Heima er bezt - 01.05.1997, Side 35
Levítinn forðum. Honum finnst
kennslukonan vera sporgöngumaður
hins miskunnsama Samveija. Slík
ffamkoma vekur aðdáun hans meira
en nokkuð annað. Samleið með slíkri
konu...
Hann hugsar þessa hugsun ekki til
enda. En hann mun ekki bregðast
trausti Glóeyjar Mjallar.
10. feafli.
Hækkandi sól fer markvissa sigurför
gegn myrkraveldi vetrarins. Bjartir
ylgeislar bræða smám saman helkalt
hjam og leysa nýtt líf úr læðingi. Gló-
ey Mjöll situr þungt hugsi við kenn-
araborð sitt. Ómur frá glaðværum
bamsröddum berst til hennar að utan.
Nemendur em að leik á skólalóðinni í
síðasta stundarhléi dagsins og óðum
líður að kennslulokum vetrarins. Hún
verður að gera eitthvað róttækt í mál-
um Bergrósar, við svo búið má ekki
lengur standa. Þrátt fyrir þau skilaboð,
sem hún sendi móður hennar með
Bóasi í síðari ferð sinni á heimili
þeirra, hefur ekkert breyst til batnaðar
með heimanám telpunnar og hún er
hætt að vænta nokkurs úr þeirri átt.
Hún ákveður nú að taka málin alfarið í
eigin hendur. Að loknum skóladegi
ætlar hún að hafa telpuna með sér
heim í leiguherbergi sitt og vinna sjálf
með henni heimaverkefnin. Sleppa
Bergrósu ekki til föðurhúsanna fyrr en
hún hefur lokið þeim dag hvem, frarn
að vorprófum. Rísi móðir telpunnar
upp gegn þessu örþrifaráði hennar,
skal hún óhrædd svara til saka.
Skólabjallan klingir. Leiktímanum
er lokið og nemendur hefja nám að
nýju...
* * *
Síðasta kennslustund dagsins er á
enda runnin. Börnin búast til brottfar-
ar. Þau kveðja Glóeyju Mjöll hvert af
öðm og hverfa á braut. Bergrós kemur
að venju síðust til að kveðja. Hún og
kennslukonan eru orðnar tvær eftir í
skólastofunni. Glóey Mjöll tekur
mjúklega um útrétta hönd telpunnar
og lítur rólega á hana.
- Bergrós mín, segir hún hlýjum
rómi. - Nú ætla ég að bjóða þér að
koma með mér þangað sem ég bý. Þú
átt að vera gestur minn. Við skulum
hjálpast að því að vinna heimaverk-
efhin þín. Þá geturðu skilað þeim full-
gerðum á morgun, um leið og hin
bömin í bekknum skila sínum. Held-
urðu að það verði ekki gaman?
Telpan horfir í fyrstu þögul og ráð-
villt á kennslukonuna. Víst langar
hana til að skila daglega sínum
skylduverkefnum eins og bekkjar-
systkini hennar gera, en hún getur það
ekki hjálparlaust. Þau örfáu skipti,
sem hún hefur haft sitt á hreinu, hefur
henni liðið óvenju vel í sálinni. En að
fara með kennslukonunni í alókunnugt
hús, vekur hjá henni óljósan ótta og
enn meira öryggisleysi og hvað skyldi
mamma hennar segja, svíkist hún um
að koma strax heim úr skólanum til að
gæta tvíburanna? Hún er líkt og á milli
tveggja elda.
Glóey Mjöll skynjar baráttu
telpunnar. Hún bíður ekki lengur eftir
svari og heldur áffarn máli sínu:
- Bergrós mín, þú þarft ekkert að
óttast, segir hún þýtt og traustvekjandi.
- Ég tek þetta á mína ábyrgð og svara
fyrir það, bæði foreldrum þínum og
öðmm ef þörf krefur. Ég fylgi þér
heim á eftir. Ætlarðu nú að reyna að
treysta mér?
Telpan kinkar kolli til samþykkis.
Þær ganga fram úr kennslustofunni og
út úr skólahúsinu. Jafhskjótt og stefn-
an er tekin heim á leið, læðir Bergrós
höndinni með hægð í lófa kennslukon-
unnar en hún tekur vel á móti og þær
leiðast hönd í hönd að húsi kaupfé-
lagsstjórans. Glóey Mjöll heldur rak-
leitt með telpuna inn í herbergi sitt.
Miðdegisdrykkurinn, sem alltaf er til
reiðu í borðstofunni við heimkomu
hennar úr skólanum, verður að bíða í
þetta skipti þar til hún hefur afgreitt
Bergrósu og fylgt henni heim. Hún er
líka vel sátt við að sleppa honum með
öllu.
Glóey Mjöll losar telpuna við yfir-
höfnina og vísar henni til sætis við
vinnuborð sitt. Bergrós sest. Augu
hennar hvarfla um vistarveruna. Allt
er hreint og fágað í látleysi sínu, and-
rúmsloftið undur friðsælt og notalegt,
nokkuð, sem er nýstárlegt fyrir henni.
Á meðan þær stöllur raða náms-
gögnunum á borðið, er drepið að dyr-
um. Telpan hrekkur í kút og lítur
flóttalega til dyra.
- Hér er ekkert að óttast, Bergrós
mín, segir Glóey Mjöll og brosir upp-
örvandi til telpunnar. - Þetta er senni-
lega frúin.
Hún gengur til dyra og lýkur upp.
Frú Lena stendur fýrir framan dymar.
- Móðir þín hringdi hingað nokkm
eftir hádegið, segir hún fremur stutt í
spuna. - Hún hefur víst haldið að þú
værir komin frá kennslunni. Þú átt að
hafa samband við hana eftir klukkan
fimm í dag, þá verður hún heima. Hún
lét þess getið að ekkert alvarlegt væri
á seyði.
- Þakka þér fyrir frú Lena, svarar
Glóey Mjöll hæversklega. - Afsak-
aðu...
Lengra kemst hún ekki. Frúnni er
litið inn í herbergið og grípur þegar
fram í:
- Hvaða krakki er þetta? spyr hún
snöggt og pírir augun á Bergrósu, sem
hniprar sig saman í sætinu við spum-
ingu frúarinnar, eins og hún vilji helst
hverfa með öllu.
- Telpan er nemandi minn, Bergrós
heitir hún, svarar Glóey Mjöll rólega. -
Hún verður héma síðdegis í tíma hjá
mér fram að vorprófum.
Frúin ansar þessu engu, athygli
hennar beinist öll að telpunni.
- Hver á þennan krakka? spyr hún
næst með vaxandi forvitni.
- Bóas og Sölvína heita foreldrar
hennar, svarar Glóey Mjöll eilítið
undrandi yfir þessum greinilega áhuga
frúarinnar á telpunni.
- Það kannast víst flestir hér í Súlna-
vogi við Bóas Jensen, segir frú Lena
með hrylling í rómi. - Svo þetta er
dóttir hans Bóasar. Aumingja barnið!
Taktu telpuna með þér fram í borð-
stofu, þar er nóg á borðum handa ykk-
ur báðum, bætir hún við óvenju mild í
Heima er bezt 195