Heima er bezt - 01.12.1965, Blaðsíða 19
ásamt sr. Eggert syni sínum, rétti Eyvindur þeim drengi-
lega hjálparhönd. En um þessar mundir fer þó svo, að
þau Þórunn skilja að samvistum og með dómi 1724.
Hafði Eyvindur þá fyrir nokkru hætt búskap á Kross-
um, en Þórunn farið, þá eða síðar, að Brekku í Svarfað-
ardal, þar sem hún var um skeið með börn þeirra Ey-
vindar. Virðist hún hafa átt þá jörð, en fargar síðan að
nokkru og berst þá vestur á land og deyr þar. En börn
þeirra flytja síðar á vegu föður síns.
Um Eyvind er það annars að segja, að eftir missi
duggunnar, er eins og allt ráð hans komist á reik. Hann
lætur konu sína og búskap sigla sinn sjó, virðist ekki
kunna við sig lengur á heimaslóðum og hverfur bráð-
lega þaðan fyrir fullt og allt.
Næst er Eyvindar getið vestur í Skagafirði. Er hann
þá talinn heimilisfastur á Ingveldarstöðum á Reykja-
strönd og sagður fást þar við smíðar. Er það 1723. En
um vorið þetta ár mátti sanna hið fornkveðna, að ekki
verður ófeigum í hel komið. Er Eyvindur þá staddur
að Fagranesi á Reykjaströnd, hlýðir þar á messu hjá sr.
Þorkeli Þorsteinssyni. Voru þar einnig við kirkju að-
komumenn á báti á leið heim til sín, og ætlaði prestur
með þeirn og einnig Eyvindur. En þegar niður að sjón-
um kom saknaði Eyvindur vettlinga sinna er hann hafði
gleymt heima á staðnum. Hljóp hann þegar af stað eft-
ir þeim en bað þá bíða sín á meðan. En svo hastarlega
kallaði feigðin þessa menn að þeir gáfu sér engan tíma
til að doka eftir Eyvindi, en héldu þegar af stað. En
Eyvindur slapp frá bráðum bana, því að báturinn fórst
með allri áhöfn.
Segir nú ekki af Eyvindi í rúmlega eitt ár. En líklegt
er að hann hafi þó verið nokkuð á ferli um Skagafjörð
og Húnaþing. En í ágústmánuði 1724 má segja að vegur
hans hækki óvænt. Þá er hann settur sýslumaður Hún-
vetninga. Gerist það um leið og Jóhanni Gottrúp er
vikið úr embætti til bráðabirgða vegna málaferla er
hann átti í. En ekki sat Eyvindur lengi í þessu virðulega
sæti, því að Jóhanni Gottrúp var aftur fengið embætt-
ið í hendur um haustið, svo að valdatími Eyvindar stóð
ekki nerna á þriðja mánuð.
En þótt sá valdatími yrði ekki lengri, rná það í raun
og veru furðulegt kallast, að Eyvindur skyldi hljóta
þessa tign. Að vísu þarf ekki að efa hæfileika hans, vits-
muni og dugnað, en lærdóm þarf til þess að gegna slíku
embætti hafði hann vitanlega ekki. Samt er honum feng-
ið það í hendur. Virðist það benda ótvírætt til þess, að
nafn hans hafi verið kunnugt um Norðurland og á þann
veg, að hann hafi þótt fær í flestan sjó. Má líklegt telja,
að hann hafi á þessum árum kynnzt Gottrúp sýslu-
manni eitthvað og hafi hann þá fengið N. Fuhrmann
amtmann til þess að setja Eyvind fyrir sig, því að mælt
var að amtmaður væri Gottrúp jafnan innan handar, en
báðir þótzt vita að sýslumaður yrði bráðlega settur í
embættið aftur, sem og varð.
