Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 9
Höfnin i Æðey, Æðeyjarhús. að á vorin sé þar kvikt líf í hverri laut og á hverri þúfu, og jafnvel tún og kofaþök þakin eggjum og fugli. Það er líf sem óvíða á sinn líka. Þegar Þorvaldur Thoroddsen kom út í Æðey 1887, segir hann, að þar hafi hvorki verið til mús né köttur, hvort svo er enn, veit ég ekki. Selveiði var þar töluverð áður fyrr, en talið er að hún hafi minnkað, þegar kom fram á síðustu öld. Eins og að líkum leiðir er talsvert um örnefni í Æð- ey, og flestar helztu hæðir á henni heita borgir. Þannig er þar Grunnborg, Miðborg, Stóraborg, Vatnsborg og Kofuborg. Sum örnefnanna eiga sér ákveðna sögu. Þar er t. d. suður á eynni klettastallur, sem heitir Eyvind- ar-hjalli. Þar renndi Eyvindur einhver færi í sjó og fékk á færið svo stóra lúðu, að hlutverkaskipti urðu í viður- eigninni þeirra á milli, þannig að það var lúðan, sem dró Eyvind á sjó út, og þar lét hann líf sitt við lítinn orðstír. Nafn hans hefur þó orðið eilíft í sambandi við klettinn, sem hann sat á, þegar þetta einstæða atvik gerðist. Merkasta örnefnið í Æðey er samt Gulunef, sem er á norðurhluta eyjarinnar. Við það örnefni er bundin mikil og átakanleg harmsaga, sem að eilífu verður tengd Æðey. Það er sagan um Spánverjavígin 1615. Spánverja-vígin voru í röð meiri háttar atburða á Islandi á 17. öld, og er þeirra rækilega getið í annálum og Alþingisbókum, en þó einna ítarlegast og samfelldast í frásögn Jóns Guðmundssonar lærða. Til er og stutt frásögn, sem geymd er í handritasafni Stokkhólmsborg- ar. Elún er eftir Jón Eggertsson og hljóðar svo: „Ari Magnússon lét í hel slá 34 spánska ræningja og illvirkja, sem komu þar á land í hans umráðandi sýslu og settust þar á land um veturinn, þar þeir höfðu brot- ið skip sitt. Og hvað vel landsinnbyggjendurnir gáfu þeim til fæðu og annarrar lífsnauðþurftar, vildu þeir ei þar með nægjast, heldur þar á ofan ræntu fémunum rnanna og brutu upp húsin, sýndu sig í að hengja einn prest í kirkjunni, þó að það hindraðist fyrir hjálp ann- arra íslenzkra, sem að komu. Þeir skáru brjóstið af einni dándiskvinnu. Líka létu þeir af sér merkja, að þeir vildu ráða af dögum áðurnefndan sýslumann, Ara Magnússon, og taka hans hústrú, og mörg slæm skelm- isstykki auðsýndu þeir, hvar fyrir téður sýslumaður Ari samsafnaði mönnum og lét drepa þá. F.inn af þeim komst undan á sjó. Sá hét Marteinn. Hann kunni þá konst, að hann gekk sjóinn nær þurrum fótum, og svo hart hljóp hann undan þeim íslenzku á sjónum, sem eltu hann á sexæringi með kappróðri, að þeir fengu hann varla upp dregið. Um síðir, nær þeir svo nærri honum voru komnir, stakk hann sér í kaf, var lengi niðri, kom þó upp um síðir og náði annarri sinni hendi í borðstokkinn og vildi hvolfa skipinu, en einn skip- verja hjó af honum höndina. Sökk hann síðan og kom aldrei upp aftur.“ Þessir Spánverjar voru hvalveiðimenn, flestir Baskar frá St. Sebastían við Biskayaflóa, en einhverjir þessara Heima er bezt 433

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.