Heima er bezt - 01.12.1965, Side 18
En slíka aðstöðu skorti Eyvind á Karlsá og þar í
grend. Þar var land of hátt og of útgrunnt við Sand-
inn. Efins vegar var aðstaðan all góð á Litla Árskógs-
sandi (Birnunessandi), aðdýpi meira, fremur lágur og
laus malarkambur og ákjósanleg lægð ofan við hann.
Og þarna mun Eyvindur hafa gert duggu sinni gróf
eða „dokku“, eins og þetta var síðan kallað, og geymt
hana í yfir veturinn. Segir sagan (Þ. Þ.) að þar hafi
síðan heitið Duggulág. Minnir mig að ég heyrði gaml-
an bónda á Árskógsströnd segja það 1910, að gamalt
fólk í æsku hans hafi bent á staðinn og þótzt sjá glögg
merki hennar. Eins er það með grjóthlóðirnar, sem sögn-
in er um að Eyvindur „hitaði bráð á duggu sína“ í. Þar
hafði verið byggð sjóbúð og hlóðarsteinarnir fjarlægð-
ir, segir Þorsteinn Þorsteinsson. Má það einnig rétt vera,
því að undir brekkunni þar, sem líklegt má telja að
Duggulág hafi verið, voru gamlar búðartóftir þá, en
líklega síðar byggt þar lítið timburhús og þær þá jafn-
aðar við jörðu.
En er það var ráðið, að duggan yrði bezt geymd í
vetrarlægi á Árskógssandi er skiljanlegt, að Eyvindur
vildi heldur búa þar í nágrenni en úti á Karlsá, þótt
ekki kæmi annað til, sem ekki er vitað um. Hann nær
því tangarhaldi á Krossum, sem er jörð þar í nágrenni,
og er þangað með vissu fluttur 1712 og þá kominn í
nágrenni við tengdafólk sitt í Stærra Árskógi. Og vel
gæti það hugsast, að jafnvel þótt duggan sé smíðuð á
Karlsá, sem efalaust er talið, þá hafi Eyvindur e. t. v.
lagt síðustu hönd á það verk í Grófinni á Árskógssandi.
Gæti sögnin um hlóðirnar og „bráðina“ bent til þess.
Eins og áður segir er óvíst um stærð duggunnar. Hún
er talin haffært skip, þ. e. að henni sé hægt að sigla til
útlanda. En engar sagnir eða heimildir segja frá því að
svo hafi verið gert. Og ekki er heldur vitað, að hún
hafi víða farið hér við land. Þó er líklegt að hún hafi
orðið eldri en talið hefir verið. Því að hafi hún verið
fullsmíðuð um 1712, gat hún hafa verið á ferli í 5 sum-
ur, eða jafnvel 7. En ekki fara af því sögur að hún hafi
siglt víðar en um Eyjafjörð og Skagafjörð, farið til
Grímseyjar og Kolbeinseyjar eftir eggjum og fugli o.
fl. Víðar ekki, þótt svo kunni að hafa verið. Og heldur
er þess ekki getið, að annar hafi stýrt henni en Eyvind-
ur sjálfur. Ekki er að efa sjómennsku hans og dugnað,
en kunnáttumaður getur hann varla hafa verið til mik-
illar farmennsku.
Heimildum og sögusögnum ber saman um það, að
dugga Eyvindar hafi farizt við land og brotnað í spón.
