Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 5
ekki mannlega eymd óviðkomandi og hyllti jafnrétti
allra manna án tillits til litar eða stéttar. Fagnaðarópun-
um, sem mættu páfa og fylgd hans um Haarlem, ætlaði
aldrei að linna, og óvíða var mannþröngin meiri, enda
er þar mjög margt kaþólskra manna. Einhverjir voru þó
óánægðir, eins og negrinn, sem andvarpaði við blaða-
mann einn: „Hvers vegna er ekki þokkað svona til hér
daglega?“
Við Patrekskirkjuna biðu um 200 þúsund manns.
Margir höfðu beðið þar klukkustundum saman, jafnvel
frá því kvöldið áður, til þess eins að fá litið páfann sem
allra snöggvast, þegar hann gengi inn í kirkjuna. Hefur
það verið súr seta í næturkulda og storminum. Þegar
páfinn steig út úr vagninum og gekk upp kirkjutröpp-
urnar, þar sem hann staðnæmdist augnablik og heilsaði
mannfjöldanum, fór þung fagnaðaralda um allan mann-
grúann. Og þeir, sem sjónvarpsmennirnir töluðu við,
létu í Ijós fögnuð sinn yfir því að hafa beðið til þess að
lifa þessa stund. Inni í kirkjunni ætlaði fagnaðarópun-
um aldrei að linna fyrr en páfinn var kominn fyrir há-
altarið og kraup þar niður og flutti stutta bæn og þakk-
argerð fyrir farsælli ferð sinni. Spellmann kardínáli
ávarpaði páfann, en hann svaraði og blessaði síðan yfir
söfnuðinn. Meðan því fór fram var dauðaþögn og virt-
ust allir gripnir af hátíðleik augnabliksins. En um leið
og síðustu blessunarorðin þögnuðu, kváðu fagnaðaróp-
in við. Sagt var, að allan daginn hefðu menn streymt
inn í kirkjuna, til þess að fá að snerta steinana, sem páf-
Nú var komið fram yfir hádegi, og hvíldist páfi um
hríð í húsum Spellmanns kardínála áður en kæmi að
höfuðviðburði dagsins, heimsókninni í Allsherjarþing-
ið, en þar skyldi fundur hefjast kl. 3.30.
Þess hafði verið óskað, að fulltrúar á Allsherjarþing-
inu hefðu gengið til sæta sinna eigi síðar en kl. 2.30, ef
þeim væri unnt. Þegar komið var að torginu við stöðv-
ar S. Þ. var þar óvanaleg aðkoma. Öllum götum var lok-
að með voldugum plankagirðingum. Hvarvetna voru
raðir lögregluþjóna og á gangstéttunum þéttar fylking-
ar áhorfenda. Ekkert varð komizt áleiðis, nema með því
að sýna lögreglunni aðgangskort sitt, en þá hleypti hún
fulltrúum og gestum þeirra gegnum girðingarnar og
ruddi þeim braut gegnum mannfjöldann, sem áreiðan-
lega hefur öfundað þessa lukkunnar pamfíla. Við hliðið
inn að þinghúsinu kröfðust verðirnir aðgangskorta, þó
að þeir daglega kinkuðu til manns kolli og brostu kunn-
uglega. Nú varð að fylgja ströngustu reglum formsins.
í göngum og fordyri þingsalarins var óvenjulegur mann-
fjöldi, enda mátti segja, að hinn mikli þingsalur fylltist
á augabragði, jafnskjótt og dyr hans voru opnaðar.
Rúmar hann þó nokkuð á þriðja þúsund manns í sæti,
en auk þessa var hátölurum komið fyrir hvarvetna í
öðrurn fundarsölum og var alls staðar fullt. Þegar litið
var yfir þingbekkina vöktu 6 auð sæti athygli áhorf-
andans. Það voru sæti sendinefndar Albaníu, hinnar ev-
rópsku málpípu kommúnista-Kína. Þeir einir hinna 117
þjóða töldu sig ekki geta hlýtt kveðju hins heilaga föð-
einuéu þjóéanna
inn hafði stigið á, eða horfa sem snöggvast á koddann,
sem hann kraup á meðan hann baðst fyrir. Sumir gripu
blóm úr blómaskreytingunni umhverfis altarið, stungu
þeim inn í bænabækur sínar, til að þurrka þau, svo að
þau mættu geymast til minja um þenna einstæða atburð.
Ekki verður atburðaröð dagsins rakin hér í smáatrið-
um, en næsti viðburður hans, sem í frásögur er færandi
var viðræða páfa við Johnson forseta í herbergjum for-
setans á Waldorf-Astoriahótclinu. Þessir tveir ráða-
menn ræddust við í 40 mínútur með aðstoð túlka sinna.
Flest vandamál heimsins bar þar á góma. Að loknu sam-
talinu lét Johnson þau orð falla, „að heimsókn páfans
til Nýja hcimsins og ávarp hans til Sameinuðu þjóðanna
væri einmitt það, sem heiminn hefði vantað, til þess að
fá oss til að hugsa um, hvernig vér eigum að vinna að
varanlegum friði.“