Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1997, Side 37

Heima er bezt - 01.05.1997, Side 37
gjamlegum. - Hér er engan að finna nema mig. Eg var rétt í þessu að koma heim af sjónum, það var bræluskítur úti, svo við snerum í land á fyrra fall- inu. Ég kom hér að tómu „slotinu,“ Sölvína hefur víst brugðið sér að heiman með krakkana, rétt einu sinni. Aður en Glóey Mjöll nær að svara þessu kemur Bóas auga á Bergrósu, þar sem hún reynir að skýla sér að baki kennslukonunnar. - Hvað! Þú ert þó ekki farin að fylgja stelpunni heim? spyr hann og færir sig ögn nær dyrunum. - Ég gerði það í þetta skipti af því að ég á enn sem fyrr, erindi við ykkur foreldra hennar, svarar Glóey Mjöll róleg í fasi. - Svo já. En eins og ég sagði þér áðan er ég hér einn heima, þú verður að koma seinna ef þú ætlar að ná tali af Sölvínu. - Ég hef ekki átt öðru að venjast hér á bæ, en hitta þig einan að máli, ætli ég láti það ekki líka duga við af- greiðslu þessa erindis, segir Glóey Mjöll góðlátlega. - Ég kom til að kunngjöra ykkur, foreldrum Bergrós- ar, að hér eftir tek ég telpuna með mér að loknum skóladegi, þangað sem ég hef aðsetur og hjálpa henni sjálf við heimaverkefnin fram að vorprófúm. Ég sé ekki önnur úrræði, eftir það, sem á undan er gengið, eigi þessi vet- ur að skila henni einhveijum námsár- angri. Ég treysti því, Bóas, að bamið verði ekki látið gjalda fyrir þessa ný- breytni á nokkurn hátt, hér er við mig eina að sakast. - Sakast, tekur Bóas þreytulega upp eftir kennslukonunni. - Ætli okkur standi ekki nær að þakka þér. Ég skal koma þessu á ffamfæri við Sölvínu, þegar hún skilar sér. Finnist henni stelpan koma seint heim á daginn, til að gæta tvíburanna, getur hún sjálfri sér um kennt að hjálpa ekki krakka- greyinu við lærdóminn, eins og henni ber að gera. - Þakka þér fyrir, Bóas. Ég ætla þá ekki að tefja þig lengur. Vonandi þarf ég ekki að ónáða þig oftar, segir Glóey Mjöll festulega. Hún kveður þau feðginin með hlýrri vinsemd og snýr á brott. Hún á enn eftir að sinna ýmsu áður en þessum starfsdegi hennar er lokið, undirbúa námsefni morgun- dagsins og leiðrétta ritgerðir nemenda sinna, ásamt fleiru. Hún hraðar sér heim á leið. 11. kafli. Vetur er sertn á braut. Við ysta haf er tekið að bjarma fyrir hörpustrengjum vorsins. Vonir hafa ræst, vonbrigði dregið upp skugga. Skin og skúrir skipst á í síbreytilegri litaflóru mann- lífsins. Glóey Mjöll fagnar þeim ár- angri, sem náðst hefúr í námi Bergrós- ar eftir að telpan fór að vinna heima- verkefnin í hennar umsjá. Sá árangur er, að dómi kennslukonunnar, með ólíkindum. Dag hvem, við heimkom- una úr skólanum, hafa þær stöllur sest að kjamgóðum veitingum frú Lenu, sem telpan hefur auðsjáanlega haft ríka þörf fyrir og þaðan gengið vel mettar að vinnuborðinu. Þetta álítur Glóey Mjöll að hafi skilað sér í meiri afköstum hjá telpunni. Sú ályktun hennar að Bergrós gæti lært, væm henni búin viðunandi skilyrði, hefúr reynst rétt. Henni hefúr tekist að vinna traust telpunnar með samvinnu þeirra tveggja í algjörri friðhelgi og náð að vekja hjá henni metnað í náminu, sem hún telur mikilvægan. Ungu kennslu- konunni finnst, að fenginni þessari reynslu, hún vera sérstaklega kölluð til áffamhaldandi ábyrgðar á námsferli þessa skjólstæðings síns, þótt núver- andi skólaári ljúki. Hún var búin að hugleiða það að segja lausri kennara- stöðunni hér í Súlnavogi við brottför sína héðan á komandi vori. En nú telur hún, að geri hún þetta, þá sé hún að hlaupast ffá hálf unnu verki, bregðast þessu vanrækta bami. Hún íhugar, á þeim forsendum, að halda stöðunni næsta skólaár, að minnsta kosti, og styðja Bergrósu á námsbrautinni effir því, sem í hennar valdi stendur, reyna að hjálpa henni til betra lífs. Minnug orða meistara síns er sagði: „Það, sem þér gjörið einum þessara minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Nei, hún ætlar ekki að hlaupast á brott við þessi skólaslit, ffá kennarastarfinu í Súlnavogi. En sóknarprestur þeirra Súlnavogsbúa hefúr valdið henni stór- um vonbrigðum. Hún hefúr fylgst náið með öllum auglýsingum, sem birst hafa frá honum, viðkomandi kristilegu starfi í þessari sókn, ffá því að hún gekk á fúnd hans og fór þess á leit að hann efndi til sérstakrar biblíu- fræðslu í Súlnavogskirkju, eins og einu sinni í viku, til að byrja með, og stílaði hana upp á ffídag sjómanna. Hún skýrði honum nákvæmlega ffá því hvaða ástæða lægi þama að baki. Hann tók málaleitan hennar eins og hún vænti af honum, og kvað hana mega treysta því að hann skyldi gera sitt besta. En hann hefúr hreinlega ekkert gert í málinu, algerlega bmgð- ist trausti hennar. Engin vonbrigði, sem hún hefúr orðið fyrir á ævinni, hafa valdið henni jafn nístandi sárs- auka og þessi. Hún skilur ekki hvað þau ná að rista djúpt í sálarlífi hennar. Ef til vill liggur skýringin í því, hve hún hreifst allshugar af þeim boðskap, sem þessi ungi prestur flutti í kirkju sinni, á síðast liðnu gamlárskvöldi og vakti hjá henni fölskvalaust traust á honum til góðra verka í krafti þess boðskapar. Henni fannst, á þeirri helgu stund, hún skynja í séra Grím- keli, þann þjón meistarans frá Nasaret, sem ekki léti sér nægja að flytja boð- skap kærleikans af ræðustóli, heldur væri jafnffamt gjörandi hans úti á meðal þjáðra og vegvilltra meðbræðra, eins og Bóasar Jensen. Hún hefúr fengið ffegnir af því að séra Grímkell verði prófdómari við bamaskóla Súlnavogs á komandi vori. Svo fundum þeirra á eftir að bera sam- an áður en hún hverfúr héðan í sumar- leyfi. Hún ætlar ekki að minnast á brigðir hans, að fyrra bragði. Beri hann hinsvegar ffam einhveijar afsak- anir fyrir þeim, hyggst hún svara hon- um í fúllri hreinskilni, háttvíslega. En sársauki þessara vonbrigða mun lengi fylgja henni. Framhald í næsta blaði. Heima er bezt 197

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.