Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1969, Qupperneq 11

Æskan - 01.04.1969, Qupperneq 11
Knimmaliöllin Krummi hefur veriS mikið á dag- s^rá hjá börnunum að undanförnu í sarribandi við barnatíma sjónvarps- lns- Nú bjóðum við upp á skemmti- le9t ævintýri um krumma, eftir Björn Daníelsson skólastjóra. Myndir í bók- ina gerði Garðar Loftsson. í lausasölu kr. 44.00. Til áskrif- ent|a ÆSKUNNAR kostar bókin að- eins kr. 30.00. 15 ævintýri Litla oé Stóra . Nér hefst útgáfa á nýjum mynda- s°guflokki, sem mun eiga eftir að ná n'nklum vinsæidum. [ þessu fyrsta ®ni af þessum myndasöguflokki ^SKUNNAR birtast 15 skemmtileg ^vintýri þeirra félaga Litla og Stóra, ®n fyrir nokkrum árum voru þeir liM arnir fastir gestir á slðum ÆSK- NNAR. Kaupið eintak strax svo þið ei9ið flokkinn frá byrjun. Næstu bæk- r 1 þessum flokki eru væntanlegar á Þessu ári. * lausasölu kr. 48,40. Til áskrif- nda ÆSKUNNAR kostar bókin að- ®lns kr. p4,00. ÆSKAN gefur ekki út annað en úrvalsbækur. Ólafur Þorvaldsson: Saga gamla mannsins. p IÐ vorum á leið heirn af engjunum, gamli maðurinn og ég. Þeir, sem með okkur voru, voru komnir eitthvað á undan. Við létum hestana fara fót fyrir fót. Haustmyrkrið var að síga yfir. Allt var kyrrt og hljótt í liaust- blíðunni, svo sem haustkvöldin geta bezt verið. Ég man ekki hvernig á því stóð, að gamli maðurinn sagði mér þá sögu, sem ég ætla að reyna að segja lrér. Ég man hana enn í aðaldráttum, þótt fimmtíu ár séu liðin síðan hann sagði mér hana. Söguna sagði hann mér þannig og nefndi hana: ÞEGAR ÉG TÝNDIST Það var á túnaslætti, líklega fyrstu dagana í ágústmánuði. Ég hef líklega verið á áttunda árinu. Undanfarna daga hafði verið góður þurrkur og því á túninu mikið af heyi, sem fólkið var að raka saman og binda í bagga, sem reiddir voru á hestum heim að heyhlöðu eða heygarði. Faðir minn teymdi hestana heim og gekk með lestinni. Þegar farið var með lausa hestana aftur til fólksins, lyfti faðir minn mér upp á einn þeirra og sat ég ofan á reiðingn- um. Þetta fannst mér ákaflega gaman, og vildi ekki sleppa nokkurri ferð. Einu sinni þegar við komum lil fólksins, tók einhver eftir því, að stór kúahópur, bæði okkar kýr og kýr frá næstu bæjum, kom labbandi úr högunum og stefndi til mýrarinnar, sem lá niður frá túninu, en mýrina átti að slá, þegar búið væri að slá allt túnið. Mýrina varð því að verja öllum skepnum, alveg eins og túnið. Svæði það, sem kýrnar stefndu til, var nefnt Grafir. Þar hafði verið grafið eftir mó, sem var þurrkaður yfir sumarið og honum brennt á veturna, til þess að sjóða við matinn. Þessar grafir voru flestar mjög djúpar og stóðu á sumrin liálf- eða alfullar af vatni. Þær voru því mjög hættulegar öllum skepnum og einnig mönnum, einkanlega börnum. Ég var vanur að reka skepnur úr mýrinni og þekkti því grafasvæðið, vissi að það gat verið hættulegt væri óvarlega farið þar um. Allir á bænum, eink- um þó hún mamma mín, voru búnir að vara mig við þessum gröfum, og ég hef víst lofað öllu fögru. Þó var það svo, að gaman hafði ég af að leggjast á bakka grafanna og horfa á litlu fiskana í vatninu. Þeir voru svo skrítnir og 187

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.