Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 30

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 30
Barnabiskupinn hefur orðið ið hafið lesið í Biblíusögunum, hvernig allt, sem við sjáum I kringum okkur, hefur orðið til. Fyrstu orð Bibliunnar eru á þessa leið: ,,í upphafi skap- aði Guð himin og jörð.“ Þetta gerði hann með orði sinu einu saman. ,,Hann talaði, og það varð, hann bauð — og þá stóð það þar“ (Sálm. 23,9). Hugsið ykkur, hvílíkur kraftur er í orði Guðs. Það er líka töluverður kraftur í orðum mannanna. Einu sinni var ég kennari í Arendal, þá hafði ég tekið próf í presta- skólanum, en var enn þá ekki orðinn prestur. Þá var það stundum, þegar tíminn átti að byrja og ég kom inn í bekk- inn, að þar var hinn mesti hávaði, börnin töluðu hvert í kapp við annað og þau virtust helzt hafa farið í leikinn ,,að skipta um sæti“. En þegar ég kom að kennaraborðinu, leit yfir bekkinn og sagði hátt: „Kyrrir, drengir!" þá var rétt eins og hendi væri veifað: það datt á dúnalogn, allir munnar lokuðust og börnin settust, hvert í sitt sæti, auðsveip og góð. Ég beitti ekki handafli — notaði ekki angalang. Orð mín nægðu til þess að fá kyrrð. En væri dimmt í stofunni og við þyrft- um að fá Ijós, hefði lítið gagnað, þótt ég hefði kallað: „Verði ljós.“ Þá hefði ég orðið að nota eldspýturnar. Það er Guð einn, sem býr yfir þvílíkum mætti i orðum sinum, að hann geti sagt: „Verði ljós,“ og þá verður Ijós. Þegar Guð hafði skapað jörðina og allt, sem á henni er, sagði hann: „Vér skulum gjöra menn eftir vorri mynd, líka oss, og þeir skulu drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum lofsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni." Og síðan skapaði Guð manninn eftir sinni mynd. Með því er átt við, að hann skapaði okkur mennina þannig, að við gætum lifað með Guði í trú og bæn. Það getur engin önnur sköpuð vera á jörðinni. Það er því hinn mikli munur, sem er á okkur mönnunum og öðrum lifandi verum á jörðinni. Við getum lifað með mörgu því, sem Guð hefur skapað, og haft mikla gleði af, t. d.t með hundum og kúm og mörg- um öðrum dýrum, og það er alveg ótrúlegt, hvað hægt er að kenna þessum dýrum.'En eitt er það, sem við getum aldrei kennt þeim: Að trúa á Guð og biðja Guð. Það geta aðeins mennirnir lært. Dýrin geta líka beðið, en það erum við mennirnir, sem þau biðja til. Ég átti einu sinni hund, sem hét Lubbi. Þegar ég var að borða morgunverðinn, settist hann alltaf hjá mér, og f hvert skipti, sem ég stakk bita upp I mig, þá bað hann mig, bæði með augum og munni: ,,Æ, gefðu mér smábita!“ Með Dýr og menn mikilli fyrirhöfn tókst mér líka að kenna honum ýmsar listir, en mér heppnaðist aldrei að kenna honum að trúa á Guð. Þið vitið, að hesturinn er skynsöm skepna. Já, hann er oft skynsamari en eigandi hans. Ég hef oft séð menn drekka sig fulla, en aldrei hef ég séð hest gera það. Svo heimskur er enginn hestur! Þegar ég var prestur uppi í sveit, átti ég góðan vin, en það var hann Blakkur minn. Hann var mesti gæðagripur, skal ég segja ykkur. Aldrei þráaðist hann við, þegar ég vildi, að hann færi með mig í ökuferð, og þó ók ég næstum daglega. Hann gat auðvitað ekki talað, en hann kumraði eins og hestar gera stundum. En alltaf skildi ég, hvað hann var að segja. Þegar hann stóð á hlaðinu og var spenntur fyrir vagninn og ég kom til þess að stíga upp í vagninn, þá sneri hann höfðinu að mér og kumraði. Hvað haldið þið, að hann hafi verið að segja? Ég vissi það vel „Gefðu mér sykurmola!" Og svo fékk hann sykur- mola. Blakkur var greindarskepna. Hann vissi vel, að ég var enginn garpur að fara með hesta, og þess vegna hélt hann alitaf áfram með sama jafna hraðanum, þótt ég legði taum- inn um hálsinn á mér og færi að lesa ( bók. En ef ég mætti kunningja á veginum og ég tók ekki eftir honum, nam Blakkur staðar, sneri höfðinu og kumraði. Ég vissi 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.