Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2000, Síða 39

Heima er bezt - 01.04.2000, Síða 39
Smíða líkkistur... framhald afbls. 133 Göngum þessum var svo háttað að fyrsta daginn fóm menn suður í Rústakofa eins og áður segir, næsta dag var farið upp að Hofsjökli og smalað þaðan í átt til byggða og náttstaður hafður í svonefhdum Keldudalskofa sem er mun nær byggð. Frá honum var svo smalað til byggða og safnið rekið til Hlíðarréttar, rétt hjá Bjamarstaðahlíð og er kennd við bæinn. Réttað var svo daginn eftir en um nóttina mun safnið hafa verið geymt í réttinni þó ekki muni ég það alveg fyrir víst. Vörðuhleðsla, huldufólk í Þjófadölum og bein á Beinhóli Ekki hefi ég hugmynd um hvað kom mér til þess að hlaða nýjar vörður eða hressa við gamlar gjaman á eða nærri þeim stöðum þar sem ég átti áningu eða gistingu á ferðalög- um. Svo ég nefrii þá tvo staði þar sem mér þykir mest til koma að hafa hresst við vörður þá em mér í huga Mælifells- hnjúkur og Rauðkollur við Þjófadali, ég er búinn að bæta töluverðu ofan á þær. Svo hlóð ég vörðu einu sinni suður á Kjalvegi og fékk fyrir það kveðju frá henni sem hljóðar svo. Enginn veit hverjum ann ég mest eg hefí fengið svo margan gest en Sigurður snerti brjóst mitt best og betur en aðrir gerir flest. Beinavarða á Kili. Raunverulegur höfundur að því er ég best veit mun hafa verið Ármann Dalmannsson hér á Akureyri, ferðamaður mikill og hagyrðingur ágætur. Svo hefi ég lagt þó nokkra stund á að hressa við vörður í Bakkakotslandi. Þar nefni ég til Dagmálavörðu, reisulega mjög, hæst upp á fjalli, önnur er við svonefndan Klofnastein og hin þriðja á hæð sem ber nafnið Gónandi, nærri Austur- dal. Eitt sinn reisti ég vörðu á hól norðan við skálann Lamba á Glerárdal. Þetta var myndarleg varða, nærri því mann- hæðarhá og ég hlóð hana til þess að vísa á skálann, hann sést ekki fyrr en komið er rétt að honum. Að því er ég hefi sannast frétt er hún nú hmnin en einhver hrúga effir. Svo man ég nú varla lengur eftir einhverjum ákveðnum stöðum en hingað og þangað standa nú einhver brot sem ég hefi komið nálægt. Þetta var einhver árátta á mér að hressa við gamlar vörður. Ég hlóð ekki mikið af vörðum frá gmnni á nýjum stöðum en einni suður í Þjófadölum man ég þó eftír. Það er í svokölluðum Hundadölum, bak við Rauðkoll. Við fómm þangað vestur, ég varð eftír við vörðuhleðsluna og svo gengum við á Rauðkoll í bakaleiðinni. í Þjófadölum hefi ég orðið var við huldufólk. Við fómm þrír upp á Rauðkoll og vomm á leiðinni niður. Þá sáum við allt í einu að það er komið tjald við skálann. Við kíkjum á þetta og sjáum greinilega að tjald er risið þarna. En þegar við komum upp úr einhverju dragi þá er tjaldið horfið og hefur ekki sést síðan. Við fómm meira að segja upp á háls- inn sem heitir Þröskuldur að vita hvort einhver bíll væri þar en sáum ekki neitt. Ég held það hljóti að hafa verið huldu- fólk sem tjaldaði þama. Við vomm þrír sem sáum þetta, ég, Gunnar Sigurjónsson, sem áður hefur verið nefndur og Guð- mundur Finnsson, einn hinna nafhkenndu 20 systkina sem ólust upp á Ytri-Á í Ólafsfirði. Við vomm á ferð þama og sömuleiðis við Beinahól. Beinahóll verður mér alltaf nokkuð svo eftírminnilegur. Ég kom að honum áður en bílaslóðin var lögð og svo til engin umferð búin að vera þar og beinin því að mestu óhreyfð. Því var allt öðmvísi umhorfs en nú er þar þegar heita má að þau séu öll horfin. Aðeins sjást hin nýju kindabein sem hefur verið sturtað þama niður á stað- inn og mér finnst helst bera keim af leiksýningu. Hlaðvarpinn... framhald afbls. 124 öllu jöfriu, svo það læðist stundum að manni sá gmnur að sum þau hús, sem sjónvarpið sýnir okkur tætast upp í loftið líkt og pappírsræmur, séu ekki alltaf mjög traust- lega smíðuð. Og stundum em þessar myndir teknar af hjólhýsahverfum, sem ekki em óalgeng erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, og varla geta þau talist til traustlegra híbýla þegar snörp veðraskil eins og hvirfilbyljir ganga yfir. En fréttaflutningur, sér í lagi víða erlendis, gengur út á það að laða fólk að til áhorfs, með öllum ráðum, svo selja megi fleiri og dýrari auglýsingar til birtingar í dag- skránni. Þess vegna eiga sjónvarpsstöðvarnar kannski líka til að magna upp atburði, án þess að geta þess að með fyrirhyggju, t.d. í gerð húsbygginga á þekktum óveðrasvæðum, hefði mátt koma í veg fyrir einhvem hluta tjónsins. Einnig er stöku sinnum um að ræða hér- uð eða lönd þar sem fátækt ríkir og íbúarnir hreinlega hafa ekki efni á að reisa sér híbýli sem hæfa veðri og aðstæðum. Sem sagt, fréttaflutningur af öllu sem gerist, þar með talið veðri, er alltaf að aukast og eflast, svo menn frétta orðið nánast af hverjum golukalda, þurrki eða vætu, sem upp kemur umfram það sem telst venjulegt, hvar og hvenær sem er í heiminum. Það getur svo orðið til þess að fólk heldur að allt sé að fara til fjandans, heim- urinn að kaffærast í illviðmm, jarðskjálftum, þurrkum og alls konar óáran. Gæti ekki verið að þetta hafi bara nánast alltaf verið svona. Það sé frekar sú staðreynd að yfirsýn okkar í gegnum fjölmiðla og tækni sem treður þessum fréttum og upplýsingum inn á okkur, sé aðal breytingin? Það skyldi nú ekki vera. Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. Heimaerbezt 159

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.