Heima er bezt - 01.12.1965, Side 7

Heima er bezt - 01.12.1965, Side 7
væru andstæð lífinu. Var það hið eina atriði ræðu hans, sem lítinn hljómgrunn fékk. í lokaþætti ræðunnar minnti hann á, að í framtíðinni hlytu alheimssamtök að hvíla á fleiri stoðum en efna- hagsaðgerðum, „því að ef svo er, þá eru þau það hús, sem byggt er á sandi. Tími er kominn til endurnýjunar hugarfarsins. Ilættan sem vofir yfir mannkyninu stafar ekki af vísindunum, heldur frá manninum sjálfum, sem nú hefur fengið valdið til eyðileggingar sinnar í eigin hendur“ .... „í stuttu máli sagt. Bygging nútímamenn- ingar verður að hvíla á andlegum grunni, sem ekki ein- ungis styður hana, heldur einnig lýsir henni og lífgar. Eins og yður er kunnugt trúum vér því, að grundvöllur alls æðri vísdóms sé trúin á Guð. Þann Guð, sem Páll postuli boðaði Aþenumönnum á sinni tíð. Þeir þekktu hann ekki, en engu að síður og án þess að vita af því, leituðu þeir hans, og hann var þeim nálægur, eins og hann er enn nálægur mönnunum á vorum dögum.“ Aleira skal ekki tilfært hér af orðum páfa. Menn hlýddu ræðu hans í þögulli aðdáun. Ef til vill hrifust menn ekki svo mjög af orðunum sjálfum, og margir hefðu áreiðanlega vænzt meiri þrumuræðu, en þarna var flutt, en menn hrifust af þeim þunga sannfæringar og alvöru, sem lá að baki hverju orði og hverri setningu. Menn fundu að þessi látlausi, hógværi maður, talaði af valdi og þekkingu. Elann var ekki þar að flytja mál sitt sem einstaklingur heldur talaði hann fyrir munn allra þeirra milljóna, sem játa kaþólska trú. Og það var auð- fundið, að hann gerði sér ljóst í hvers krafti hann talaði, hver ábyrgð fylgdi orðum hans og ummælum. Enginn þeirra fulltrúa, sem ávörpuðu Allsherjarþingið bæði fyrr og síðar hefur haft slílcan einhuga söfnuð að baki sér til stuðnings orðum sínum, jafnvel þótt þeir séu fulltrúar stórveldanna. Ég held óhætt sé að fullyrða það, að eng- inn áheyrenda hafi verið ósnortinn af ræðu páfa og framkomu, enda þótt sumir hefðu ef til vill vænzt meira. Að ræðunni lokinni reis þingheimur úr sætum og ætlaði lófatakinu aldrei að linna. Eftir ræðuna var móttaka fyrir páfa og fylgdarlið hans, formenn sendinefnda og aðra gesti hjá forseta Alls- herjarþingsins. Páfi gekk þar á milli og ræddi við marga menn. Hann og Gromykov hinn rússneski skiptust þar á vinsamlegum orðum og hlýlegu handtaki. Höfðu þó ýmsir fyrirfram búizt við að þar yrði fátt um kveðjur. Meðal annarra, sem páfi ræddi þar við, var Hannes Kjartansson, ambassador íslands. Lét hann í Ijós áhuga sinn á íslandi og að sig langaði til að koma hingað. Eng- um mun páfinn þó hafa heilsað eins innilega og frú Jacquelin Kennedy, forsetaekkju. En blöðin sögðu, að hún hefði tárfellt, þegar páfinn í ræðu sinni vitnaði í þessi orð Kennedys forseta og gerði þau þar með að sínum: „Mannkynið verður að binda enda á styrjaldir, því að annars tortíma styrjaldirnar mannkyninu.“ En dagurinn leið. Eftir að páfa höfðu verið sýnd helztu salakynni Allsherjarþingsins, hvarf hann þaðan. (Framhald á bls. 468.) Páll páfi VI og Lyndon 11. Johnson Bandaríkjaforseti ra’ðast við i Bandarikjunum. Páll páfi er 662. páfinn frá upphafi en Johnson er 36. forseti Bandarikjanna. Páfi heilsar frú Kennedy fyrstri veizlugesta í hátiðavehlu sem haldin var honum til heiðurs. Heima er bezt 431

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.