Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 20
að hann nyti þeirra hlunninda, sem hann hafði þar áður
haft, og munaði miklu.
Þetta kærði prestur og var Eyvindi gert að greiða
það sem honum bar, en því skeytti hann engu. Inn í
þetta blandaðist margt er fram í sótti og gengu klögu-
mál á víxl og varð úr fullur fjandskapur.
Þá kom það og til, að Eyvindur hirti ekki um að
sækja kirkju til sr. Einars né þiggja af honum nein
prestsverk eða standa honum skil á kunnáttu sinni í
kristnum fræðum. Hafði þó prestur eitt sinn, er hann
yfirheyrði sóknarfólkið í kirkjunni, sent til Eyvindar
og skipað honum að koma þangað til yfirheyrslu. Því
hafði hann þverneitað og talið sig upp úr því vaxinn.
Vildi hann þá líka fá annan prest til þess að taka sig til
altaris, en því neitaði sr. Einar þverlega og hafði þar
biskup að baki sér. Þó tókst Eyvindi að ná sér í sakra-
menti hjá nágrannapresti, í óleyfi samt, og var sagt að
hann hefði komið þar einhverjum brellum við.
En smátt og smátt fjölgaði kærum Eyvindar á hendur
sr. Einari. Fyrst var nú það, að stundum féllu óeðlilega
margir messudagar úr á Klaustri. Þá væri prestur held-
ur ekki alltaf vel fyrirkallaður þegar messa skyldi. Þann-
ig hefði hann á sjálfan páskadaginn 1731 verið svo
drukkinn, að hann hefði „selt upp“ í predikunarstóln-
um. Og öðru sinni hefði hann „fellt niður helgað brauð
og steypt víni úr kaleiknum, og ekki tekið til altaris
pilt er hann hefði þó skriftað“. Þá ákærði Eyvindur
prest fyrir rangar launakröfur og óseðjandi ágirnd og
ágengni við fátæka alþýðu í sóknum sínum o. fl.
Var hér fyrst og fremst Jóni biskupi Arnasyni að
mæta, er stóð fast í ístaðinu með sr. Einari og þótti Ey-
vindur bæði ósanngjarn og illvígur í garð hans. Presti
bæri tilskilin laun af Klaustrinu, og heimtingu átti hann
á að Eyvindur rækti skyldur sínar við kirkju sína og
klerk. Af ákærum Eyvindar um drykkjuskap klerks
yrði hann að hreinsa sig fyrir dómi.
Gekk þannig árum saman, að Eyvindur þverskallaðist
við að hlýða sr. Einari og hafði að engu áminningar
hans og biskups, en tókst að komast í tölu altarisgesta
hjá öðrum án leyfis þeirra prests og biskups. Hins veg-
ar reyndi prestur að hreinsa sig af ákærum Eyvindar
og sannaðist fátt, en fyrir sumt sór hann, og sagði að
uppsalan á páskadaginn hefði aðeins verið nábítsvelgja.
Eftir þann eið hafði Eyvindur kallað prest meinsæris-
mann og mögnuðust nú illindin um allan helming. Vildi
prestur reyna til að ná klausturumboðinu úr höndum
Eyvindar, og stefndi honum jafnframt fyrir rétt hjá
Skúla Magnússyni, sem þá var settur sýslumaður, út
af meinsærisbríxlinu. En Eyvindur skeytti þessu ekki
og fór af landi burt án þess að mæta, enda var hann
dæmdur í sektir. Er talið að Skúla hafi blöskrað harð-
neskjan í þessum deilum og orðið feginn að losna við
frekari aðgerðir í málum þeirra Eyvindar og sr. Einars,
þegar hann gat flutt burt.
En Eyvindur sigldi til Kaupmannahafnar þetta haust,
1735. Mun erindið hafa verið það fyrst og fremst, að
tryggja sér klaustursumboðið áfram og einnig að afla
sér konungsleyfis til þess að mega velja sér þánn prest
er hann kysi sér þjónustu af. Og þetta heppnaðist hon-
um hvorutveggja. Og heim kom hann vorið 1736 erindi
feginn. En málaferlin héldu áfram, „í réttum og á dóm-
stigum“ hér heima unz öllu var snúið til hæstaréttar.
Voru þeir Eyvindur og sr. Einar báðir í Kaupmanna-
höfn veturinn 1739—40 meðan málið var fyrir hæsta-
rétti, sem felldi um það dóm í maí þá um vorið. Var
höfuð niðurstaða réttarins sú, að Eyvindur var sýknað-
ur af öllum ákærum sr. Einars, en málskostnaður látinn
falla niður. Þótti því sr. Einar hafa farið halloka fyrir
Eyvindi, og undi hann illa við. Mun hann hafa borið
sig upp við biskup út af slíkum mótgangi, en biskup
svaraði honum því til að hann mætti þakka guði fyrir
að sleppa ekki verr frá Eyvindi, og skyldi hann láta
sér þetta að kenningu verða og hætta öllum erjum við
hann.
En lítið brá samt til batnaðar um samkomulagið, og
kom sitthvað enn til sem hélt eldinum við. Krafðist
prestur þess stöðugt af biskupi, að hann tæki í lurginn
á Eyvindi, svo að hann gengi til hlýðni við sig og kirkju
sína, en Eyvindur var hinn þverasti og bar fyrir sig
konungsleyfi um að hann mætti sjálfur velja sér sálu-
sorgara, og því yrði ekki haggað.
Stóðu málin þannig er Jón biskup Árnason féll frá.
Hafði hann í síðasta bréfi sínu til sr. Einars talið sig
ekki getað áorkað því við Eyvind, sem prestur af sér
krefðist, og ráðleggur honum eindregið að sættast við
hann, enda megi hann þakka fyrir að hafa ekki haft
verra af þeirri viðureign en orðið sé. Er svo að sjá að
prestur hafi látið þessi hollræði sér að kenningu verða,
því að nokkru síðar sættust þeir félagar heilum sáttum,
eftir 10 ára illdeilur og málaferli.
Nú mætti ætla að hinn aldni garpur, Eyvindur Jóns-
son, hefði fengið nóg og yrði hvíldinni feginn frá erj-
um og málastappi. En svo virðist raunar ekki. Hann er
þegar tilbúinn í annan slag, og nú við nákominn venzla-
mann sinn, Jón Sigurðsson lögsagnara, sem giftur var
Kristínu dóttur hans og Þórunnar Sæmundsdóttur. Er
Jón þessi talinn hafa verið „kappgjarn, harðlyndur og
óvæginn“, og drykkfeldur mun hann hafa verið og þá
ofsagjarn.
Þessi ófriður milli þeirra Eyvindar og Jóns hófst á
því, að á Alþingi 1745 undirritaði Eyvindur samning
við Jón um það, að hann afsalaði sér hálfu klausturum-
boðinu í hendur Jóni, og fékk hann staðfestingu amt-
manns á þeirri ráðstöfun. En eftir á taldi Eyvindur sig
hafa verið tældan til að gera slíkan samning, bæði af
Jóni og sýslumanni, og neitaði því að standa við hann.
Var þá úti friðurinn og lenti í stórillindum milli þeirra
Jóns og Eyvindar, og jafnvel áflogum. Lét Eyvindur
sig ekki þótt gamall væri. Stefndu þeir svo hvor öðrum
og gengu klögumál á víxl. Þóttist Eyvindur ekki ná
rétti sínum fyrir „ofsa Jóns og hlutdrægni sýslumanns“,
sem dæmdi hann í sektir og samninginn gildan. En þá
444 Heima er bezt