Heima er bezt - 01.12.1965, Blaðsíða 29
Frd samseeti i Sjálfstœðishúsinu.
engan hátt launað þér betur, en með því að gjalda öðr-
um þann kærleika sem þú hefur sýnt þeim.
Þú hefur kennt okkur að við eigum öll óskastund, ef
við berum gæfu til að sýna öðrum þann kærleika sem
við óskum að þeir sýni okkur.
Astin krefst svars, en kærleikur þinn varir að eilífu.
Móðir mín hélt furðu vel heilsu, þrátt fyrir þrotlaust
erfiði. Hún fór sjaldan fyrst á fætur, en það brást vart
að hún færi síðust í rúmið.
Hún fór á hverju ári til Reykjavíkur og stundum oft-
ar og dvaldi þar um tíma, enda átti hún hér marga vini.
Eitt haust var henni haldið hér fjölmennt samsæti og
gladdi það marga og naut hún þess sjálf að hafa svo
marga vini í nálægð sinni. Þó líkamskraftar hennar
dvínuðu hægfara, hélt hún vinnuþreki sínu til hins síð-
asta og minnið var trútt og hugsunin skýr. Hún fór
stundum með löng kvæði óprentuð. Hugsunin var allt-
af frjó og ótrúlega víðfeðm.
Seint í febrúar 1954 veiktist hún og var rúmföst
nokkra daga, en komst þá á fætur, en lagðist brátt aft-
ur og andaðist, eftir stutta legu, að morgni 8. marz
1954. Hérvist hennar var lokið. En fórnarlund hennar
og kærleikur lifir.
Jarðarför hennar fór fram að Stóru-Borg 23. marz,
þar sem hún hvílir við hlið eiginmanns síns. Var jarðar-
förin mjög fjölmenn bæði heima og við kirkju. Séra Sig-
urður Pálsson í Hraungerði talaði heima, en séra Ing-
ólfur Ástmarsson jarðsöng, en hann var þá sóknarprest-
ur þar. Þau fjögur sem skrifuðu eftir móður mína höfðu
öll notið handleiðslu hennar um lengri eða skemmri
tíma.
Páll B. Melsteð segir:
„í dag fer fram jarðarför einnar hinnar merkilegustu
íslenzkrar konu þessarar aldar, frú Soffíu Skúladóttur.
.... 1 áratugi var eins og Kiðjabergsheimilið væri húsið
sem byggt var yfir veginn og öllum var þar velkominn
greiði og gisting án endurgjalds, og margir leystir út
með gjöfum og góðum ráðum.-------Um Soffíu á það vel
við sem ömmubróðir hennar kvað:
Kurteisin kemur að innan
sú kurteisin sanna,
siðdekri öllu æðri,
af öðrum sem lærist.“
Magnús Valdimarsson segir meðal annars:
„Nú þegar hún er í dag kvödd í hinnzta sinni, vil ég
senda henni mitt hjartkæra þakklæti fyrir allt og leyfi
mér að gera það fyrir hönd hinna mörgu barna, sem
nutu þess mikla happs að njóta handleiðslu hennar í líf-
inu.“
Bjarni Bjarnason skólastjóri segir meðal annars:
„Soffía reyndi ætíð að létta af manni sínum erfiðleik-
um. Sjálf var hún dugleg og kjarkmikil með afbrigð-
um. Hún átti í ríkum mæli hinar fornu dyggðir, dugn-
Heima er bezt 453