Æskan - 01.04.1969, Síða 14
Annie G. Schmidt:
VONDAR
hugsanir.
„Það er nú kominn tími til íyrir þig að hugsa um hjónaband," sagði gamli
konungurinn við son sinn.
„En hverri á ég að kvongast?“ spurði prinsinn deyfðarlega.
„Fallegri prinsessu," sagði konungurinn. „Og ekki einungis fallegri, heldur
einnig góðri. Hún'má ekki eiga eina einustu vonda hugsun, alls enga.“
„Slíka manneskju finnum við aldrei,“ stundi prinsinn.
En konungurinn kallaði á kammerherra sinn. Sá maður hafði þann ein-
kennilega hæfileika að geta séð vondar hugsanir. Hann sá þær eins og svört
skorkvikindi, fljúgandi kringum höfuð manna.
„Heyrðu," sagði konungurinn við kammerherrann. „Síðdegis á rnorgun koma
prinsessur til að velja úr. Sjálfur ætla ég að sjá, hver fegurst er, en þú, kæri
kammerherra rninn, verður að sjá hvort þær hugsa nokkra illa hugsun."
Og svo hófst athöfnin. Síðdegis sátu fyrir ellefu prinsessur. Þær sátu á
ruggustólum úr plasti, þöglar og spenntar, því þær voru mjög óstyrkar á taug-
um.
„Nú byrjum við,“ sagði konungurinn.
Kammerherrann byrjaði hjá þeirri fyrstu, sem var ljóshærð. „Ó!“ æpti
hann og hörfaði aftur á bak. „Hvílíkur viðbjóður! Fullt af broddflugum
kringum hana!“
Hjá annarri æpti liann: „Svartir tordýflar .... þúsundir!“
Hjá þeirri þriðju iiskraði liann og hljóp óttasleginn burtu: „Trylltar vesp-
ur .... Hjálp!“
Og þannig gekk það til, eflir allri röðinni. Hann sá það voru vondar
hugsanir prinsessanna. Konungurinn og prinsinn stóðu hjá. Þeir gátu ekki
séð skorkvikindin, en undruðust mjög hæfni kammerherrans.
En honum dvaklist lijá elleftu prinsessunni. Hann gekk kringum hana,
horfði, hlustaði og þefaði af hárlokkum hennar. „Ótrúlegt", sagði hann
nöldrandi. „Engin vond hugsun. Það er ekki nokkur vottur af vondri hugs-
un í þessari stúlku, skal ég ábyrgjast."
„ Jæja, þessu er þá lokið,“ sagð konungurinn glaðlega. Hinar prinsessurnar
tíu voru svo í skyndi sendar heim í skrautvögnum. Áður en þær fóru, fengu
þær allar kökubita í huggunarskyni, þær voru samt mjög móðgaðar, það gátu
allir séð. Og ellefta prinsessan varð unnusta prinsins. Hún var óvenjulega
fríð, það var satt. Hún var með djúpblá augu og kastaníubrúnt hár, og hvít
var hún eins og postulínsbrúða.
„Ágætt,“ sagði konungurinn og neri saman höndum. „Þetta er þá allt, eins
og það á að vera.“
► ♦ (Evintýri og sögur, frá ýmsum löndum. ♦ 1
EINN MIÐA
Miðasölustúlkan i kvik-
myndahúsinu varð undrandi,
þegar maður, er hafði keypt af
henni aðgöngumiða, kom aftur
að vörmu spori og bað hana
um annan. Undrun liennar
jókst enn, er maðurinn kom i
þriðja sinn, — fjórða sinn og
ioks fimmta sinn. — Þcgar mað-
urinn kom í sjötta sinn, sagði
stúlkan:
„Afsakið, herra minn. Þetta
kemur mér að vísu cliki við, en
mér finnst þér fara ósparlega
með peninga. Þér þurfið aðeins
einn miða til að komast inn.“
„Ég veit hað,“ svaraði maður-
inn vandræðalegur, -— „en það
er einhver maður i dyragætt-
inni, sem rífur miðann i tvennt
í hvert skipti.“
Allt er mest í Ameríku, var
einhverntíma sagt. Ekki vitum
viS, hvort það er rétt, en hér
kemurmynd af norskum Banda-
ríkjamanni, sem talinn er vera
með lengsta skegg í heimi, og
getum við vel trúað því, eða
hvað haldið þið? Kannski þetta
sé bara gabb?
190