land, en björguðust þó flestir. Höfðu þeir heyrt getið um haffært skip, sem lægi suður í Jökulfjörðum, og hugðu þeir að á því myndu þeir geta siglt yfir Atlantshafið. Sú varð þó ekki raunin á, því skipið reyndist lekabytta hin mesta og alls ófær til langferða. Skiptu Spánverjar sér þá, nokkur hluti þeirra fór suður um firði, en hinn hópurinn hélt til Æðeyjar og settist þar að. Fyrir síðar- nefnda flokknum var Marteinn sá, sem getur hér að framan í frásögn Jóns Eggertssonar. Með þessu hefst Æðeyjar-þáttur hins mikla harm- leiks. Er þess getið, að Marteinn hafi setið með kump- ánum sínum í Æðey, fengist við fiskveiðar og hugað að hvölum. Fór orð af þeim félögum, að þeir væru djarftækir þar sem föng voru fyrir og stálu þeir ýmsu, m. a. stórgripum. Eitt sinn tóku þeir sig til og sigldu yfir til Ögurs, þar sem Ari sýslumaður Magnússon bjó, mestur höfðingi vestanlands á þeim tíma. Þangað munu þeir hafa ætlað í ránsför. En hvort sem Ara hefur bor- izt njósn af för þeirra eða ekki, er svo mikið víst að hann var ekki jafn óviðbúinn og þeir hugðu. Hafði hann mannafla fyrir, og urðu þeir að fara slippir á brott. Sagt er að Spánverjar hafi haft í hótunum við Ara, brugðu hnífum á barka sér og sagt, að þannig myndu þeir vinna á honum, er þeir næðu til hans. Síðan rálcu þeir upp gaul mikið sem tákna átti angistarvein hús- freyju, konu Ara, og barna hans, þegar þeir ynnu á honum. Með þessu kölluðu Spánverjar örlögin yfir sjálfa sig, því nú reiddist Ari fyrir alvöru og sór hefnd. Hann safnaði liði, og laugardaginn fyrstan í vetri, sem bar upp á 14. október, hélt Ari með liði sínu, rúmlega 50 manns, norður yfir Djúp áleiðis til Æðeyjar. Áður höfðu njósnir borizt af því, að fátt Spánverja væri heima í Æðey þann dag, því flestir þeirra voru norð- ur á Sandeyri á Snæfjallaströnd að skera hval. Ari stefndi liði sínu til Æðeyjar og kom þangað á kvöldvöku, nokkru áður en heimilisfólkið gekk til náða. Um þetta segir Jón lærði á þessa leið: „Þá hafði Pétur pilote (einn Spánverjanna) sent til sjávar að sjá til skipa, því honurn var ekki ugglaust, frá því skipið fór, tók síðan til lestra sinna og hafði lengi lesið, lagði síðan bókina saman undir höfuð sér og sofnaði út af, lá hann á tröppum í baðstofunni í Æðey og hafði utar höfuðið. Hans kumpán, mjög gildur mað- ur, lá á gólfi í hattkápu sinni, er heitið hafði Lazarus. Strax sem nú herinn kom á land í Æðey, hafði verið óp og ys, rifs og hrifs af því smálega, sem fyrir þeim varð og þeira kanni var á. Þá reif einn kylfukepp úr skipi sínu og hafði höggexi stóra í annarri hendi. Gengu svo til bæjar. Ásgeir Guðmundsson, fyrrum bóndi i Æðey, með tvo vini sina — lunda. 434 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.