Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 25

Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 25
eiginlegt þessum tveim stöðum sem hún átti eftir að lifa og heyja líf sitt á. Það var fegurðin. Bæði á Breiðabólstað og Kiðjabergi var og er töfr- andi fegurð, sem er mikilsverð fyrir alla sem vilja og geta notið uppsprettu hennar. Þegar eftir að móðir mín fluttist að Kiðjabergi hóf- ust störf hennar þar, er áttu eftir að standa þrotlaust í tæp 68 ár. Á næstu 8 árum eignaðist hún öll sín 6 börn, en þau eru: Guðrún Sigríður, f. 23. sept. 1887; Skúli, f. 11. sept. 1888; Steindór, f. 25. sept. 1889; Jón Ólafur, f. 8. okt. f 1890; Halldór Gísli, f. 20. sept. 1892; Ingi, f. 19. ágúst 1894. Á öðru ári eftir að hún giftist varð hún fyrir þeirri þungu raun, að eiginmaður hennar veiktist af liðagigt og var rúmfastur um hríð. Enda þótt hann næði all- góðri heilsu og háum aldri, varð hann vart jafn góður eftir hina hörðu legu. Sama ár, í des. 1888, varð hún fyrir þeirri djúpu sorg að missa skyndilega föður sinn, aðeins 63 ára. Árið 1893 dóu tengdaforeldrar hennar og á þeim áratug dó margt 2'amalmenna á heimilinu. Eftir að ég man verulega eftir móður minni, varð mér snemma Ijóst, að hún var hinn góði andi heimilisins er vakti yfir öllu og öllum. Hún gætti þess ætíð að heim- ilisfólkinu liði sem bezt og vel væri gert við það, enda hafði hún ráð á því og oftast var nóg af öllu, eftir því sem þá gerðist. Eiginmanni sínum var hún ástúðleg og vakti yfir því að allt væri í röð og reglu. Þó var ef til vill mest um vert, hve hugsun hennar og gerðir voru háðar börnum hennar og velferð þeirra. Hún vildi af fremsta megni vera öðrum til góðs og gerði mikið gott, enda var ekki vanþörf á því, því margir áttu bágt og við marga erfiðleika var að stríða. Ég hef varla verið nema 7—8 ára, er ég var að brjóta heilann um það, ( hvernig fólkið færi að, ef hún mamma væri ekki. Hún fylgdist með öllu, bæði úti og inni og gætti þess ávallt, I er mikið var í húfi með hirðingu á heyi, að gera enn betur, en ella, við fólkið með aukakaffi og brauði. Heimilið var fjölmennt bæði vetur og sumar og oft- ast bæði börn og gamalmenni. Mun móðir mín hafa alið upp nærri 20 börn, að meira eða minna leyti. Fjöl- mörg voru og þau gamalmenni, sem dvöldu þar árum saman og hlutu þar hinnztu hvíld. Oft var mjög gestkvæmt og dvalargestir á sumrum. Móðir mín las stöðugt húslestra og passíusálma og þótti lestur hennar fagur og eftirminnilegur. Hún hafði milda og fagra söngrödd og lék á orgel. Var hún um hríð forsöngvari í sóknarkirkju sinni og lánaði orgel sitt kirkjunni, til að reyna með því að örva kirkjusókn. Hún stofnaði kvenfélag í sveitinni og var lengi for- maður þess og á ýmsan hátt reyndi hún að efla og styrkja allt sem miðaði til gagns og nytsemdar fyrir byggðarlagið. Faðir minn var hreppstjóri í 42 ár og lengi sýslu- Frú Soffía Skúladóttir og brœður hennar. Kiðjabergshjónin ásamt börnum sínum. Kiðjabergshjónin, ásamt börnum sínum og Guðrúnu móður Soffiu og heimafólki. Heima er bezt 449

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.