Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 12
Nokkru innan við Æðey, norðanmegin Djúpsins, er djdsn Vestfjarða: Kaldalón. Þar nær gróðurlendið inn að jökulrótum, og
andstæður m’klar jafnt í litum sem gróðurfari.
hlutu líf láta
og lengi vörðust.
Naktir blóðkroppar
næst voru dregnir
og bylt í brimólgur
fyrir björg ofan.
U
Þannig orti Jón um Spánverjana, og má finna það
bæði í frásögn hans og Ijóði, að Jón hefur haft samúð
með þeim og fundist ómannúðlega og ódrengilega að
þeim vegið. Þessari afstöðu Jóns reiddist Ari sýslumað-
ur í Ögri, svo að Jóni varð ekki lengur vært í sýslunni
og flýði suður á Snæfellsnes. Sagði Ari síðar, „að sagð-
ur Jón Guðmundsson málari sé slægur maður og óholl-
ur og hafi þaðan úr sveitum runnið fyrir ósteit, lygar,
óráðvendni og sakbitna samvizku, af því að farið hefði
með buldur oftlega og mas, rugl og vondar ræður, og
aukið svo sundurþykkju og tvídrægni manna á meðal.“
Til er annað kvæði samtíðarmanns um Spánverja-
vígin. Það orti Ólafur prestur Jónsson að Söndum í
Dýrafirði. Skáld var hann öllu betra en Jón lærði, en
leit hinsvegar allt öðrum augum á málið og taldi Spán-
verja illþýði hið mesta, óalandi og réttdræpa varga og
samdi þessvegna einskonar siguróð um þessi miskunn-
arlausu víg. Séra Ólafur kvað:
„Burgeis ríkur bjó sig þá,
bæði af dyggð og hreysti,
undirgefnum frelsi að fá,
fólk svo úr vanda leysti,
tilsjá guðs hann treysti.
Veglegan flokk sér valdi hann,
vasklega svo með allan þann
til Æðeyjar reisti.
Á Sandeyri sagt var mér,
að sum ránsþjóðin væri.
Sýslumaður og sveinarner
sátu ei af sér færi,
mjög þó myrkt þá væri,
greitt sér tóku gang á hönd,
svo greindum bæ á Snæfjallaströnd
þá brátt á bæri.
Dauðasvefn féll drengi á,
dúrinn kom þeim að meini.
sjálfur guð mun svæft hafa þá,
svo þeir hryggð með kveini
rétt strax þar þá reyni.
Hermenn stríddu á hús og dyr,
hinir ei kendu skaðans fyr
en skall í beini.
í Æðey urðu og einnig þar
átján dauða að líða.
__ U
Þessa voðanótt í Æðey og á Sandeyri var ofsalegt
veður, þannig að eldingum laust í fjöll, og taldi Jón
lærði það reiðiteikn frá guði gegn Ára, en Ari taldi
þetta vera eldsverð æðri máttar og fyrirboði um sigur
sinn yfir spönskum. Á þann hátt eggjaði hann menn
sína til framgöngu.
Um lík Spánverjanna, sem kastað var fyrir björg í
436 Heima er bezt