Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 11

Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 11
Var kona send á undan í baðstofuna með ljós og setti þar gangbert, og gekk síðan fram aftur, en herinn þrengdist innar. Sá hinn grimmi gekk undan og veik fyrst að Pétri, greiddi honum keppshöggið, hjó strax síðan eftir með exinni ofan í andlitið yfir um þvert, í því hann vaknaði og brá augunum að sagt var, var síð- an lagður fyrir brjóstið með sleddu, og lét hann svo líf sitt. Sá stóð þá í dyrunum, sem sá upp á og sagði frá. Fylgjari hans á gólfinu raknaði við, eftir sitt rothögg, og vildi á fætur færast, hlupu þá á hann þeir, sem til veru og að komu, og höfðu allir nóg. Þá voru hinir þrír í smiðjuhúss kofa, er þeir höfðu inni á hlaðinu. Þar var bartskerinn, ungur maður, og reykjarþrællinn og þvottapilturinn. Þeir hermenn rufu strax yfir þeim, en hinir vörðust vonum betur, þó urðu þeir fyrir liðsmun að lúta, sem von var á um síðir. Eft- ir það voru þeir öllum klæðum flettir, og allsnaktir kropparnir á börur lagðir og bornir yfir á björg, bundn- ir síðan saman og steypt ofan fyrir í djúpið.“ Jón lærði orti einnig um þenna atburð í svokallaðri „Ævidrápu“ sinni. Þar kveður Jón: „Hafði í Æðey hús sér fengið Pétur sá gamli pílot franski, Hrœddur lundi i greip Æðeyjar-bónda. En lundanum var engin hretta búin. Hann öðlaðist frelsið fljótlega aftur. Æðey er flatlend og vogskorin, en þó með smáhólum og hœð- um, eins og sjá má á myndinni. Þar er paradis fuglanna, enda ómar hún öll af fuglakliði á vorin. hans þénari hraustur Lazarus, bartskeri velvís með báðum sveinum. Eftir kvöldlestur út af sofnaði Pétur á pallbekk, áður písl tæki, en Lazarus lá á gólfi, dyggðugur sveinn hans dormaði líka. Heimilskona hélt á ljósi, setti á pallstokk, svo fram skundar, skall handkeppur í höfuð Lazaró, síðan Péturs setti í enni en urn andlit þvert fyrir augu neðan stórri skeggöxi strax var höggvið, nærri hjartastað niður í hrygg stungið, hann sofnaði veginn svo á nóttu. Haus var og klofinn hans á sveini, og hnésbætur höggnar allar, þeirra félagar þrír í húsi Heima er bezt 435

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.