Heima er bezt - 01.12.1965, Side 28
Frá Kiðjabergi á sextugsafmœli Halldórs.
Endurskein frá ykkur gleði
yfir vora bygð.
Traust sem bergið sterka standi
stöðugt ykkar hrós.
Bjart sem áin lífið Iíði
lífsins fram að ós.
Löng er þegar leiðin orðin;
lengi vari hún enn.
Allra lengst þó orðstír lifir
eftir góða menn.
Hinn 9. júlí s. á. áttu foreldrar mínir silfurbrúðkaup
og komu þá nokkrir kærir vinir er flestir gistu.
Faðir minn var forystumaður um mörg framfaramál
í héraðinu. Hann var aðalhvatamaður að stofnun pönt-
unrfélags og kaupfélaga og tók virkan þátt í starfsemi
þeirra. Tóvinnuverksmiðju stofnaði hann á Reykjafossi
með öðrum rétt eftir aldamótin og var hún rekin um
nokkurra ára skeið. Engum einum manni var það meira
að þakka að brú komst á Sogið 1905.
Faðir minn andaðist 3. maí 1936, eftir nokkurra mán-
aða legu, tæpra 85 ára. Útför hans fór fram að sóknar-
kirkju hans að Stóru-Borg 15. maí að viðstöddu fjöl-
menni. Móðir mín stóð eftir það áfram fyrir búi hjá
Halldóri syni sínum til dauðadags, en hann hafði þá
fyrir nokkrum árum tekið við jörð og búi.
A síðari áratugum, er móðir mín lifði, finnst mér að
ég hafi kynnzt henni enn betur, en áður og hún gæfi
sér betri tíma til að fræða mig um ýmislegt. Mér líður
vart úr minni er hún sagði við mig eitt sinn: „Ég var
ekki gömul þegar ég lærði það, að beygja mína lund.“
Þessi ummæli eru táknræn fyrir hana og Iýsa svo vel
viðhorfi hennar til lífsins.
Fegurðarskyn hennar var óbrigðult. Hún leitaði feg-
urðarinnar og fann hana. Hugarheimur hennar var op-
inn og frjósamur. Það var engin, nema hún, sem hafði
orð á gullbrúnni yfir ána, er myndaðist stundum eins og
gullstrengur yfir Hvítá fram undan bænum. Og hún
mat mikils þegar „aftanskinið“ kom á kvöldin fyrir
Bergið.
Þegar móðir mín var áttræð heimsóttu hana margir
og ýmsir ávörpuðu hana í bundnu og óbundnu máh.
Þegar hún átti 65 ára brúðkaupsafmæli ávarpaði ég hana
þannig:
ÉG ER RÍKUR.
Ég er ríkur, að geta enn sagt mamma og haft hana við
hlið mér. Hún hefur ekki aðeins gefið mér lífið, hún
hefur líka gefið mér skilning lífsins. Engum getur hlotn-
ast meiri vinningur en að eiga slíka móður. I dag átt þú
minningadag, 65 ár liðin síðan þú gafst þig pabba. í dag
á ég líka minningadag sem þú hefur gefið mér. Fyrir 5
árum var það sjálf náttúran, minningafjallið þitt, sem
blés mér því í brjóst, að fegurðin er móðir vizkunnar
og að af vizkunni sprettur kærleikurinn. í ljósi þess
skildi ég líf þitt og starf og blessun þess. Þá var mér
fyrst ljóst, að ég hafði öðlazt skilning á lífinu og það
var þitt líf sem hafði leitt til þess. Þetta er áhrifamesti
dagur ævi minnar. Hvernig geta börnin þín, sem þú
hefur fætt, launað þér þinn starfandi kærleika? Er það
með gjöfum? Þú ert sjálf svo rík að óbrotgjörnum auð-
æfum, að þér þætti þú varla bættari með brotgjörnum.
En hvað er það þá sem við getum gefið þér og þér þyk-
ir verðmæti í? Það getur ekki verið nema eitt. Að við
sýnum öðrum þann kærleika, sem þú hefur sýnt okkur.
Og hið sama á við um öll hin börnin þín og þau eru
mörg sem þú hefur miðlað kærleika þínum. Þau geta á
452 Heima er bezt