Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 4
Pað er ekki oft, að vér hér úti í fásinninu verðum þess aðnjótandi að vera viðstaddir atburði, sem kallast mega heimssögulegir, en einn slíkur at- burður var heimsókn Páls páfa VI. á Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna 4. okt. sl. Það er í fyrsta sinni í sögunni, sem páfi í Rómaborg tekur sér slíka ferð á hendur, í fyrsta sinni, sem páfi stígur fæti sínum á ame- ríska jörð, í fyrsta sinni, sem þing Sameinuðu þjóðanna hlýtur slíka heimsókn, og er ávarpað á jafn virðulegan hátt af höfuðsmanni elztu og virðulegustu stofnunar hins vestræna heims. Og þar sem ég var svo heppinn að vera þar nærstaddur, vil ég skýra lesendum „Heima er bezt“ frá því helzta, er gerðist þenna sögufræga dag, og ég varð heyrnar- og sjónarvottur að, ýmist beinlínis eða í sjónvarpi. Það var augljóst, þegar í byrjun þingsins, að eitthvað óvanalegt stæði fyrir dyrum í Sameinuðu þjóðunum og allri New York borg. Þetta óvenjulega var væntanleg heimsókn Hans heilagleika Páls páfa í þeim tilgangi að ávarpa þing Sameinuðu þjóðanna. Margir þeirra ræðu- manna, sem á Allsherjarþinginu fluttu ræður og ávörp, vitnuðu til hinnar væntanlegu heimsóknar páfans, og þegar fundum var að Ijúka þar, föstudaginn 1. okt. var tekið til við ýmsar ráðstafanir og undirbúning innan- húss. Meira gekk þó á utan bækistöðva S. Þ. Eftir frásögn- um blaðanna að dæma, var því líkast sem ráðamenn borgarinnar hefðu fengið hitasótt af eftirvæntingu og föður, eða hann yrði fyrir óþægindum og aðkasti and- kaþólskra ofstækismanna, sem nóg er þar til af. Og þetta tókst. Ekkert óhapp vildi til, sem skyggt gæti á för páfa um New York né truflað hinar hjartanlegu viðtökur. Mánudagurinn 4. okt. var kaldur og hryssingslegur. Lengstum dags var norðanstormur, sem nálgaðist hvass- viðri undir kvöldið. Hiti lítið yfir frostmarki um morg- uninn, en hlýnaði þó verulega um miðjan daginn, því að sólin skein glatt. Flugvél páfa lenti á Kennedyflugvelli kl. 9.30. Ýmsir fyrirmenn tóku þar á móti hinum göfuga gesti, voru þar forystumenn S.Þ. Fanfani þingforseti og U Thant fram- kvæmdarstjóri, Dean Rusk, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Wagner, borgarstjóri New York, kardínálar, búsettir í Ameríku o. fl. Páfi mælti nokkur orð við komu sína, en auðsætt var að hann flýtti sér að Ijúka því af, enda lá við, að vindurinn feykti brott hatti hans og skikkju. Síðan hófst ökuferðin inn í borgina. Fram með allri leiðinni var margfaldur manngarður, sem veifaði og æpti fagnaðar- og velkomandahróp um leið og hinn páfalegi vagn fór framhjá. Mesta athygli vöktu þó þús- undir barna, sem mættu honum næst flugvellinum. Hafði þeim verið ekið þangað frá skólum borgarinnar, til þess að fagna hinum heilaga föður og hylla hann. Talið er, að nær ein milljón manns hafi verið meðfram leiðinni inn í borgina. En alls hafi um fjórar milljónir manna fengið að sjá páfann sem snöggvast þenna dag. STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: Heimsókn Páls páfaVI.tiI Sam ótta. Þegar á föstudag var tekið að girða með öllum hin- um 25—30 mílna löngu götum, sem páfinn og fylgd hans skyldi aka frá flugvellinum inn til S. Þ. Var það gert með tvöfaldri eða þrefaldri röð af ramgerðum planka- grindum, sem settar voru fram með gangstéttunum. Truflaði þetta þegar ögn umferð á föstudaginn. Hald- ið var áfram allan laugar- og sunnudag sleitulaust, og jafnframt var það boð Iátið út ganga, að öllum glugg- um skyldi lokað meðfram leiðumhinstignagestsámánu- daginn, og gætti lögreglan þess stranglega, að það bann yrði haldið. Þúsundir lögregluþjóna voru kvaddir til starfa auk hins venjulega liðs, enda varð ekki þverfótað fyrir þeim í borginni, þótt út yfir tæki heimsóknardag- inn. Ekkert skyldi til sparað að tryggja hið fyllsta ör- yggi og tálma því, að harmleikur á borð við morð Kennedys forseta endurtæki sig við komu hins heilaga Ekið var eftir ýmsum krókaleiðum að St. Patreks- kirkjunni, sem er hin mesta og veglegasta kaþólsk kirkja í Bandaríkjunum, gerð í gotneskum stíl. Minnir hún um búnað allan og stærð á hinar miklu miðaldakirkjur Ev- rópu. Meðal annars var ekið gegnum svertingjahverfið Haarlem, sem almennt er talið mesta örbirgðarhverfi borgarinnar og flestum sóðalegra. Þykir mörgum Banda- ríkjamanni það blettur á landi sínu og borg. Að þessu sinni hafði þó verið hreinsað þar til og prýtt eftir föng- um. En samt sögðu blöðin eitthvað á þessa leið: „Stræt- in í Haarlem hafa aldrei fyrr verið svo hreinleg, en eng- in hreingerning gat þó tálmað því, að páfinn hefði fyrir augum hinar endalausu raðir ömurlegra, hrynjandi fúa- kumbalda.“ Ferð páfa um þetta hverfi var táknræn. Hún skyldi sýna, að hann heimsækti eigi síður hina lægst settu í þjóðfélaginu en höfðingjana, og að hann léti sér 428 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.