Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 13
Æðey, er það að segja, að þau fundust rekin morgun-
inn eftir á þeim stað sem á Fæti heitir fyrir utan Isa-
fjarðardjúp. Voru þau dysjuð þar undir bökkunum.
Þegar undan eru skilin Spánverja-vígin 1615 er ekki
getið um róstur neinar né mannvíg í Æðey. Hún virð-
ist rniklu heldur vera staður einingar og friðar. Hún
kemur lítið við sögu í Dómabókum fyrri alda, og ann-
álar geta þar ekki stórviðburða af neinu tagi. Ein þjóð-
saga getur þess að vísu, að Hund-Tyrkir hafi eitt sinn
sótt Æðey heim og tekið sér þar bólfestu. Hafi þeir
gert þar virki og sótt þaðan til rána í ýmsar áttir. í
virkinu höfðu þeir byssur og voru því torsóttir. Samt
kom svo, að Vestfirðingar undu ekki óspektum og rán-
um Tyrkjans, heldur fylktu liði, fóru út í Æðey og
settust urn virkið. Höfðu þeir með sér mann fjölkunn-
ugan, og var sá Galdra-Leifi. Hann gekk fyrir byssu-
kjaftana, og við það urðu þær óvirkar. Síðan hröktu
Islendingar Tyrki úr virkinu og drápu þá. Sá sem fyrir
Tyrkjunum var, hét Bullufranki, komst í fyrstu undan
með fjársjóð einn mikinn eða peningakistu. Með hana
stakk hann sér til sunds og synti yfir að Ögurhólmum,
en í svokallaðri Bullufrankagjá sökk kistan. Segir ekki
af Bullufranka hundtyrkja meir.-------
Eftir miðja síðustu öld, eða nánar til tekið í desem-
berbyrjun 1864, skall á aftakaveður á Vestfjörðum,
sem varð næsta örlagaríkt fyrir Æðeyinga. Þá bjó í
Æðey Þorsteinn Þorsteinsson prests í Gufudal, kallað-
ur Thorsteinsen, kunnur dugnaðarmaður og hákarla-
formaður. Akvað hann að fara í hákarlalegu við níunda
mann þann 6. desember þá um veturinn, sendi eftir há-
setum sínum, sem heima áttu víðsvegar við Djúp. Veð-
ur var gott, þegar lagt var af stað, en sagt er þó, að
suma háseta Þorsteins hafi órað fyrir því, að ekki
myndu þeir eiga afturkvæmt úr þeirri för, og var í
þeim geigur. Aðrir gerðu ráðstafanir sem bentu til þess,
að þeir byggjust ekki við að koma aftur. Enginn veit
nú um afdrif Þorsteins og bátverja hans úr þeirri för
annað en það, að þeir höfðu haft hægan byr út með
ströndinni og síðan siglt til hafs. Um nóttina tók veður
mjög að versna, gekk til landnorðanáttar með hvass-
viðri og hríð, og herti veðrið sem á leið. Var veður svo
vont orðið um morguninn og daginn eftir, að það var
lengi í minnum haft vestur þar.
Þorsteinn varð mönnum almennt harmdauði, svo og
hásetar hans allir, því allt voru það dugnaðarmenn og
vel látnir í hvívetna. Seinna spunnust allskonar sögu-
sagnir um, að rekið hafi hluta úr bát þeirra vestur í
Aðalvík, og þar með að lík Þorsteins hafi rekið, en
þegar það fannst, hafi verið búið að ræna það fingur-
gulli, jafnvel höggva fingurinn af. Hafði ekkja Þor-
steins farið þess á leit, að yfirvöldin létu rannsaka mál-
ið, en því mun ekki hafa verið sinnt.
Síðan þetta skeði eru liðin nærfellt eitt hundrað ár.
En fám árum áður, eða 1851, fæddist sá maður, sem
Elisabet Guðmundsdóttir, eitt Æðeyjar-systkina, rneð elzta
son Guðrúnar fósturdóttur sinnar, en Guðrún er nti hús-
freyja i Æðey.
manna mest hóf veg Æðeyjar og gerði hana að sann-
kölluðu höfðingjasetri, — að konungsríki í hinu fagra
ísafjarðardjúpi. Þessi maður var Guðmundur Rósin-
karsson, kominn af miklum ættum vestur þar, en sjálf-
ur fæddur í Æðey. Rúmlega tvítugur að aldri kvæntist
Guðmundur Guðrúnu Jónsdóttur frá Arnardal, mikil-
hæfri konu og merkri á alla lund. Tveim árum eftir að
þau giftust, tóku þau við búi í Æðey og bjuggu þar
til dauðadags. Guðmundur lézt 1906, en Guðrún 1931.
Er óvíst að nokkru sinni hafi verið búið jafn stórmann-
lega í Æðey sem á dögum Guðmundar Rósinkarssonar,
og sagt var að þar hafi verið á 5. tug manns í heimili,
þegar flest var. Hann gegndi um daga sína flestum þeim
trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, sem helzt kröfðust úr-
ræða, manndóms og mannkosta, svo sem oddviti, hrepp-
stjóri, sýslunefndarmaður og þar fram eftir götunum.
Voru þau hjón bæði rómuð fyrir mannkosti, höfðings-
lund og gestrisni, og svo virðist sem þessir eiginleikar
hafi gengið í erfðir. Mun vart nokkurt heimili á íslandi
hafa verið rómað svo fyrir gestrisni sem Æðeyjarheim-
ilið, en þar hafa fram til þessa búið þrjú systkini, —
börn Guðmundar Rósinkarssonar og Guðrúnar konu
hans. í vor sem leið urðu ábúendaskipti í Æðey. Syst-
kinin þrjú sem áratugum sarnan höfðu haldið uppi merki
og sæmd foreldra sinna, brugðu búi, en nýir ábúendur
tóku við. En þótt systkinanna þriggja, þeirra Sigríðar,
Halldórs og Asgeirs væri mjög saknað, þótti það bót í
máli, að húsfreyjan nýja er dótturdóttir Guðmundar
Rósinkarssonar, Guðrún Lárusdóttir að nafni, svo að
enn vænta menn sér þar sömu höfðingslundar, sömu
gestrisni og sömu mannkosta sem þar hafa ríkt til þessa.
Heima er bezt 437