Æskan - 01.05.1971, Qupperneq 7
^úsis nötraði og hurðin á fangelsi Páls og Maríu kastaðist
UPP> múrsteinn féll úr loftinu og kalk og köngulóavefir
féllu yfir þau. ..
Mexikó, var ráðizt á skip þeirra á Karíbahafi af sjóræn-
ingjum. Systkinin voru síðan flutt til Port Royal, og var
ætlun sjóræningjanna að fá hátt lausnargjald fyrir þau hjá
föður þeirra. Faðir Pipin hafði einnig verið tekinn fastur á
skipi systkinanna og fluttur til Port Royal. En meðan hann
fékk að ganga laus um sjóræningjaþorpið, urðu systkinin
að hima inni í litlum og dimmum klefa, sem var beint yfir
drykkjustofunni í einni af hinum mörgu sjóræningjakrám.
Sjóræningjahreiður! Já, Port Royal var svo sannarlega
sjóræningjahreiður árið 1692. Þar var rammlega víggirt sjó-
ræningjahöfn, og alls staðar voru sjóræningjar á verði gegn
þeim, sem vildu hrekja þá í burtu. Hvernig var hægt að
flýja frá svona stað?
Þótt Páll létist vera vongóður um undankomu, er hann
talaði við systur sína, var hann langt frá því að vera bjart-
sýnn.
— Sannarlega mun faðir Pipin koma okkur undan. Hann
er sá maður, sem guð aðstoðar, sagði Páll hvað eftir annað
við systur sína til þess að hughreysta hana.
Allt í einu heyrðust miklar drunur, og þær fengu jafnvel
sjóræningjana til þess að verða hljóðir sem gröfin.
— Hvað .. . hvað er þetta? hrópaði María yfir sig hrædd.
— Jarðskjálfti, sagði Páll rólegur. — Þú veizt, að jarð-
skjálftar hafa orðið hér undanfarið.
Drunurnar hljóðnuðu, en það var aðeins andartak. Aftur
heyrðust drunur og nú miklu hærri en áður. Húsið skalf,
og hurðin á fangelsi þeirra hentist úr dyrunum. Múrsteinn
féll úr loftinu, og kalk og köngulóavefir féllu yfir börnin.
Allt lék á reiðiskjálfi.
Flúttinn írá sjóræningjahreiðrinu
áll las boðskapinn af upprúlluðum pappírum i
hálfum hljóðum fyrir Maríu systur sína. Faðir
Pipin hafði komið þessum boðskap til hans á
leynilegan hátt. TAKIÐ EFTIR: VERIÐ REIÐUBÚ-
IN AÐ FLÝJA, stendur hér, sagði Páll. — Heyrðu,
ar'a, þessi góði faðir vinnur að þvi að koma okkur úr
Prisundinni.
^aría andvarpaði.
Já, en hvernig tekst það? Hér í sjóræningjaþorpinu,
ar sem við erum umkringd hópi af vondum mönnum, og
1 aS baeta gráu ofan á svart erum við læst inni, sagði hún
v°nleysisiega.
páil klappaði henni hughreystandi á axlirnar.
. Faðir Pipin er vitur maður, og sem kirkjunnar maður
ný'ur hann virðingar, meira að segja hjá ruddalegum sjó-
*n'n9jum. Hann mun örugglega finna undankomuleið fyrir
kur, sagði hann við systur sína.
Prá stofunni fyrir neðan heyrðist hávaði upp til systkin-
®nna, staupaglamur, formælingar og drykkjusöngvar. María
'^a skalf af hræðslu.
... þeitta gengur aldrei vel, umlaði hún.
^ystkinin tvö voru fangar í sjóræningjaþorpinu Port Royal
f..^art|aica. Á ferðalagi frá föðurlandi þeirra, Frakklandi, til
Ur þeirra, er var aðalsmaður, sem nú átti stórt land í
— Komum okkur út, hrópaði Páll. — Leiðin stendur
okkur opin, við erum frjáls. En út með okkur, eins fljótt og
við komumst, annars verðum við grafin i rústum krárinnar.
Þau hlupu nú eins hratt og þeim var framast unnt niður
þrepin og voru brátt komin í hóp flýjandi og felmtri sleginna
sjóræningja. Jörðin gekk i bylgjum og allur sjóræningja-
bærinn nötraði. Alls staðar var ringulreið.
Allt í einu hljóp maður í munkakufli til barnanna — faðir
Pipin.
— Þessa leið! hrópaði hann. — Guð hjálpaði okkur um
síðir.
Börnin fylgdu honum fast eftir.
— Ég hef bát reiðubúinn á huldum stað, hrópaði faðir
Pipin, — og nú um borð og af stað. Við megum engan tíma
missa.
Nokkrum mínútum siðar sigldu þau þrjú örugg af stað
út á hafið á bátnum litla. Það síðasta, sem þau sáu af Port
Royal, voru hrynjandi hús og eldsbjarmar.
Þennan júlídag árið 1692 var sjóræningjahreiðrið Port
Royal þurrkað út í miklum jarðskjálftum. — En Páll, María
og faðir Pipin sluppu á hamingjuríkan hátt. Franskt her-
skip fann þau degi seinna — og skömmu síðar voru þau
komin heilu og höldnu á ákvörðunarstað.