Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 4

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 4
— Jæja, drengir, sagði Wunsch bak- arameistari og geispaði, þá erum við búnir að vinna i nótt, svo að þið getið farið að sofa. — Megum við taka hunangsbrauð með upp í herbergið? spurði Kunzel, sem var annar lærlingurinn hans. — Hunangsbrauð! Ertu frá þér, drengur. Veiztu ekki, að nú er stríð, og í stríði borða menn ekki hunangs- brauð. — Við höfum þó bakað mikið af hunangsbrauðum, sagði hinn lærling- urinn, Heinz, spekingslega. — Já, en þau hunangsbrauð eru nú bara gerð vegna brúðkaups herra- mannsins, og það er önnur saga, mælti Wunsch meistari — og nú ekkert múð- ur lengur, farið þið að sofa. Bakaradrengirnir tveir gengu á braut. — Úff, stundi Kunzel, þegar þeir fé- lagar voru komnir upp í herbergi sitt. — En hvað meistarinn er nízkur. Ég er alveg að deyja úr hungri. — Ég líka, sagði Heinz, — og ég er alls ekki syfjaður jafnvel þótt farið sé að birta af degi. — Ég er ekki heldur syfjaður, sagði Kunzel. — Heyrðu annars, turnvörður- inn á býflugnabú, sem standa uppi á múrveggnum. Hvernig væri að við fær- um og tækjum þar eitthvað af hunangi? — Mjög góð hugmynd, gerum það, sagði Heinz. Drengirnir læddust nú út úr herberg- inu og út á dimnja og mannlausa göt- una. Bærinn, sem drengirnir áttu heima í, var vel varinn með múrveggjum, eins og tíðkaðist víða á hinum órólegu tím- um miðalda, þegar þessi saga gerðist. Nú var bærinn í mikilli hættu vegna óvinveittra íbúa bæjar, sem var rétt hin- um megin við landamærin. En um slíkt voru þeir Kunzel og Heinz ekki að hugsa, heldur aðeins hunang turnvarð- arins. Brátt voru þeir félagar komnir þang- að sem hunangsbúr varðarins áttu að standa uppi á múrveggnum. En um leið og Kunzel ætlaði að hvísla einhverju að Heinz, hvíslaði sá síðarnefndi undr- andi að Kunzel: — Uss .. . hlustaðu, hvað var þetta? Hann hafði heyrt eitthvert hljóð, sem virtist koma hinum megin múrsins. Báð- ir drengirnir klifruðu upp á múrinn 09 gægðust yfir hann. Þrátt fyrir myrkrið sáu þeir, að nokkrir bátar voru að leggja upp að ströndinni þar skammt frá. — Þetta eru menn frá óvinabænum, sagði Kunzel æstur. — Þeir ætla að ráðast á bæinn okkar. Turnvörðurinn sefur sjálfsagt eins og vanalega, °9 hvað eigum við til bragðs að taka? -y Við verðum að hringja viðvörunar- bjöllunni, svaraði Heinz. — Nei, ef við gerum það, þá kom- ast óvinirnir örugglega á meðan inn ' bæinn. Við verðum að hindra það, að þeir komist í land. — Búflugnabúin! — Já, býflugnabúin! endurtók Heinz- — Verum fljótir. Við veltum þeim niður yfir óvinina. Drengirnir framkvæmdu nú í skynd' hugmynd sína. Þeir veltu hverju bý- flugnabúinu af öðru yfir bátana. Komu skrækir miklir úr börkum óvinanna, °Q sáu þeir brátt, að þeir gátu ekki varizt hinni óvæntu árás. Lögðu þeir því 1 skyndi á flótta. Þegar drengjunum tókst að lokum að hringja viðvörunarbjöllunni og fölk streymdi út á göturnar, voru óvinirnm á hröðum flótta frá landi. Drengirnir vissu auðvitað, að Þeir höfðu verið í heimildarleysi þarna, en vegna snarræðis þeirra hafði þeim tek' izt að bjarga heimabæ sínum, og fýrir það var þeim launað vel. Þeir voru hetjur dagsins og fengu meira en naegju sína af hunangsbrauði. E. B. þýddi. HUS JONS SIGURDSSONAR IL OCHOAf CAí-i: Sft.MUf.WEH SEH SJOfHUH. f» MfHNIHOAfi UM WiH MlKLA 00 SíÖHHUGft JSU'h^A SIJÖRHMAIAMAHN^OO SAMJ.MlS ¥l«OWOAftVO?TUft ' : V C 'H.NA ÐSNSKU ÞJÓD. MEO WWQATI ÍWIR SKHWNC ' ' ' - : MiHHAK A lOufJJN.OO'SARÁtru JOMS SlGUkr.SSO'MR u , J'l'ft”. REfTJHOUM IStAKÖS. MEO ÞEIRftf ÖSIU A0 - - V V * SIOrNUN J,£$$! MEOt VFRÐÁ GftUNDVOUUH AD ÞfiÓUN ÍSUH2KHA mZWHA*~06 tONADASMÁlA I SAMViHMJ -íAffirfiAMI fR OjQt ÞESSI ÞAKKtÆltSVÖTTUS OfcfANCANS' rvftlft (AHGT urSSrAftf í DAHMORkJ AfHEHJ UHDIft YERNO ALWN6IS í 5AMRA0Í VíO CEfCNOUR UM HOJft.UH ; CR GÍVE? AKJOHANVC öB CAfit SftMUNnSFH, SöM Er ffi-t.o ; lll >'<WL v*M ÞCN fPCMftAfic .'0 ffifMSYHfOf iSlAHDSKr SfATSMAHD MfN OCkÁ SOH ÆftESBfcVlSHfVC- f!l DbT ■ .OAWSAI- fMÍC IAK f01: DC.v.rðRsrAfl.f«6'T>Cí ÍTfiíC ,:C?<C SlSURpíSCH’S AftBE.'OE 05 KAMf ,CH ISlAHOo HfcHJwHtOfc'-t MEU rer 'DMKE.AT DfciTfc fOHfci MÁT7C Dlf.T A'.fc ’> fOft UCVlKllfXCN fOft 1SIAN0SK HANDEL 05 !NDUST-'f I fiAVARBEjDf MfD Ol-T DANSKE fOtK ÍIGCICDCS $KllU€ OETU'FÖNO ÖfTftADTfS fiúM TAK fftA ' CMVEREN F0R MANGEARRS JllVftRElSE J DANMARK J AffcfcVtRET Cll AlTlNOfcf J SAHftÁD MfcO GWERNE 0M ANVCHDf.l$C 00 BCjKVTÍCISE. komustaður íslendinga. Þarna hafa íslenzku félögin, íslendingS' félagið og íslenzka stúdentafe' lagið, herbergi og skrifstofur, oQ þarna er fundarsalur fyrir 1^0 manns. Húsið verður því sjálí' sagður samkomustaður íslend- inga. Fundarsalurinn verður einO' ig notaður í þágu starfsemi þess að efla tengsl milli dönskn og íslenzku þjóðarinnar. Þessi tafla stendur á framhlið hússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.