En bréfabók N. Fuhrmanns sýnir það glögglega, að
Eyvindur er settur í embættið á sama hátt og venja var
til um slíkar ráðstafanir yfirvalds. M. a. er þar tekið
fram, að Eyvindur hafi fullnægt tilskildum kröfum um
tryggingu á fjárreiðum embættisins, og má af því sjá
að hann ber ábyrgð á embættinu sem fullgildur sýslu-
maður gagnvart amtmanni, en er ekki undirtylla Jó-
hans Gottrúps, þótt hann hafi mælt með honum og bor-
ið til hans hið mesta traust. Og efalaust hefir farið vel
á með þeim, einnig eftir það að Eyvindur skilar embætt-
inu af sér í hendur hans. Svo vel hafði Eyvindi farnast
í starfinu þótt lærður væri hann ekki. Og víst mun hafa
vaxið vegur hans af þeim sökum, bæði hjá sýslumanni
og sjálfum amtmanninum á Bessastöðum. Enda mætti
það vera skýring á þeirri staðreynd, að Eyvindur fær
spunnið síðasta þátt ævi sinnar austur á Kirkjubæjar-
klaustri.
Ekki er nú vitað hvar Eyvindur duggusmiður elur
manninn hin næstu ár. Má vera að hann hafi verið á veg-
um Gottrúps sýslumanns um tíma eftir að hann tók
aftur við embættinu, þótt engar sögur fari af því. En
suður á land er hann kominn 1729. Þá sækir hann um
að gerast umsjónarmaður eða klausturhaldari á Kirkju-
bæjarklaustri á Síðu, og hlýtur það trúnaðarstarf.
Má segja að það gegni nokkurri furðu að Eyvindi er
veitt þetta starf, því að vafalaust hafa ýmsir þótzt standa
þar nær, sem kunnugir voru öllum aðstæðum þar eystra.
Er því sjáanlegt að hér hefir Eyvindur átt hauk í horni,
sem mikilsráðandi var og bar traust til hans, vegna
kynna sem hann hafði af honum haft. Hann hefir því
þótt vel að starfinu korninn. Og árið 1730, þegar Ey-
vindur er rúmlega fimmtugur að aldri, er hann seztur
að á Kirkjubæjarklaustri og tekinn þar við ráðsmennsku
og heldur henni til dauðadags.
Fram til þess tíma að Eyvindur kemur að Klaustri
og gerist þar einskonar opinber starfsmaður má segja,
að all margt sé óljóst um hagi hans og það sem á daga
hans dreif framan af ævi, og sumt með þjóðsagnablæ.
En eftir að hann er þangað kominn eru heimildir all
glöggar um hagi hans. Og þó einkum í sambandi við
deilur hans og málaferli. Því að ekki sat hann lengi á
friðarstóli eftir að austur kom, heldur lenti bráðlega í
illvígum deilum, sem hann sjálfur virðist hafa átt drýgst-
an þátt í að koma af stað. Verður því þessi þáttur í ævi
hans lítt frækilegur að öðru en því, að vitna um vits-
muni hans og það, hvílíkur garpur hann var að allri
gerð. Hefir Hannes Þorsteinsson fræðimaður skráð
þann þátt (Blanda III) eftir óprentuðum heimildum,
og verður hér eftir við það stuðst, en annars farið fljótt
yfir óskemmtilega sögu.
Þegar Eyvindur Jónsson tók við Klaustrinu var þar
sóknarprestur sr. Einar Hálfdánarson, faðir meistara
Hálfdáns á Hólum, sem frægur er í sögum. Þótti sr.
Einar all merkur klerkur, en sérvitur nokkuð og skap-
stirður. Leið ekki á löngu að þeir Eyvindur og sr. Einar
lenda í deilum, sem urðu bæði illvígar og langar. Hóf-
ust þær á því, að Eyvindur vildi ekki greiða presti þau
laun sem hann hafði áður haft frá klaustrinu, né heldur
Heima er bezt 445