Heima er bezt - 01.12.1965, Síða 38
Guðmundur Guðmundsson skólaskáld er fæddur að
Hrólfsskálahelli í Landsveit, hinn 5. september 1874, en
dáinn í Reykjavík hinn 19. marz 1919.
Hann var eitt vinsælasta ljóðskáld íslendinga um og
eftir síðustu aldamót, og mörg ljóða hans eru mikið les-
in, lærð og sungin enn þann dag í dag. Hann hefur ort
mörg fögur jólaljóð og ætla ég í þessum þætti að birta
tvö sýnishorn af hans fögru jólaljóðum.
Fvrra Ijóðið heitir:
JÓLABARNIÐ.
Sjá lítinn svein í lágri jötu,
er ljósið alheims stafar frá.
Hann kom til þess að greiða götu
til guðs og friðar barnsins þrá.
í hljóðri kyrrð á helgri nóttu,
á heimsins inestu gæfustund,
hann englar heim frá himni sóttu,
cr hvíldi fold í rökkurblund.
Af brosi hans um brá og hvarminn
og brjóstin móður ljómi skein,
er lagði hún sér við ljósan barminn
hinn litla fagra, góða svein.
Og þú átt líka að líkjast honum,
mitt Ijúfa barn um ævistig,
svo geisli af kærleik, vori og vonum
allt vermi og lýsi kringum þig!
Síðara Ijóðið heitir:
JÓLAHARPAN.
í mánaskininu hrím og hjarn
um hóla og dali glitrar.
Frá kirkjunni ómar af aftansöng
und alstirndum himni titrar:
Jól, jól, jól
í samhringing undur inilt ómar.
Jól, jól, jól
í gcislanna litskrúði ljómar, —
á ljósvakans öldum sól frá sól
það samstillt og unaðsríkt hljómar.
Og stcrkast í hcrrans helgidóm
á hjörtu vor fær sá kliður, —
í jólahiirpunnar unaðsóm
frá upphæðum stígur niður
í mannshjartað fró og friður.
Sú harpa geymir þann guðdómsmátt,
er geta ekki aldir brotið,
hún lyftir úr duftinu hugum hátt,
þótt höfuð sé þreytt og lotið.
Jól, jól, jól
það ómar í huggandi hreimi.
Jól, jól, jól
er hljómmildast orðið í heimi.
Það lýsir í myrkri sem morgunsól
í máttarins ómælis geimi.
Og fegurst og blíðast í barnsins sál
þeir blíðrómar skærir streyma.
Við hlýrra minninga helgi-bál
þeir himneskan voryl geyma
þeim aldrei er unnt að gleyma!
í Nýjársnóttinni, eftir Indriða Einarsson, sem kaflar
birtast úr hér í þættinum, er efni leiksins byggt á huldu-
fólkstrú og huldufólki.
Guðmundur Guðmundsson skólaskáld orti líka um
huldufólk, og í minningu um það og Nýjársnóttina,
birtast hér þrjú erindi úr hinu hugljúfa ljóði er nefnist:
KIRKJUHVOLL.
Hún amma mín það sagði mér: „Um sólarlags bil
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til.
Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar,
þeir eiga kirkju í hvolnum, og barn, er ég var,
í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin.“
Hún trúði þessu hún amma mín, — ég efaði ei það,
að allt það væri rétt, er hún sagði um þann stað.
Ég leit því jafnan hvolsins með lotningu til,
ég lék mér þar ei nærri um sólarlagsbil.
Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin.
F.r aftanblikið sveipar fjöll um sólarlagsbil
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til.
Þú vcrður aldrei samur og áður, alla stund
í cyrum þér mun gjalla fram að síðasta blund
hinn undarlcgi samhljómur klukknanna á kvöldin.
Þegar þetta jólablað bcrst til lcsenda víða um land,
vcrður vafalaust liðið nær jólum. Ég vil því nota tæki-
færið og senda hlýjar jólakvcðjur til allra lescnda þátt-
arins, og jafnframt þakka ég hlýlcg bréf og góða sam-
vinnu á árinu, scm er að líða.
GLEÐILEG JÓL!
Stefán Jónsson.
•162 Heima er bezt