Heima er bezt - 01.12.1965, Side 47
stundum er þó varpað á frásögnina kímilegum blæ eins og í Þjófn-
aðinum í Saltvík. í nokkrum þeirra verða dulskynjanir þunga-
miðjan, og er þar vel farið með vandasamt efni. Bezt skrifuðu
söguna mundi ég telja Rakel. Hún gleymist lesandanum trauð-
lega. En í Hryggilegum örlögum er gripið á félagslegu vandamáli
á mjög athyglisverðan hátt. Skáldkonan er glöggskygn á sálarlíf og
tilfinningar manna, og rík af samúð með olnbogabörnum mann-
lífsins, og gefur það sögum hennar hugþekkan blæ.
Rachel Carson: Raddir vorsins þagna. Reykjavík 1965.
Almenna bókafélagið.
Bók þessi fjallar um mikilvægt vandamál nútímans, eyðingu
skordýra með eiturlyfjum. Um langan aldur hafa menn háð harða
baráttu við ýmis meindýr, sem valdið hafa tjóni beint og óbeint,
bæði á húsdýrum, nytjaplöntum og manninum sjálfum. Barátta
þessi hefur harðnað mjög með aukinni ræktun og landnámi, sem
haft hefur í för með sér víðtæka röskun á því jafnvægi, sem nátt-
úran sjálf skapar. Það vakti almennan fögnuð manna, þegar fund-
in voru hin virku eiturlyf, svo sem DDT og fleiri, og þóttust menn
nú eygja lausnina á þessu gamla vandamáli, og mannkynið og
ræktun öll væri frelsuð af öllum sínum verstu plágum, svo virk og
undraverð reyndust lyf þessi t upphafi. En bráðlega kom í ljós,
að böggull fylgdi skammrifi. Fram komu meindýrastofnar, sem
reyndust ónæmir, svo að leita varð nýrra lyfja, og það sem enn er
alvarlegra, gróður og jarðvegur hefur eitrast. Fuglar og fjöldi ann-
arra tegunda hefur farizt af eitriuu eða flúið brott, en auk þess
þykir sýnt, að eitrið berist í fóður húsdýra, svo að afurðir þeirra
verða mengaðar svo sem egg og mjólk, og getur það orðið hættu-
legt og jafnvel banvænt mönnum þegar frá líður. Það eru þessir
atburðir, sem bókin rekur með fjölda dæma. Þótt höf. sá ef til vill
helzti bölsýn í þessum efnum, og máli hættuna of dökkum litum,
er jafnvíst, að hér er um alvarlega hættu að ræða, sem gjalda þarf
varhuga við, og einskis má láta ófreistað að bægja henni frá og
leita annarra leiða til þess að losna við meindýrapláguna. Bendir
höf þar á hina líffræðilegu leið, þ. e. meðal annars að skapa mót-
vægi í náttúrunni sjálfri gegn meindýrunum með innflutningi og
uppeldi náttúrlegra óvina þeirra. Vera má, að það eigi enn nokk-
uð langt í land, að þessi hætta sé yfirvofandi hér á landi, en samt
er full ástæða til þess að fylgjast vel með, hvað gerist í þessum
efnum og þá einkum þeim öðrum ráðum, sem finnast kynnu í bar-
áttunni en eitrið. Af þessum sökum er þetta þörf bók og góð. Þýð-
andi er Gísli Ólafsson.
Hugrún: Draumar og vitranir. Rvík 1965. Leiftur h.f.
Hugrún skáldkona (Filipía Kristjánsdóttir) segir hér frá dular-
reynslu sinni um margra ára skeið eða allt frá barnæsku. Hún er
sýnilega næm fyrir andlegum áhrifum og nægilega athugul til þess
að festa sér í minni og skrásetja það, sem fyrir hana hefur borið.
