Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1971, Page 46

Æskan - 01.05.1971, Page 46
Ljósm.: N. N. Ljósm.: Jón JúlíussoH- NR. 54 TF-RVH DOUGLAS DC-4 Skrásett hér 16. júní 1947 sem TF-RVH, eign Loftleiða hf. Henni var gefið nafnið Hekla. Flugvélin var keypt i Bandaríkjun- um (af flughérnum), og flugstjóri hingað var Byron Moore; var hann um nokkurt skeið flugstjóri hjá Loftleiðum. Hún var smíðuð 28. april 1944 hjá Douglas Aircraft Company, Santa Monica, Kalif. Raðnúmerið var 7485. Þessi flugvél, sem áður var í þjónustu bandaríska flughersins (42-107466), var notuð hér til farþega-, póst- og vöruflutninga. Hún var fyrsta millilandaflugvél Loftleiða og fyrsta fjögurrahreyfla flugvél íslendinga. Flugvélin reyndist ágætlega og gekk rekstur hennar vel. í ágúst 1950 var flugvélin leigð Seaboard & Western Airlines, Inc., New York, og fékk hún þá einkennisbókstafina N 1512V. Áður hafði henni verið breytt þannig, að hún tók 64 farþega í sæti. Flugvélin var enn í þjónustu hins bandaríska flugfélags, þegar það óhapp varð á flugvelli við Pisa á italíu 27. janúar 1952, að hún rann út af braut í hálku og kom upp eldur i henni. Gjöreyði- lagðist flugvélin þarna, en áhöfnin bjargaðist; engir farþegar voru í henni, er þetta vildi til. Ákveðið hafði verið, að flugvélin kæmi heim I júní þ. á. DOUGLAS C-54A-DC SKYMASTER: Hreyflar; Fjórir Pratt & Whit- ney R-2000-7, 1350 hö. hver. Vænghaf: 35.83 m. Lengd: 28.64 m. Hæð: 8.40 m. Vængflötur: 135.4 m’. Farþegafjöldi: 45—50. Áhöfn: 5—7. Tómaþyngd: 18.430 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 28.576 kg (síðar 30.351 kg). Arðfarmur: 1.137 kg. Farflughraði: 360 km/t. Hámarkshraði: 480 km/t. Flugdrægi: 2.700 km. Flughæð: 6.800 m. 1. flug: Maí 1939. Fyrsta gerðin af DC-4 flaug 7. júní 1933. — Þessari fiugvél var breytt úr flutninga- í farþegaflugvél hjá Aero Industries Corporation og var því lokið 17. maí 1947. TF-RVH, Hekla, fór fyrsta áætlunarflug sitt til Khafnar 17. júní 1947. NR. 55 TF-lSP GRUMMAN GOOSE Skrásett hér 15. sept. 1947 sem TF-ISR, eign Flugfélags íslancis hf. Hún hlaut nafnið Snarfaxi. Hún var smiðuð 1944 hjá Grumman Aircraft Engineering CofP" Bethpage, Long Island, N.Y. Framleiðslunr.: 37809, (B-62). Hér var flugvélin notuð til farþega- og póstflugs. Hún fékk nýtt lofthæfisskírteini 29. 11. 54. ^ Lofthæfisskírteinið rann út 8. jan. 1956. Hún stóð vængja|aliS^ Reykjavíkurflugvelli unz hún var seld til Bandarikjanna 1967, var hún tekin af skrá 7. júlí 1967. GRUMMAN JRF-5 GOOSÉ: Hreyflar: Tveir 450 ha. Pratt & Whitn®y Wasp Junior R-985-AN-6. Vænghaf: 14.94 m. Lengd: 11-y0 .. Hæð: 3.66 m (3.25 m á sjó). Vængflötur: 34.84 itp. Farþegafj° ^ 7—6. Áhöfn: 1—2. Tómaþyngd: 2.906 kg. Hámarksflugtaksþyn9 3.630 kg (3.940 kg á sjó). Arðfarmur: 314 kg. Farflughraði: 2^ km/t. Hámarkshraði: 360 km/t. Flugdrægi: 1.200 km. Flugh® 6.000 m. 1. flug: 1937. — I síldarleitarflugi voru hafðir í flu9ve. inni aukabensíngeymar, og þá máttu aðeins 2 menn vera í he NR. 56 CATALINA Skráð hér 1. apríl 1948 sem TF-ISK, eign Flugfélags íslands Hér var hún notuð til farþega' o9 San hf. Hún hlaut nafnið Skýfaxi póstflugs. Hún var smíðuð 1942 hjá Consolidated Vultee Aircraft. Diego, Kalif. Raðnúmer hennar í Brezka hernum var FP-532- Flugbátur þessi reyndist hið bezta og bar ekkert alvarleg1 af við rekstur hans. 14. jan. 1949 setti ísjaki á Akureyrarpolh 9 á stefni hennar, en það sakaði ekki. 46

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.