Æskan - 01.04.1969, Blaðsíða 28
|y|eSan börn eru að þroskast til 10 ára aldurs, er skóla-
lærdómur alls ekkert aðalatriði. Það er svo margt ann-
að, sem börnunum er nauðsyn að læra, svo sem reglusemi,
hreinlæti, kurteisi og góðar umgengnisvenjur. Ef ekki er
byrjað að ala börnin upp við þetta snemma, þá er lítil
von að þau læri það nokkurn tíma og oft reynist þeim lífið
erfitt seinna meir, ef það er aðeins bókvitið, sem öll áherzla
hefur verið lögð á, meðan þau voru á bernsku- og æsku-
skeiði. Til 10 ára aldurs ættu börn ekki að læra annað til
bókar en lestur og vera þá allæs, einnig undirstöðu
í reikningi og skrift. Þá ættu þau einnig að vera búin að
læra að hirða líkama sinn og nauðsynlega reglusemi og
háttvísi í umgengni við aðra. Til þess að kenna börnum
allt þetta fer mikill tími og fyrirhöfn og sérstaklega þolin-
mæði. Ekki er of mikið sagt, að þetta sé nóg verkefni til
10 ára aldurs. Því þau verða líka að hafa tíma til að vera
börn, leika sér og vera glöð.
Það þarf snemma að byrja að kenna börnunum hreinlæti.
Móðirin eða fóstran þarf vitaskuld að hjálpa barninu með
það dálítið fram eftir aldri, en það kemur fljótt, að það
hjálpi sér sjálft, ef ekki er alltaf verið að flýta sér og reka
á eftir því. Börn þurfa að hafa nógan tima og þolimæði
með þeim er aðalatriðið. Það ætti að vera sjálfsagður hlut-
ur að 10 ára börn, hvort heldur eru stúlkur eða drengir,
ættu að geta hirt líkama sinn sjálf — þau sem eru heil-
brigð líkamlega og andlega. Lengur ætti móðirin eða fóstran
ekki að þurfa að baða þau eða hjálpa þeirn,, nema ef vera
skyldi að Ifta eftir, að þau þvoi sér vel um hárið eða veita
þeim smá hjálp til þess.
Það þarf mjög snemma að byrja með reglusemina.
Meðan börnin eru mjög ung hafa þau áhuga á að hjálpa
til með ýmislegt, sem þau geta ekki né valda. Þennan
áhuga má ekki deyða með óþolinmæði, sem því miður er
alltof oft gert. Móðurinni finnst þá oft, að börnin séu of lengi
og kannski skemmi það, sem þau hafi í höndum sér. Það
er hægt að venja snemma hvert heilbrigt barn á reglu-
semi, en þolinmæði er aðalatriði. Börn eru ekki gömul,
þegar þau byrja að segja: „Þetta er mitt, ég á þetta.“
Látum þau hafa sína eigin snaga í forstofu til að hengja
upp fötin sín, eins í baðherbergi sitt eigið handklæði og
vitanlega verða þeirra snagar að vera í hæð við börnin,
svo að þau nái auðveldlega til þeirra. Þá er nauðsynlegt, að
þau hafi sfna eigin hillu undir hreinlætistæki sín í bað-
herberginu og þá vitanlega í sinni hæð. Þá þarf ekki alltaf
að vera að hjálpa þeim, og þau verða fyrr en varir meira
sjálfbjarga og með því móti er auðveldara að kenna þeim
reglusemi. Börnin þurfa líka að læra snemma að hirða skóna
sína og þá er gott að búa til litlar hlífðarsvuntur handa
hverju fyrir sig. Góðir litir á þeim eru dökkblátt eða grátt.
Þetta er ósköp einfalt og verður meira leikur fyrir börn-
in. Byrjið snemma á að láta börnin raða hlutum sínum
og leikföngum og láta þau hafa stað og hillur fyrir allt
í herbergjum sínum. Ef þeim er kennt mjög ungum að ganga
vel frá fötunum sinum á kvöldin verður það að vana, sem
fylgir þeim alltaf, en við þetta þarf mikla þolinmæði og
tíma, en það borgar sig og er ómetanlegt þegar fram í
sækir. Byrjið snemma að láta börnin borða sjálf og vera
við borðið með þeim fullorðnu, þótt þau í byrjun ati út
allt i kringum sig, þá má ekki missa móðinn, það er ótrú-
legt hvað þetta kemur fljótt ef þau fá að vera sjálfstæð og
ekki er alltaf verið að hjálpa þeim og taka af þeim völdin.
Barn, sem ekki hefur lært sæmilega borðsiði 7 ára, lærir
þá seint og hefur ósjaldan minnimáttarkennd út af því í
lífinu. Kennið þeim að heilsa með handabandi og þakka
fyrir sig meðan þau eru ung, það verður góður og sjálf-
sagður vani, sem fylgir þeim allt lífið. Látið þau skilja
fljótt, að ekki komi neitt fyrirhafnarlaust og að allir verða
að hjálpa til. Það er vísirinn til þess að þau taki tillit til
annarra, en verði ekki eigingjarnar leiðindaskjóður, sem
öllum leiðist og ómögulegt er að umgangast.
Þegar börn eru orðin 10 ára ættu þau að vera orðin
Lærdómur. - Hreinlæti.-Reglusemi.
204