Heima er bezt - 01.12.1965, Page 21

Heima er bezt - 01.12.1965, Page 21
kærði Eyvindur sýslumann fyrir amtmanni og Jón sömuleiðis Eyvind, og logaði nú heldur glatt kringum gamla manninn. Skyldu svo þessi mál tekin fyrir á Al- þingi 1746 og reið Eyvindur þangað. Flutti hann mál sitt sjálfur á þinginu 11. júlí, gegn Jóni tengdasyni sín- um og sýslumanni, Bjarna Nikulássyni. En nú var gripið í tauminn. Eyvindur veiktist á þing- inu og gat ekki sinnt frekar máli sínu, komst naumlega heim til sín og andaðist þar seint í ágúst um sumarið. Dæmdi Skúli Magnússon í máli þessu og féll það á Ey- vind, sem búast mátti við, þar sem samningurinn um helmingaskiptin þótti óvéfengjanlegur. Mun nú varla með vissu Ijóst hvað olli því, að Eyvindur taldi sig nauð- beygðan til að rifta honum. Þannig urðu þá ævilok Eyvindar Jónssonar duggu- smiðs. Og má segja, að varla yrði sú reisn yfir síðustu árum ævi hans, er þykja mætti hæfa fjölþættum gáfum hans og atgerfi. En óbuguð var víkingslundin til síðustu stundar, og ekki af hólmi hopað fyrr en í fulla hnefana. En þung raun má segja að það hafi hlotið að vera Ey- vindi, að verða að skilja í fullri ósátt við suma þá, er næstir honum stóðu. Á hinn bóginn fór nú svo, að hans forni fjandi, sr. Einar Hálfdánarson, virðist hafa reynst honum vel þess- ar síðustu stundir. Úr hendi sr. Einars þáði Eyvindur sakramentið, og hann kom í veg fyrir að Eyvindur heyrði Jón tengdason sinn lesa yfir sér stefnu, sem mælt er að hann hafi gert og ætlað Eyvindi að heyra. Eru þessi síðustu viðskipti hinna gömlu óvina, Eyvindar og sr. Einars, athyglisverð og lýsa frækilegum sigri þeirra beggja. Ekki er nú annað vitað, en að viðskipti Eyvindar við landseta á klausturjörðunum hafi verið áfallalaus. Og víst mun hann hafa skilvíslega greitt þá skatta og skyld- ur af umboðinu er honum bar. Annars hefði hann ekki haldið því. En með þessu er þá líka játað, að Eyvindur hafi staðið sig vel við umboðsstarfið og reynst þar trúr og dyggur starfsmaður, enda virðist hvergi reynt að halla á þann hátt í öllu málastappi hans. Hinsvegar valda málaferlin því, að nafn hans syðra er fremur bendlað við hina lakari þætti í fari hans, og því ekki sú reisn yfir því þar, sem hann átti skilið. En kannski hefir þessi barátta verið honum eðlislæg nauðsyn þótt ekki væri hún ánægjuleg, — glíman við brim og boða í ein- hverri mynd. Þann vitnisburð fær Eyvindur Jónsson hjá Hannesi Þorsteinssyni, að hann hafi verið „hin mesta hetja við hvað sem var að etja. En ódæll nokkuð og óþýður í skapsmunum. En enginn vafi er á því,“ segir H. Þ., „að Eyvindur hefir verið mikilmenni á marga lund og mik- ið í manninn spunnið, þótt þverbrestir væru í skapgerð hans og víkingseðlið nokkuð ótamið.“ Þessi dómur hins kunna fræðimanns um Eyvind duggusmið mun vafalaust sanni nær, eftir því sem um hann er vitað. En þá verður að hafa það í huga sem sagnir herma um uppeldi hans og æskuár, hve fátt varð Framkvœmdastjóri og stjórn Hf. Ofnasmiðjunnar við minnis- merkið eftir afhjúpunarathöfnina. Frá vinstri: Sveinbjörn Jónsson, Björgvin Sigurðsson, Guðm. H. Guðmundsson og Björn Sveinbjörnsson. þar til að milda fremur hrjúfa skapgerð og einþykka, og hlynna að augljósum hæfileikum hans. Og mjúkan og Ijóðrænan streng hefir hann þó átt í brjósti sínu, sé þessi vísa eftir hann, sem talið er: „Slyngur er spói að semja söng syngur lóa heims um hring kringum flóa góms um göng glingur kjóa hljóðstilling.“ Og ekki er honum borin illa sagan um tvítugsaldur heima í sveit sinni. Þá er á manntalsþingi lesinn þessi vitnisburður um Eyvind Jónsson: „Góð og ærleg hegð- un og breytni.u Og á ýmsu má sjá hjálpfýsi hans. Hitt er svo augljóst mál, að bágt og skilningslítið aldarfar á framtaksvilja hans, óblíð kjör og óhöpp gerði honum þungt í brjósti og sveigðu hann af þeirri braut, sem hann virtist fæddur til að feta. En það hafa á öllum öldum orðið hlutskipti margra mikilhæfra manna, að vera langt á undan samtíð sinni á einu og öðru sviði. Og slík örlög hreppti Eyvindur duggusmiður á sinni tíð. Eyindur Jónsson á fjölda afkomenda sunnanlands. Þar voru börn hans þrjú og áttu tvö þeirra afkomend- ur, þau Kristín, sem var hjónabandsbarn og gift Jóni lögsagnara Sigurðssyni, sem fyrr greinir, og Nikulás, sem Eyvindur átti með konu, er Steinunn hét Þorsteins- dóttir, eftir að hann kom austur. Þriðja barnið, Hrólfur, sem var hjónabandsbarn, átti ekki afkomendur. Má nefna meðal afkomenda Eyvindar, þau Önnu Borg leik- Heima er bezt 445

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.