Heima er bezt - 01.12.1965, Side 23
STEINDÓR GUNNLAUGSSON:
Soffía Skúladóttir, Kiéjabergi
100 ára minning
Móðir mín, Soffía Skúladóttir húsfreyja á Kiðja-
bergi, var fædd að Breiðabólstað í Fljótshlíð
29. dag desembermán. 1865. Foreldrar henn-
ar voru hin merku hjón, séra Skúli Gíslason
prófastur á Breiðabólstað og kona hans, Guðrún Þor-
steinsdóttir. Séra Skúli var fæddur 14. ágúst 1825 að
Vesturhópshólum. Foreldrar hans voru séra Gísli Gísla-
son síðast prestur á Gilsbakka og kona hans Ragnheiður
Vigfúsdóttir Thorarensen á Hlíðarenda. Hann varð
kandidat í guðfræði við Kaupmannahafnar háskóla 1855
og ári síðar var honum veittur Stóri-Núpur, en 1859
var honurn veittur Breiðabólstaður í Fljótshlíð og var
hann þar prestur og prófastur til dauðadags 2. desem-
ber 1888.
Hann kvæntist 1. júní 1858, Guðrúnu Sigríði Þor-
steinsdóttur prests í Reykholti, en kona hans var Sig-
ríður Pálsdóttir. Guðrún kona hans var fædd 24. nóv.
1838 en hún andaðist að Kiðjabergi 19. des. 1918. Heim-
ili þeirra að Breiðabólstað var eitt hið merkasta í land-
inu og sannarlegt menningarheimili. Var það ekki að-
eins húsbóndinn, sem þar átti heiðurinn, heldur engu
síður kona hans sem stóð örugg og traust við hlið hans
og veitti heimilinu forstöðu af víðkunnum myndar-
brag.
Séra Skúli var strax í skóla skáld gott, eins og hann
átti kyn til. Hann þótti mikill prestur og héraðshöfð-
ingi. En ekkert mun þó halda minningu hans eins lengi
uppi og þjóðsögur hans, en þær eru ekki aðeins miklar
að vöxtum heldur skrifaðar af óviðjafnanlegri snilld,
sem seint mun fyrnast.
Börn þeirra urðu 13, en svo var barnaveikin þá skæð,
að aðeins 5 þeirra komust til fulltíða aldurs. Einn þeirra
bræðra, Þorsteinn, dó þó á þrítugsaldri í Vesturheimi
og var þá nýorðinn prestur þar. Þótti hann afburða
þrekmaður og glæsilegur í sjón. Hann hefur verið tal-
inn eitt mesta skáld á skólaárum sínum. Voru því að-
eins 4 systkinanna sem náðu fullorðins aldri. Voru þau,
auk móður minnar: Séra Skúli í Odda, Helgi bóndi á
Herríðarhóli og séra Gísli á Stóra-Hrauni. Var alla tíð
mjög kært með þeim systkinum.
Móðir mín ólst upp hjá foreldrum sínum á Breiða-
bólstað og hlaut hið bezta uppeldi. Utan heimilis var
hún aðeins vetrartíma á heimili Guðmundar Thorgríms-
sen, verzlunarstjóra á Eyrarbakka og konu hans Sylvíu
Níelsdóttur.
Tvítug að aldri, 9. júlí 1886, giftist hún Gunnlaugi
Þorsteinssyni á Kiðjabergi í Grímsnesi, f. 15. maí 1851,
á Ketilsstöðum á Völlum. Foreldrar hans voru hjónin
Þorsteinn Jónsson, sýslumaður og kanselliráð frá Ár-
móti og Ingibjörg Elísabet Gunnlaugsdóttir Oddsen,
dómkirkjuprests í Reykjavík.
Hinn 12. s. m. flutti hún alkomin að Kiðjabergi og
hófst þá hin eiginlega saga hennar, sem bæði var löng
og merkileg. Ekki svo að skilja að hún hæfist ekki fyrr.
Saga hennar byrjaði í fyrstu bernsku. Hún var snemma
elskuð af sínum nánustu og öllum sem hún kynntist og
hafði snertingu við. Og hún elskaði foreldra sína, syst-
kini, skyldmenni og alla sem hún þekkti og hafði kynni
af. Hún geymdi þá minningu í leitandi hug sínum og
varð grundvöllur lífs hennar. Aðdáun hennar á fegurð
og tign Fljótshlíðarinnar ogBreiðabólstaðar þvarr aldrei.
Hún dáði tign Eyjafjallajökuls, fegurð hans og mikil-
leik. Þessi aðdáun hennar á fegurð og mikilleik um-
hverfisins, varð grundvöllur og uppistaða lífs hennar
alla hennar ævi.
Þegar hún fluttist að Kiðjabergi varð mikil breyting
í lífi hennar. Aðeins tvítug að aldri átti hún að taka við
húsmóðurstörfum á fjölmennu heimili, sem var allólíkt
því sem hún hafði alizt upp á. Margt var þar nokkuð
roskins fólks, þar á meðal tengdaforeldrar hennar, sem
áttu eftir að ljúka ævi sinni á heimili hennar.
Umhverfið var líka ólíkt. í Fljótshlíðinni var mjög
þéttbýlt, en í Grímsnesinu var strjálbýlt, vegalaust og
snjóþungt og umflotið sundvötnum. En eitt var þó sam-
Breiðabólstaður i Fljótshlíð.
Heima er bezt 447