Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 34
Indriði Einarsson á miðjum aldri.
sviði leikritið Nýjársnóttina. Þetta þjóðlega leikrit varð
síðar fyrsta leikrit, sem leikið var í Þjóðleikhúsinu, þeg-
ar vígsla þess fór fram.
Nýjársnóttin varð fyrir valinu vegna þess, hve efni
leikritsins er þjóðlegt, og hve glögg mynd það er úr
þjóðlífi þeirra tíma, sem leikritið gerist á. En önnur
veigamesta ástæðan að vali þess, var sú, að Indriði Ein-
arsson var forystumaður þeirra bjartsýnu manna, sem
hófu baráttu fyrir byggingu Þjóðleikhússins á sínum
tíma. Er það almennt talið, að Indriði Einarsson og Jón-
as Jónsson frá Hriflu hafi átt stærstan hlut í því að haf-
in var bygging Þjóðleikhússins. Og það má ekki gleyma
húsameistaranum Guðjóni Samúelssyni, sem gerði hina
frumlegu og fögru teikningu, sem húsið var byggt eft-
ir. Er Þjóðleikhúsið cin fegursta bygging, sem prýðir
höfuðborgina, þótt nokkuð sé þröngt um þetta stíl-
hreina, fagra hús.
1 byrjun samtals okkar Indriða Einarssonar var cg
hiédrægur og hikandi, cn hann var svo ljúfmannlcgur
og léttur í tali, að hlédrægnin hvarf fljótt. Vitanlcga
sncrust umræðurnar strax um leikrit og leiklist. Eg hafði
tvívegis séð Nýjársnóttina á leiksviði og lifði í Ijúfum
minningum um lcikinn og meðfcrð leikcndanna á hlut-
verkunum.
Frú Stefanía Guðmundsdóttir leikkona lék þá Ás-
laugu álfkonu og Friðfinnur Guðjónsson Guðmund
bónda. Dætur Indriða léku álfameyjarnar og Mjöll dótt-
ur álfakonungsins og skiluðu hlutverkum sínurn með
heillandi listfengi, og man ég ekki eftir að ég hafi nokk-
urn tíma orðið jafn hrifinn og heillaður af ungri stúlku
á leiksviði og Guðrúnu Indriðadóttur, er hún lék hina
ljúflyndu álfamey. Heiðbláin fannst mér þá ímynd
þess fegursta í fari ungrar meyjar, saklaus, blíðlynd og
trygg og heit í ástum.
Ekki veit ég, hvort það er smekldega að orði komizt,
en mér fannst Indriði Einarsson elska Nýjársnóttina.
Hún var honum hugljúft umræðuefni. Og ekki var hon-
um síður Ijúft að minnast þess, að dætur hans léku álfa-
meyjarnar. Þær léku líka þessar hugljúfu meyjar frá
álfheimum af þeim skilningi og listtúlkun, sem enginn
getur gleymt, sem sá þær í þessum hlutverkum.
Þegar Indriði Einarsson var 85 ára átti Brynleifur
Tobiasson kennari viðtal við hann, og ræddi þá meðal
annars, hvernig á því stæði, að hann héldi sér svo vel,
sem svo er kallað, en hann var þá enn ern og léttur í
máli og kvikur á fæti. Þá nefndi Indriði Einarsson nokk-
ur atriði, sem hann taldi að hefðu stuðlað að lífsgleði
hans, hreysti og lífshamingju.
Hann sagðist aldrei hafa öfundað neinn, eða litið
með úlfúð á annarra velgengni. Aldrei sagðist hann
hafa bragðað áfengi. Hann sagðist aldrei hafa gengið
skemmra daglega en mílu vegar. Alltaf sagðist hann
hafa hætt að borða áður en hann var fullsaddur. Aldrei
sagðist hann hafa hatað neinn. Á dansgólfinu sagðist
hann hafa verið í 70 ár.
Kjörorð Indriða Einarssonar eða æðsta boðorð var
þetta:
Allir ættu að festa í huga sér sólskinsstundirnar úr
Hfinu, cn útrýma hinum burt úr huganum. Einhverju
sinni sagðist hann hafa séð sólskífu í Skotlandi. Á hana
var ritað: „Ég tel aðeins sólskinsstundirnar.“ Þetta var
boðorð í hans anda.
Brynleifur Tobiasson segist hafa verið 10 ára, er hann
sá Indriða Einarsson í fyrsta skipti, en þá var Indriði
um fimmtugt. Hann var þá maður á bezta aldri, tein-
réttur í baki, snar og léttur í hreyfingum. Hreyfingar
hans báru það með sér, að líkaminn var stoltur og fim-
ur. Var Brynleifi starsýnt á þennan glæsilega mann, er
hann þeysti í hlað á ljónfjörugum gæðingi. Það fór eins
fyrir Brynleifi Tobiassyni og mér, að hann gat aldrei
gleymt þessu glæsimenni og þeirra fyrstu kynningu.
Sérstaklega minntist hann þess, hve Indriði Éinarsson
hefði verið smekklega klæddur og prúðmannlegur og
léttur í fasi.
Indriði Einarsson var Skagfirðingur, fæddur að Húsa-
bakka 30. apríl 1851. Hann var fyrsti íslendingurinn,
sem lauk háskólaprófi í hagfræði. Hann unni heitt hér-
aði sínu og átthögum og var alla tíð Skagfirðingur, þótt
hann dveldi mestan hluta ævi sinnar utan Skagafjarðar.
Segir Brynleifur Tobiasson á einum stað í minningar-
grein um I. E., að líklegt þætti sér, að hann hefði and-
azt mcð nafn Skagafjarðar á vörum sér.
458 Heima er bezt