Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 35

Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 35
Það er svo að sjá af viðtalinu við Indriða Einarsson, er hann var 85 ára, að hann hafi talið, að dansinn hafi átt sinn þátt í langlífi sínu og lífshamingju, enda var hann mikill dansmaður fram á elliár. Hann segir sjálfur, að hann hafi verið á dansgólfinu í 70 ár. Vafalaust hafa lesendur þessa þáttar oft heyrt dansinum hallmælt. Bítla- lög, „rokk“ og „tvistu talið siðlaust og spillandi. Vafa- laust hafa líka ýmsir hallmælt dansinum á æskuárum Indriða Einarssonar, þótt hann telji sjálfur, að dansinn hafi aukið lífshamingju sína og stuðlað að langlífi. ■ Eg hef ekki aðstöðu til að gera neinn samanburð á dansinum á æskuárum Indriða Einarssonar og nútíma dansi, en það tel ég þó víst, að dansinum á æskuárum hans, hafi fylgt meiri glæsimennska, en nútíma tvisti og rokki. Þarf ég ekki annað en minna unga fólkið á vals- inn, sem hefur verið dansaður með svipuðu dansspori og tigulegum hreyfingum síðustu 100 árin. Tango hef- ur líka verið dansaður með sama sniði í meira en þrjá áratugi. Báðir þessir dansar eru dansaðir eftir ljúfum, fallegum lögum með svifléttum tigulegum hreyfingum. Það eru, að ég held, slíkir dansar, sem Indriði Einars- son dáðist að, er hann var 85 ára og telur hafa stutt að langlífi sínu og lífshamingju. En hver veit, nema Indriði Einarsson hefði líka hrif- izt af nútíma dönsum, ef hann hefði verið uppi í fullu fjöri á síðasta áratugi. En eitt er víst: Indriði Einarsson hefur litið á dansinn sem hollan og heillandi leik, og það er hann vissulega, ef salarkynni og búningur fólks er í samræmi, og dansað er af fjöri, en ekki ærslum. Ég gat þess fyrr í þessum þætti, að ég héldi að Indriði Einarsson hefði elskað Nýjársnóttina umfram önnur skáldverk sín. Leikritið Nýjársnóttin á að fara fram um áramótin 1800—1801, en þá var trú á huldufólk í al- gleymingi á landi hér. Er talið að Indriði Einarsson bregði upp í Ieikritinu listfengri mynd af þjóðlífi þeirra tíma. Mikill hluti leikritsins gerist með álfum í álfheim- um, en mennsku persónurnar í leiknum eru meðal ann- ars hjónin á bænum, Jón fóstursonur þeirra og Guðrún ung stúlka á heimilinu. Fortíð þcirra beggja, Jóns og Guðrúnar, var dálítið dularfull. Jón fannst úti á engjum, nýfætt smábarn, undir ullarsjali Onnu gömlu. Hann var fæddur meðal álfa. Móðirin var álfkona, en mennskur var faðirinn. En myrk örlög hvíldu á Iífi Guðrúnar, því að bæði amma hennar og móðir höfðu bilast á geði — misst vitið, — er þær stóðu á tvítugu. Var þetta hefnd álfakonungsins, scm hafði komið til ömmu Guðrúnar, er hún var korn- ung stúlka og beðið hana að koma í álfheima og hjálpa konu sinni í barnsnauð, cn hún ekki árætt. Stóð Guð- rún nú á tvítugu og á afmæli um kvöldið sem leikurinn fcr fram. Hún er því slegin ótta og örvilnun. Áslaug álfkona vill hjálpa Guðrúnu, en álfakonungurinn vill fyrirfara henni. Um þcssa baráttu, milli illra og góðra afla, snýst lcikritið. Hér birtast svo smákaflar úr þessu heillandi leikriti: Indriði Einarsson, 85 ára. LEIKRITIÐ NÝJÁRSNÓTTIN. 1. ÞÁTTUR. Uti leiksvið. (Álfameyjarnar, — Mjöll, Ljósbjört og Heiðbliin, — koma inn.) HEIÐBLÁIN: í kvöld eru álfar á flugi og ferð. (Kall- ar.) Komi þeir, sem koma vilja! AIJÖLL: Álfar úr álfaborgum! LJÓSBJÖRT: Huldufólk úr hólum! HEIÐBJÖRT: Og Ljúflingar frá lækjarniði! ALLAR (benda að sér úr öllum áttum): Komi þeir, sem koma vilja! LJÓSBJÖRI: Nema Dökkálfar úr djúpi. HEIÐBLÁIN: Við konur úr hópnum klæðumst í skart. Ég litaði mitt úr ljósvaka. Þann, sem hátt lítur, mun ég laða til mín. MJÖLL! Ég valdi mitt úr fönninni, sem féll í nótt. Hver, sem hreinu ann, mun hugsa um mig. LJÓSBJÖRT: Ég náði í kyrtil úr norðurljósum. Sá, sem ljósi ann, mun líta á mig. MJÖLL: Ljósbjört, þú ert sem leiftrið trygg. Þér trúir ei neinn, sem tál þitt veit. HEIÐBLÁIN: Hjartað í Mjöll er hlýtt sem fönn. LJÓSBJÖRT: Heiðbláin er heið nema um kvöld. HEIÐBLÁIN: Eins og ljósvakinn lykist um jörð, svo niun ég elskhuga örmum vefja. LJÓSBJORT (lítur til hliðar, hnykkir við og starir þangað): Þarna kcmur ungur maður, fagur og fríð- Heima cr bezt 459

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.