Heima er bezt - 01.12.1965, Side 40

Heima er bezt - 01.12.1965, Side 40
Frú Klara hefir nú ekki næði til að hugleiða þetta lengur, því Nanna drepur á dyr hjá henni og tilkynnir gestakomu. Frú Klara rís þegar á fætur og gengur fram í anddyrið til móts við gesti sína, sem eru góðkunningja hjón hennar úr borginni. Og eftir að hafa boðið þeim til stofu, gleymir hún tímanum í skemmtilegum sam- ræðum við þau. Það er orðið áliðið kvölds. Frú Klara er ásamt manni sínum komin upp í svefnherbergi þeirra hjóna, og eru þau þess albúin að taka á sig náðir. En áður en þau leggj- ast til svefns, segir frú Klara við mann sinn: — Mér þótti sonur okkar hafa skamma viðdvöl hér heima í morgun. \rið fáum aðeins að sjá hann á hraðri ferð nú í seinni tíð. — Já, yfirleitt hagar ferðum hans svo, að hann má lítið tefja hér heima. — Var það ekki líka þannig, á meðan ég dvaldi á sjúkrahúsinu, eða hvernig var það þá? — Það var ósköp svipað, nema þessa einu hclgi sem hann fékk sér frí hér heima og fór í Þórsmerkurferð- ina. — Já, Þórsmerkurferðina. Hvernig gekk það annars til? Fór Nanna ekki með þeim systkinunum í þá ferð, mig minnir að ég hafi heyrt það. — Jú, þau fóru þrjú saman. — \rar það Snorri sem bauð Nönnu? — Já, og þau systkinin bæði. — Er mikill vinskapur með þeim öllum? — Ég býst við að það sé eins og gengur og gerist hjá ungu fólki. — Eins og gcngur og gerist hjá ungu fólki, það getur nú átt við í allvíðtækari merkinau. — Við hvað áttu helzt? — Til dæmis hvort þú hafir veitt því nokkra athygli, að um meira en venjulegan kunningskap gæti verið að ræða milli sonar okkar og bústýrunnar, sem þið kallið svo? — Nei, Klara, því hefi ég enga athygli veitt. — Og alls ekki orðið áskvnja um neitt, sem benda mætti til þess að svo væri? — Nei, alls ckkert. Af hverju spyrðu að þessu? — Ekki svo scm af neinu markverðu, mest bara að gamni mínu, og nú skulum við ckki ræða þetta frekar, góði minn. Magnús finnur heldur cnga ástæðu til þess. Hann býð- ur konu sinni þcgar góða nótt og leggst þreyttur til svcfns cftir störf dagsins og sofnar brátt. En frú Klara vakir enn um stund og huglciðir svar manns síns betur: Nei, Magnús vcit árciðanlega ckkert um þetta, scm hún spurði hann að, fyrst hann svaraði hcnni svona af- dráttarlaust ncitandi. Hann er ætíð vanur að vcra cin- lægur við hana, og manni sínum trcystir hún fullkomlcga í þessu máli scm öðru. Hcnni finnst það næsta ótrúlcgt, að sonur hcnnar og Nanna hefðu gctað farið svo í kringum Magnús, að hann yrði einkis var né vísari, væri einhver alvara á ferðum, því hann er sérstaklega athugull maður á allt. En þó var henni ekki fullkomlega rótt. Frú Klara hugsar sér að spyrja Erlu þess sama og föður hennar við fyrsta tækifæri og heyra, hverju hún svarar. Þær eru svo miklar vinstúlkur, hún og Nanna, að ekki er ólíklegt að þær segi hvor annarri lyndarmál sín, og þá skal Érla verða að segja henni sannleikann einn, eins og hún veit hann beztan í þessu máli. Og út frá þeirri hugsun sofnar frú Klara. IX. Fní Klara herðir sóknina. Sunnudagsmorguninn er bjartur og fagur. Nanna fer að venju til starfa sinna, en Erla nýtur morgunsvefns- ins enn langa stund, enda er hún morgunsvæf að eðli, og allt kyrrt og hljótt umhverfis hana. En Ioks vaknar hún og rís á fætur. Og er hún hefir klætt sig fer hún strax ofan og ætlar að fá sér kaffisopa í eldhúsinu að vanda. Dagstofudyrnar standa opnar, og um leið og hún gengur framhjá þeim, er kallað til hennar innan úr stof- unni. Erla nemur staðar og lítur inn í stofuna. Þar situr móðir hennar í hægindastól og er þar ein. Erla gengur til móður sinnar og býður henni glað- lega góðan dag. — Góðan daginn, væna mín, segir fni Klara í sama tón, cn bætir síðan við ákveðinni röddu: — Lokaðu stofudyrunum og setztu hérna hjá mér ofurlitla stund, mig langar til að spjalla dálítið við þig. Erla gerir eins og móðir hennar æskir, og er hún hefir tekið sér sæti rétt hjá henni, segir frú Klara formála- laust: — Þið cruð mjög góðar vinstúlkur, þú og Nanna, er ckkisvo? — Jú, mamma mín, það gæti ckki verið innilcgri vin- átta á milli okkar þó að við værum systur. — Það cr þá bara svona. Þið cruð auðvitað trúnaðar- vinkonur hvor annarrar? — Víst gæti ég trúað Nönnu fyrir hverju scm væri. — Og hún þá sennilega þér líka? — Það vona ég að hún gæti. — Þið systkinin buðuð hcnni mcð ykkur í Þórsmerk- urfcrðina í sumar hcf ég hcyrt. — Já- — I lvort ykkar Snorra fann fyrst upp á því að bjóða hcnni mcð okkur? — Ætli okkur hafi ckki dottið það báðum jafnsncmma í hug. — Ykkur þykir ef til vill báðum jafn vænt um hana? •164 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.