Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 20

Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 20
INGIBJÖRG ÞORBERGS: TAL OG TÓNAR „Velkomin vertu, Harpa með vorblóm þín.“ I þessum mánuði kemur sumarið til okkar. Það er alltaf gleði- efni, þar sem langir og kaldir vetur ríkja. Þið vitið, að í gamla íslenzka tímatalinu hétu mánuðirnir öðrum nöfnum en nú. T. d. þekkið þið áreiðanlega Þorra karlinn! Oft er hann heldur grimmur. Líka getur hún Góa verið köld. Svo kemur Einmánuður og blæs oft biturt. — En svo kemur hún Harpa. Hún hefst með sfðasta fimmtudegi í apríl, sem er einn langþráðasti dagur íslendinga: Sumardagurinn fyrsti. Apríl er komið af latneska orðinu aperire, sem þýðir að opna. Vorið kemur, með hlýju og yl, svo að jörðin opnar sig fyrir gróðr- inum. Það er gaman að sjá ailt lifna og springa út. Við megum ekki láta það fara fram hjá okkur. Þeir, sem það gera, fara mikils á mis. Ég las einu sinni sögu, sem hét „Raddir sumarsins." Þar var sagt frá drottningu, sem langaði til að heyra til allra söngvara í ríki sínu. Konungur lét boða þá alla. Þeir létu ekki á sér standa og lögðu af stað til konungshallar. Nokkrir þeirra urðu samferða. Einn þeirra hét Harmoníus. Hann var nokkuð ólíkur hinum. Á meðan þeir töluðu, hlustaði hann á vindinn segja ævintýri. Hann heyrði lækinn hjala. — Sá og veitti blómunum athygli, og hlustaði á fuglana syngja. Hann bað samferðamenn sína að hlusta llka, en þeir heyrðu ekkert og sáu ekkert sérstakt. — „Það er bara fugl að syngja," sögðu þeir, o. s. frv. Þeim fannst það ekkert sérstakt, og vildu halda áfram. Loks komu þeir að konungsgarði. Þar var veizia mikil. Sumir skemmtu með söngvum um bardaga, og aðrir með ástarljóðum. — En þegar Harmoníus byrjaði að syngja og leika á hörpu sína, urðu aliir hugfangnir. Það var sem öll náttúran syngi: Fuglar himinsins, hafið, skógurinn, blómin .... allt! Konungur vildi fá að vita hvar hann hefði lært þessa töfrandi, fögru söngva. Þá sagðist hann hafa lært á leið sinni þann dag. Þeir, sem höfðu orðið honum samferða, sögðu hann vera af göflunum genginn, því að þeir hefðu engum manni mætt. En drottningin sagðist kannast við þessa söngva. Hún lofaði Brosandi drengur með kálfinn sinn. Harmoníus og sagði; að það væru bara ekki allir, sem kynnu að hlusta á raddir sumarsins. Mér finnst hún hafa haft rétt fyrir sér, en það er sorglegt, að svo skuli vera. Þið skulið reyna að tilheyra ekki þeim flokki. Reyhið heldur að venja ykkur á að hafa augu og eyru opin og gæta að hversu margt fallegt og skemmtilegt er allt í kring um okkur, og alveg hjá okkur — aðeins ef við veitum því athygli. Þið, sem eruð orðin stór og farin að lesa, vona ég að lesið ekki bara tímarit með innantómum „hasarsögum". Lesið þið bækur eftir góða höfunda, sem skynja „raddir sumarsins," eins og t. d. nóbels- skáldið okkar Halidór Laxness. Mér, persónulega, finnst hann ekki aðeins skynja raddir, sumarsins, heldur alheimsins! Ég bað 11 ára snáða Björn Víking Skúlason, að velja Ijóð til að fara með í fyrsta barnatímanum mínum á þessu ári. Varð ég ánægð þegar hann valdi Ijóðið „Bráðum kemur betri t(ð“ eftir Halldór Laxness. Honum fannst það svo skemmtilegt Ijóð. Ég var honum sammála, og hugsaði, að rétt væri að semja lag við Ijóðið og tileinka það Birni Víkingi. Nú hef ég gert það, og sendi ykkur beztu sumaróskir með því, enda á það vel við nú um sumarkomuna. Höfundi Ijóðsins sendi ég líka hamingjuóskir með öll verðlaun — sem mér finnst að aldrei séu nógu mikil — og með afmælið, en hann á líka afmæli í apríl, svo þið sjáið, að þetta er merkis- mánuður! Lagið er hvorki erfitt að spila né syngja. Ég bið ykkur þó að athuga, að í því eru nokkrar taktbreytingar. — En þið áttið ykkur áreiðanlega á því. Svo þegar skólahuröin skellur aftur, getið þið hoppað kát úti, eða verið inni og sungið og spilað. Ef þið grípið gítarinn ykkar getið þið t. d. sungið Ijóðið hennar Margrétar Jónsdóttur „Krakkar út kátir hoppa," sem ég læt ykkur hafa gítargrip við núna. (sjá bls. 186). Ég verð að játa, að ég er orðin þreytt á frosti og vetri. — En ég er viss um, að „BRÁÐUM KEMUR BETRI TÍÐ MEÐ BLÓM í HAGA.“ GLEÐILEGT SUMAR! Ingibjörg. Bráðum kemur betri tíð & Ljóð: HALLDÓR LAXNESS Lag: INGIBJÖRG ÞORBERGS Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Þá er gaman að trítla um tún og tölta á engi, einkum íyrir unga drengi. Folöldin þá fara á sprett og fuglinn syngur, og kýrnar leika við kvurn sinn fingur. 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.