Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1971, Page 34

Æskan - 01.05.1971, Page 34
 öngu áður en ég kom til Oslóar 0hafði ég bæði heyrt og lesið um hin viðtæku og vel undir- búnu hátíðahöld, sem þar fara árlega fram í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna. Að sjálfsögðu er hátíð um gjörvallan Noreg þennan dag, en öllum ber þó saman um, að hvergi sé hátíðin með meiri glæsibrag en í höfuðborginni. Liggja til þess ýmsar ástæður, sem ekki er þörf að ræða hér. Þessi einstæði og dáði dagur Norð- manna á að sjálfsögðu sína löngu og við- burðariku sögu — sinn merka sögulega aðdraganda. I þessum þætti verður ekki gerð grein fyrir þeirri sögu, enda ekki hægt i stuttu máli. Hér verður aðeins get- ið örfárra atriða. Sautjándi maí var valinn þjóðhátíðardag- ur vegna þess, að þann dag var samþykkt á Eiðsvelli stjórnarskrá fyrir konungsrikið Noreg, þegar Norðmenn endurheimtu frelsi sitt árið 1814. Ekki voru þó allir sam- mála í fyrstu um vai dagsins, og var t. d. sjálfur konungurinn, Karl Jóhann, eindreg- inn andstæðingur hans — vildi velja ann- an dag. En út í þær deilur verður ekki frekar farið hér. Sautjándi maí var fyrst haldinn sem þjóðhátíðardagur árið 1824. Það var þjóð- skáldið kunna, Henrik Wergeland, sem átti drýgstan þátt í þvf, enda oft nefndur faðir þjóðhátiðardagsins. Eins og ýmsum mun kunnugt, setja skrúðgöngur barna, og skólaæskunnar yf- irleitt, glæsilegan svip á hátíðahöld dags- ins. Annað þjóðskáld Norðmanna, Björn- stjerne Björnson, er frumkvöðull að þess- um lið hátíðahaldanna, sem mörgum finnst nú mest til koma. Óli Hansen, kennari við einn skólann í Osló, átti hugmyndina, en Björnson hratt henni f framkvæmd og tók sjálfur þátt í fyrstu skrúðgöngunni, sem fór fram árið 1870. Næstu árin allmörg tóku drengir aðeins þátt í skrúðgöngunni. Telpurnar fá ekki að koma með fyrr en 19 árum siðar. Þessi alkunna, norska venja, sem marg- ar þjóðir hafa síðar upp tekið, varð því ald- argömul f fyrra. Ég hafði lengi hugsað mér að njóta að nokkru þessara hátíðahalda í Osló, ef ég gæti átt þess kost að vera þar um þær mundir, sem þau færu fram. Seinni hluta vetrar og vorið 1953 var ég svo heppinn að dveijast í borginni og nágrenni hennar um þriggja mánaða skeið. Fékk ég þá, ásamt konu minni, sem kom um vorið til Oslóar, tilvalið tækifæri til þess að fylgjast i Strd- 34

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.