Mættu margir taka hana sér til fyrirmyndar i því efni. Dular-
reynsla hennar er býsna margbreytileg, mest er sagt frá draumum,
en þarna er einnig skýrt frá hugboðum, hugskeytum, heymum,
sýnum, dularlækningum o. fl. Má af þessari talningu sjá að bókin
er breytileg að efni. Enginn mun efast um sannleiksást höfundar,
enda sér hún í öllum fyrirbærunum handleiðslu Guðs og engla
hans, en hún er sanntrúuð kona. Jóhann Hannesson prófessor
skrifar formála að bókinni, og verður naumast séð að hann auki
gildi hennar að nokkru ráði, nema til þess að koma því inn hjá
lesandanum, að fyrirbrigði sálarrannsóknanna, og þá einkum
spiritista séu af allt öðrum toga spunnin, og frá hinum vonda. Það
er annars næsta undarlegt þegar dulrænt fólk eins og Hugrún
skáldkona, sem auk þess er góðviljuð og greind, skuli ekki sjá mót-
sagnirnar í þvi, að stangast við skýringar sálarrannsóknamann á
fyrirbærum sem þessum. En allt um þá undiröldu, er bókin bet-
ur gefin út en ekki, og munu margir lesa hana sér til ánægju.
Sveinn Víkingur: Myndir daganna. Reykjavík 1965.
Kvöldvökuútgáfan.
Þetta er upphaf minningabóka sr. Sveins Víkings, og nær hún
yfir bernsku hans og æsku þar til hann flyzt úr föðurgarði. Fara
má nærri um að ekki séu öll söguefnin stór, né myndirnar af stór-
felldum atburðum. En höf. gæðir efnið því lífi, að ánægjulegt er
að lesa. Hann laðar fram hverja myndina af annarri, svo að þær
standa lesandanum bráðlifandi fyrir sjónum. Það er grunur minn,
að þeir verði býsna langlífir í landinu karlarnir í Kelduhverfi,
sem sr. Sveinn bregður upp myndum af. En margt er þar fleira en
mannlýsingarnar sem gefur bókinni gildi. Vel mætti svo fara að
sumir kaflar hennar yrðu síðar teknir upp í sýnisbækur eða les-
bækur vegna máls þeirra og þeirra menningarsögumynda, sem
höfundur dregur upp. Góðlátleg kímni og hlýja gefur bókinni við-
felldinn blæ. Lesandanum verður hlýtt til höfundar og umhverfis
hans, og margur mun bíða með nokkurri óþreyju eftir framhald-
inu.
St. Std.
BRÉFASKIPTI
Guðrún S. Guðjónsdóttir, Reykholtsskóla, Borgarfirði, óskar eft-
ir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Mynd
fylgi fyrsta bréfi.
Gunnlaugur Juliusson, Móbergi, Rauðasandi, pr. Patreksfjörð-
ur, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14
ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Anna Kristinsdóttir, Sigluvog 16, Reykjavík, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta á aldrinum 17—19 ára. Æskilegt að mynd fylgi
fyrsta bréfi.
Helga Jóhannsdóttir, Víðiholti, Reykjahverfi, Suður-Þingeyjar-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—16 ára.
Erla Jónsdóttir, Grensásvegi 52, Reykjavík, óskar eftir bréfaskipt-
um við pilta á aldrinum 15—17 ára.
Guðbjörn Jónsson, Hvammi, Kjós, óskar eftir bréfaskiptum við
stúlkur á aldrinum 14—16 ára.
Sigurlaug Berguinsdóttir og Valdis Gestsdóttir, Reykjalundi,
Mosfellssveit, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 18—20
ára.
Ragnar Daníelsson, Saurbæ, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, óskar
eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 13—14 ára. Mynd fylgi.
Bryngeir Kristinsson, Miklagarði, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði,
óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 14—15 ára. Mynd
fylgi.
Þórlaug Danielsdóttir, Gnúpufelli, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði,
óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 13-14 ára. Mynd fylgi.
Elinborg Angantýsdóttir, Sólgarði, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði,
óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 13—14 ára. Mynd
fy!gi.
Heima er bezt 471