Segir Bólu-Hjálmar að það hafi gerst á Sauðanesvík í
ofsaroki. En það er án efa rangt. Hitt mun rétt, að hún
hafi farizt við Hofsós, slitnað upp af legu og brotnað
þar á klöppunum, og að með henni fórst einn maður,
sem Eyvindur fékk ekki í land með sér, en slapp sjálfur
með naumindum. Og þetta mun hafa gerzt snemma
sumars 1717 eða 1719. Vallaannáll, sr. Eyjólfur lærði
Jónsson, hefir fyrra árið, en Sjávarborgarannáll, Þorlák-
ur Magnússon bóndi í Gröf, hið síðara. Báðir voru þeir
samtíðarmenn Eyvindar og máttu vel um þetta vita, og
skal því ósagt látið, hvort ártalið er réttara, þótt mér
þyki heldur líklegra hið fyrra, bæði vegna þess að jafn-
an hefir verið talið, að duggan yrði mjög skammlíf, og
svo hitt, að sr. Eyjólfur er talinn mjög traustur annála-
ritari, og er ekki á hinn hallað með því.
í bókinni um Þorstein Daníelsson á Skipalóni, þar sem
Eyvindar er getið, kemst höf. svo að orði: „Þessi þil-
skipasmíð Eyvindar er mikið afrek. Þótt skútan færist
með svo skjótum hætti, aðeins fárra ára, hefir smíði
hennar mátt verða til þess, að auka eyfirzkum skipa-
smiðum kjark og hvetja þá til að vanda betur til verka
sinna. Þilskip Eyvindar er eina norðlenzka skipið sem
notað var til flutninga hafna á milli á átjándu öldinni.
Og öðrum þræði ætluð til þeirra hluta .... “
Missir duggunnar hefir orðið Eyvindi mikil von-
brigði, sem nærri má geta, er hann horfði á þetta eftir-
lætisstórvirki sitt í rústum, sem hann hafði bundið við
svo miklar vonir. Það hefir líka reynst honum þungt
áfall, ekki aðeins efnalega, heldur mun það líka hafa lam-
að áhuga hans og framkvæmdaþrek. Búmaður mun hann
ekki hafa þótt, enda fara engar sögur af honum á því
sviði, hefir vafalaust þótt of eyðslusamur og stórtækur
um of, sem var að sjálfsögðu gagnstætt þeim tíðaranda
er þá ríkti hjá alþýðu manna, sem varð að vera smátæk
á alla eyðslu til þess að geta dregið fram lífið. Allt sner-
ist hjá Eyvindi um sltipasmíðarnar og sjómennskuna.
Þar var hæfileikum hans og hugðarefnum markaður bás.
Og nú stóð hann uppi slippur og snauður að því er ætla
má. Kannski hafa foreldrar hans verið dánir þegar hér
var komið og hann, einbirnið, erft eitthvað eftir þá, og
sjálfur hafði hann all mikið umleiMs. Samt má gera ráð
fyrir að duggan hafi svo að segja verið aleiga hans, og
að það sé rétt sem segir í gamalli vísu, líklega ortri með-
an þetta var í fersku minni:
„Borðasjóinn brimskafl hár,
braut í spánu fyrir rekk.
Með úfinn hug og eignafár
Eyvindur á brottu gekk.“
Og það er ekki vitað að Eyvindur hafi átt við sMpa-
smíðar að neinu ráði eftir að stóra duggan fórst, og
alls ekki fyrir sjálfan sig.Þar hefir líklega skort bæði vilja
og efni. Og þótt hann gæti haldið að nafni til eign sinni
á Krossum, þá var jörðin æ síðan í sterkum veðböndum,
þangað til hún var seld á uppboði eftir hans dag.
Og nú steðja ólögin að Eyvindi duggusmið, og var
hið næsta heimatilbúið, — hjónaband hans fer út um
þúfur. Kona hans var Þórunn Sæmundsdóttir prests að
Stærra Árskógi, sem fyr getur. Mun ekki hafa verið sér-
lega kært með þeim Eyvindi og presti um skeið, því að
klerki þótti hann lítt kirkjurækinn og ekki taka áminn-
ingum eins og skyldi, enda hafði hann kært hann fyrir
þær sakir. Tókust þó sættir með þeim 1716. Og í stór-
mælum er sr. Sæmundur átti síðar við bóndann í Hrísey,
442 Heima er bezt