Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 8
ÞORSTEINN JOSEPSSON:
Stálpaður ungi í landareign Æðeyjar-bónda.
L-tm íað bil á norðurmörkum mannlegrar byggð-
ar rís eyja úr hafi í dýpsta firði íslands, ísa-
J fjarðardjúpi. Eyjan nefnist Æðey.
Æðey minnti mig á lítið konungsríki, þegar
ég kom þangað fyrir rúmum áratug. Bar margt til.
Sennilega þó fyrst og fremst sú reisn og höfðingsskap-
ur sem í hvívetna ríkti hjá húsráðendum, en líka það,
að þar finnst manni ríkja meira sjálfstæði í athöfnum
öllum heldur en í samkurlinu á meginlandinu, þar sem
ævinlega verður að taka meira tillit til náungans en
sjálfs sín, ef allt á ekki að fara í uppreisn og styrjöld.
Eyjarbóndinn er konungur í ríki sínu, óháður grönn-
um sínum, og boðorð hans hafa úrslitavald. Hann mótast
að jafnaði af aðstöðu sinni og einræði, og þar fyrst
nýtur skaphöfn einstaklingsins sín til fullnustu.
Ég hef komið í margar byggðar eyjar við strendur
íslands, og í flestar þeirra þótt gaman að koma, en
naumast nokkra eins og Æðey. Það er ekki aðeins að
lega hennar er óvenju fögur úti í miðjum hrikaheimi
hins ísfirzka Djúps, heldur öllu meira fyrir þá einstöku
alúð og innileik, sem mætti gestinum við fyrsta fót-
spor. Þar ríkir konungslund í fasi og fari gestgjafans.
Þar hygg ég hafa verið mesta gestrisni á íslandi.
Þegar ég kom til Æðeyjar, var sólskin og logn svo
mikið, að ekki gáraði sjóinn nema úr kjölfari bátsins.
Fjöll stóðu á höfði í sjónum, og land og haf skartaði
sínu fegursta. Það var vor, og fuglalífið í algleymingi.
Yfir öllu ríkti friðsæld, en þó ys og þys hins verðandi
lífs. A þvílíkum degi er það óviðjafnanleg stund að
koma út í Æðey.
Æðey er ekki stór, eitthvað á þriðja kílómetra á
lengd, og breiddin er tæpur helmingur lengdarinnar.
Hún er hólótt og smáhæðótt, og grasgefin öll og gróð-
ursæl, og skiptast á vall-lendis móar og mýrardrög. Lág
klettabelti með gjám og gjótum ganga sem nes í sjó
fram, en mesta hæð á eynni er röskir 30 metrar.
Undra víðsýnt er frá Æðey, þannig að hvergi mun
útsýni vera meira við Djúp né fegurra en þar. Sér alla
leið vestan frá Deild og Oshyrnu til flestra meiri hátt-
ar fjalla við sunnanvert Djúp allt inn til Vatnsfjarðar-
ness og Reykjaness, og síðan um mikinn hluta Laugar-
dals- og Snæfjallastranda út til Snæfjalls og Snæfjalla-
heiðar.
Bærinn í Æðey liggur við litla vík nálægt miðri
eynni, aðgrynni er þar mikið þannig, að skip eða stórir
bátar fljóta þar ekki inn, en hinsvegar er hún skjóla-
söm fyrir stórsjóum og brimi, því að tveir litlir hólmar
skýla henni að utan.
Eins og nafnið ber með sér, hefur æðarvarp oft verið
mikið í eynni, svo mikið meira að segja, að það er
hvergi talið jafn mikið á einni ey við íslandsstrendur
og þar. Æðarfuglinn heldur sig um alla eyna um varp-
tímann, og hafa stundum fengizt þar mörg hundruð
pund dúns yfir vorið. Mikið er og af öðrum fugli í
eynni, og þar eru t.a.m. allmiklar lundabyggðir. Má segja
432 Heima er bezt