Heima er bezt - 01.12.1965, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.12.1965, Blaðsíða 22
Aletrunin sem að Múlaveginum snýr. MEÐAN ISLENZHT FLYTUR FAR 06 FGRNAR 5A6NIR GEYMAST AFREK DUG6U-EYVINDAR Aletruð staka eftir Jökul Pétursson málarameistara, á fleti sem að sjónum snýr. konu og Birgi Kjaran rithöfund, en hann mun kominn í beinan karllegg frá Eyvindi. (Sbr. Blanda III H. Þ.) Þess skal svo að lokum getið, að Eyvindi duggusmið og afreki hans fyrir hálfri þriðju öld, hefir á þessu ári verið reist táknrænt og virðulegt minnismerki við Karlsá á Upsaströnd, þar sem duggan var smíðuð. Er minnis- merkið allt af stáli slegið, — skip með hollenzku lagi þeirra tíma, siglandi fullum seglum. Skal það og einnig minna á afrek þeirra fyrritíðarmanna, sem við fátæk- legar og erfiðar aðstæður gerðu skip og báta, sem vitni báru um hagleik þeirra og dug, en þjóðinni var lífsnauð- syn að eignast. Minnismerki þetta hefir stjórn Ofnasmiðjunnar h.f. í Reykjavík látið gera af mikilli rausn og prýði, sett það upp og gefið í ofanrituðum tilgangi. En frum- kvæðið að þessu mun eiga stofnandi Ofnasmiðjunnar og framkvæmdastjóri, Sveinbjörn Jónsson, sá hugvit- sami og mikilhæfi Svarfdælingur og ágæti drengur. Er þessi framkvæmd öllum, er að henni standa, til mikils sóma, og ber þeim þökk og heiður fyrir óvenjulegt framtak, ræktarsemi og fórnarhug, sem þetta minnis- merki um Duggu Eyvind vitnar um. HARALDUR ZOPHONIASSON: Cyuindur duggusmibur jjakkcir fyrir sig „Heill sé ykkur, sem hingað sóttu, konur og karlar til Karlsár norður, virðing að votta og vegsauka í mynd og máli minn að efla. Hefur að unnið ötullegast Sveinbjörn forstjóri hinn svarfdælski. Raunhyggju sýnir. og ræktarsemi við fósturbyggð og fornar dyggðir. Vel sé honum og verum öðrum, sem huga og hönd hér að réttu: minnismerki um mig að reisa óbrotgjarnt á æskustöðvum. Grípur nú geð mitt gleðiklökkvi. Þakka heilshugar heiður sýndan. Segja má að sé sannarlega vel að verið af vandalausum. Enn var ég ungur er eikju smáa skóp og skreytti í skógarleyni. Er fleytti ég henni í fyrsta skipti hló mér hugur í heitu brjósti. Seymdi ég saman síðar á ævi duggu dáfríða og dró úr nausti. Er fáguð hún flaut fyrir landi dátt var í sinni duggusmiðnum. Hásigld og hraðskreið á hrannarleiðum sveif undir seglum um sund og ála. Fór þar í förum í fyrsta sinni íslenzkt þilskip á Eyjafirði. í dag er mér goldið af dreng snjöllum, mitt smíðakaup með sæmd veittri. uppsker ég ávöxt iðnar minnar, amsturs, yndis og eljustunda. Heilir héðan er hingað komu, allir sem einn og Eyvind glöddu. Kveður svo karl, kominn til ára, þegna þjóðholla, þakkarhrifinn.“ Vaxi að völdum til vegs og frama auðna og ársæld Eyjafjarðar, minnismerkið á meðan stendur um dverghaga duggusmiðinn. 446 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.