Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 32
Indverskt tré. Heil hersveit gceti staðið í skugga þess. fuglum. Hornleikara flokkar spila þar á sunnudögum, og þar eru allskonar veitingahús, og baðhús, því garð- urinn er við sjóinn, og hér er aldrei ofkalt að synda og svamla í sjónum. Svo vona ég að þið látið mig vita, hvernig fólk lifir nú á Fróni. Veðrið er náttúrlega hið sama og landið, en fólkið breitist. Ef þið væruð komnar hér, væri ánægja fyrir mig að sýna ykkur um kring. Með bestu óskum til ykkar allra frá ykkar gamla frænda. G. Goodmann. Þetta bréf skrifar Gísli til bróðurdætra sinna Magða- lenu og Sigríðar, þegar þær voru urn fermingaraldur. Kalilúa Kóna 22. des. 1924 á eyjunni Hawaii. Kæri bróðir. Ég skrifaði tvívegis en sendi ekki, allt um ýmislegt er ég hélt að inntresseraði þig ekki. Ef ég man rétt, var það 22. des. sem ég skrifaði og sendi síð- asta miða, þitt bréf fékk ég í apríl 1923. Ég hefi verið meira og minna lasinn af gigt, og svo á ég bágt með augun, ég verð að brúka staf, mest af tíðinni, ég keypti vegabréf í vor s.l. en hætti við ýmsra orsaka vegna, kostnaðurinn og lasleiki minn hélt mér til baka. Mig vantaði 300 dollara á þriðja plássi til íslands, eða nær þeirri upphæð. Það er samt oft sem loftsbreiting hjálp- ar fólki, ef ekki hefir verið hér í mörg ár, en hringferð blóðsins í mínu sjúkdóms tilfelli er ofsein að breita til því mér er kalt á útlimum hér að morgni dags, þar til sólin vermir allt upp. Ég er á fótum vanalega kl. 4Vi—5. Ég var í fáeina mánuði hjá kunningja mínum hér norð- austan á eyjunni, en þar var of dampað loft, svo ég varð að fara þaðan, n.l. varð verri, svo var mér sagt um þetta pláss sem væri það þurrasta á eyjunum, og heitasta, svo ég hefi verið hér í 3 vikur og finn mig töluvert betri. Eg þekki enga sál hér, svo enginn er til að ónáða mig. Ég fékk autt hús á sjóarbakkanum frá manni er á pláss- ið, en það er notað sem fiski stöð, en nú eru nrenn hans í túr, og enginn til að líta eftir húsinu, svo ég þarf ekki að borga neina leigu á meðan fólldð er í burtu. Ég sé að fólk tekur ekki vatn hér án leyfis, það eru tvö kör sem taka 6000 gallon, á lóðinni eru 2 gömul hús, bátar og net etc. Einn vegur til að fá vatn, er að hirða hvern dropa er fellur á járnþökin, sem er nú eigi oft. Svo er uppspretta í flæðarmálinu er nota má um fjörur, til þvotta o. fl., en er of salt til drykkjar, samt verða ali- dýr að komast af með það. Þetta er lítið þorp á vestur- strönd eyjarinnar, skýlt að norðan og austan af fjöllum, svo N.austan staðvindurinn blæs hér ekki, aðeins haf- gola að vestan á daginn en kyrrt að nóttu til. Ég sé sól- ina síga í hafið útum bakdyr hússins kl. 5 eða svo um fyrstu daga ársins. Ég fer í sjóbað að nóttu til, það hefir hjálpað mér. Sjórinn er um 80 stig Farinhet, nótt og dag mældur í pollum á hraunhellunum rétt hjá húsinu, allt er hér brúnt og graslítið og aðeins þyrnitré og fá- ein Kókus pálmatré lifa hér. Hér eru fáeinar sölubúðir ásamt lendingarstað fyrir flutningaskip frá Honolulu er koma vikulega hingað, með vörur, fólk o. fl. Aðal- bygðin er upp í halla fjallanna, nógu hátt til að fá nægi- legt regn. Ég var þrjá daga þar uppi, en gat engan kofa fengið, allt fyllt með fólki er tínir kaffi, því nú er þess uppskerutími, og prísinn betri, 25 cent á pundið hreins- að. Vinnufólkið fær 1 dollar fyrir að tína 100 punda sekk. Sumt er fært um að tína 3 sekki á dag það allra fljótasta. Það notar 5 feta tröppustiga, er það tínir ber- in af trjánum. Trén eru um 8—10 feta há, sem hrísrunn- ar um allt. Plöntulíf er fullkomnast hér, engir stormar og aldrei ofjmrt. En komi hraunflóð þá sópast allt burtu. Ég sá nýja flóðið sem rann fyrir 5 árum. Það leit út sem storknað stálbik en aðeins 300 fet á breidd, það eyðilagði töluvert af fínu timbri er varð á vegi þess. Ég býst við að fara til Honolulu í byrjun ársins, því hér er ekkert að hafa utan góða útsjón og svo loftið, og allt dýrara en í bænum. Og svo engir hvítir menn hér, að- eins frumbyggarnir og svo Kínar, sem hafa sölubúð- irnar, en héraðið er mjög fagurt. Ég hefi engar gildar afsakanir, að ég hefi ekki sent bréfin er ég skrifaði löngu síðar, ég hefi samt meira en nógan tíma, utan hvað ég er sjóndapur og farinn að gleyma málinu, þar ég sé eða heyri enga íslendinga eða sé bækur eða blöð á því máli. Það eru nú tíu ár síðan ég hefi heyrt íslenzku, eða rétt fyrir stríðið. Þá var ég í Victorí B. C. Nú þá þetta er í þriðja sinn er ég skrifa læt ég bréfið fara. Mig langaði vissulega til að fara heim ef mér hefði verið mögulegt. En ég varð að reikna með ferðina til baka, þar lítil líkindi eru til að ég geti lifað yfir veturinn á Fróni. Ég þakka þér þitt fróðlega bréf. Pólitíska ástandið hér er sama og hjá ykkur, alla vant- ar eftirlaun og stjómarstöður hvað lítil sem launin eru. Herra Bergmann er þú minntist á mun hafa verið höf- undur bréfsins, þú getur sagt honum að öll stríðs vel- megun sé löngu á enda hér, utan sá arfur að allt er nú tvöfalt og þrefalt dýrara en var, verð á öllum nauðsynj- (Framhald á bls. 469.) 456 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.