Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 41
— Því get ég ekki svarað, mamma mín.
— Segðu mér Erla alveg eins og er, hefir þú komizt
að því, eða Nanna sagt þér frá því, að á milli bróður
þíns og hennar væri nokkuð nánara samband en venju-
legur kunningskapur?
— Erla roðnar óþægilega mikið og forðast að mæta
augum móður sinnar. Hún veit ekki í fyrstu, hverju
hún eigi að svara, því ósatt vill hún ekki segja, og leynd-
armáli bróður síns og vinstúlku sinnar vill hún alls ekki
ljóstra upp við neinn, ekki einu sinni við móður sína í
trúnaði.
Hún situr þögul nokkur andartök og hugleiðir hvað
hún eigi að segja.
Frú Klara finnur hikið í svari dóttur sinnar, og það
hcrðir enn meir á grun hennar og forvitni, en hún lætur
ekki á neinu bera og bíður róleg eftir svari.
Að lokum segir Erla hálf vandræðalega:
— Af hvcrju spyrðu mig um þetta, mamma mín?
— Af því að það er ósköp saklaust, að ég sem móðir
þín fái að vita það, sem þú veizt í þessu máli.
— En ég get ekkcrt sagt þér. Það vottar fyrir ótta-
blandinni sannfæringu í rödd Erlu, og hún ókyrrist í
sæti sínu.
— Veiztu þá ekkert um það, sem ég spurði þig að?
Frú Klara horfir fast á dóttur sína, og svipur hennar er
einbeittur.
Erla roðnar cnn meira, án þess hún fái við það ráðið,
og luin er sem á nálum, en hún verður að gefa móður
sinni fullnaðarsvar strax, og binda um leið endi á þetta
kvcljandi samtal. Og Erla segir því eins rólega og ákveð-
ið og henni er unnt:
— Við þrjú erum vinir, það veit ég, en um annað og
mcira er tilgangslaust að spyrja mig, mamma mín. Og
nú fer ég fram að fá mér morgunkaffið. Hún rís á
fætur í skyndi og gengur rösklcga fram úr stofunni án
þcss að gcfa móður sinni nokkurt tækifæri á því að
teygja úr samtalinu. Það vcrður að ráðast, hvað það
kann að kosta hana að haga sér þannig við stranga og
siðavanda móður sína, en hún verður að hlýða rödd þess
trúnaðar, sem henni hefir verið sýndur, og það var bezt
gcrt á þcnnan hátt, cins og málum var komið.
Erla hraðar sér inn í borðstofuna og drekkur þar
morgunkaffið og er mjög óstyrk í hiindum. Þessar ein-
kcnnilcgu spurningar móður hcnnar snertu hana mjög
óþægilega, og hcnni finnst citthvað liggja þar að baki
scnt henni stcndur ótti af, en gerir sér þó ekki grein
fyrir hvað raunvcrulcga sé. — Og aldrci hcfir henni þótt
jafn vænt um bróður sinn og vinstúlku og nú.
Frú Klara situr hreyfingarlaus og horfir svipþung
á cftir dóttur sinni. Hcnni finnst sem hún hafi ekki cin-
lægan trúnað hcnnar lcngur. Hún hefir sterkan grun
um, að stelpan viti eitthvað nánara um þetta en svör
hennar gáfu til kynna, og fni Klöru virðist hún sjá það
í svip Erlu og látbragði, J>cgar hún hikaði við að svara
henni, að hún myndi búa yfir cinhverju sem hún vildi
Icyna hana.
En nú ætlar frú Klara ekki að fara fleiri krókaleiðir
að sínu marki, heldur skal hún strax við hentugt tæki-
færi ganga hreint úr skugga um ætt og uppruna Nönnu
við hana sjálfa, og að fenginni fullvissu sinni um það
ætlar hún að taka sína afstöðu til málsins og bíða síðan
róleg átekta. — Og nú heldur lífið áfram sinn vana gang
á heimilinu.
Helgin er liðin hjá. Magnús lögmaður og Erla hefja
störf sín að nýju úti í bæ, og frú Klara og Nanna eru
tvær einar í húsinu. Að þessu sinni er frúin óvenju
snemma á fótum, og eftir að hafa hresst sig á morgun-
kaffinu setzt hún frain í eldhús hjá Nönnu, aldrei þessu
vant, og tekur að ræða við hana um daginn og veginn.
Nanna kann vel þessari nýju alúð húsmóður sinnar og
ræðir glaðlega við hana af hæversku og skýrleika, sem .
einkennir framkomu hennar, og samtalið virðist í fyrstu
létt og óþvingað af beggja hálfu.
Frú Klöru verður það brátt ljóst, að Nanna muni
vera vel skynsöm stúlka, og henni dylst það ekki, að
hún kann vel að haga samræðum á viðeigandi hátt. Og
uin stund nýtur frúin þess að ræða við vinnukonu sína
um ýmisleg málefni, sem hvoruga þeirra snertir persónu-
lega.
En svo breytir frú Klara skyndilega umræðuefni sínu
og spyr í nýjum rannsóknartón:
— Eruð þér ættaðar héðan úr borginni, Nanna?
— Já-
— Fæddar hér og uppaldar?
— Já-
— Hverjir eru foreldrar yðar, með leyfi að spyrja?
— Faðir minn heitir Hörður og cr skrifstofustjóri hjá
stóru fyrirtæki hér í borginni, en móðir mín heitir
Brynja.
— Eru foreldrar yðar rnikið menntuð?
— Pabbi er viðskiptafræðingur að mennt, en um
menntun inömmu veit ég ekki.
— Nú, þekkið þér ekki móður yðar eins vel og föður?
— Nei, ég þekki mömmu lítið.
— Hafið þér þá ekki alizt upp hjá foreldrum yðar?
— Ekki hjá mömmu, en pabba og stjúpmóður minni.
— Voru þá foreldrar yðar ekki hjón, eða hvað?
— Nci, þau hafa aldrci verið hjón, svarar Nanna blátt
áfram og hreinskilnislega. Hún ætlar engu að leyna frú
Klöru um uppruna sinn, fvrst hún er að grafast fyrir
um hana.
— Fæddust þér þá áður en faðir yðar kvæntist?
— Nei.
— Eignaðist hann þá yður framhjá konunni?
— Já-
— Nci, mamma var ógift þá.
— Svo að þér eruð þá framhjátökubarn, segir frú
Klara í þeim tón, sem bæði lýsir hneykslun og lítilsvirð-
ingu.
Heima er bezl 465