Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1971, Síða 31

Æskan - 01.05.1971, Síða 31
alveg, hvað hann var aS segja: „Sérðu ekki hann Ólaf? Bjóddu honum að fá sér sæti fyrir aftan þig! Og ég varð auðvitað að gera það. Þegar við komum til kirkjunnar og Þórður vinur minn hafði farið með Blakk í hesthúsið, fór ég stundum inn til hans, áður en ég hélt inn [ kirkjuna. Þá klappaði ég honum stundum og sagði: „Nú skaltu gera þér gott af höfrunum, Blakkur minn. Nú fer ég í kirkjuna." Þá kumraði Blakkur, og það þýddi: „Þakka þér kærlega fyrir!" Og svo leið okkur vel, hvorum á sínum stað, mér • kirkjunni og honum í hesthúsinu. Þvl að hvaða erindi átti Blakkur í kirkjuna? Hann gat hvorki lært að syngja sálma né þiSja bænir. Hann gæti aldrei lært að trúa á Guð. i dag langar mig þess vegna til að biðja ykkur að læra Þessi orð ritningarinnar: „Guð skapaði manninn eftir sinni mynd.“ Hann skapaði ykkur til þess að þið yrðuð ástkær hörnin hans. Þess vegna voruð þið gefin frelsaranum á vald, þegar þið voruð ósköp Iftil, og nú verðið þið að láta frelsarann kenna ykkur að trúa á Guð, hinn góða föður ykkar á himn- um. Ef þís gerið það ekki, verðið þið alveg eins og dýrin, en ekki þeir menn, sem Guð hefur skaþað ykkur til. Maður, sem trúir ekki á Guð, er eins og bæklaður maður. Hann vantar ekki fót eða hönd. Nei, en hann hefur misst hið mesta og bezta, sem til er, barnarétt sinn á himnum. Það et sæmd okkar, börnin mín, að við megum lifa með Guði. hið megið ekki láta neinn svipta ykkur þeirri sæmd. Það ef gæfa okkar, að við megum trúa því, að hinn almáttugi Guð beri umhyggju fyrir okkur, svo að við getum með ör- uggu trúartrausti sett alla von okkar á hann, beðið hann, !ofað hann og þakkað honum. Áhrif sígarettureykinga á hjartað og blóð- rásina. Mikill fjöldi æskufólks er í skóla frá 7 ára aldri og fram undir tvftugt. Á þessum þroskaárum er æskufólkinu lífsnauðsyn að vera bindindisfólk. Það er skylda allra, er með slík mál fara, að stuðla að þvl með persónulegu fordæmi og félagsmálastarf- semi skólanna, að nemendur neyti ekki áfengis né tóþaks. Æskumenn og konur! Þið vitið að neyzla áfengis og tóþaks er stórhættuleg andlegri og líkamlegri heilbrigði ykkar og dregur úr námsárangri. Heilbrigð sál í hraustum llkama á að vera ykkar kjörorð. Stundið því námið af kappi og notið frístundirnar til að iðka íþróttir. Það eitt er samboðið heilbrigðri æsku. Reykingar hafa aukizt stórlega á síðustu árum, einkum eftir 1940, og áhrifin eru þegar farin að sýna sig. Lungnakrabba- mein er þegar farið að aukast ár frá ári, og allt bendir til, af reynsli' annarra þjóða, að þessi sjúkdómur eigi eftir að færast stórlega í aukana, ef unga fólkið heldur áfram að reykja eins og það gerir nú. Ef við eigum að forðast mannhrun á næstu áratugum, verðum við að brjóta við blað og hætta að reykja. Ekkert annað getur forðað okkur frá þeim örlögum, sem aðrar reykingaþjóðir hafa orðið að mæta. 31

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.