Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1971, Page 21

Æskan - 01.05.1971, Page 21
d Arnot rétti Tarzan bréfið, sem Jane hafði skilið eftir, en þá lenti hann í vandræðum, því að liann hafði aldrei Se® lokað umslag fyrr. Frakkinn brosti og sýndi Tarzan hv'ernig opna skyldi bréfið. Honum fannst það kynlegt, fullorðinn, hvítur maður skyldi ekki kunna að opna “mslag utan um sendibréf, en nú var Tarzan farinn að 'esa: .,... ég veit ekki, hvað hann heitir, stóri, hvíti ris- •nn rneð demantsnistið um hálsinn. Ég beið hans í sjö c*aga, en hann kom ekki aftur. Ef hann les þetta, þá vil e§ segja honum, hve ég er innilega þakklát, og ég vil að hann viti, að heimili mitt er í Ameríku í borginni Balti- Inore. Pað stendur honum opið, ef hann vill koma. ..“ I>eir héldu kyrru fyrir í kofanum í vikutíma, og á 'neðan kenndi d’Arnot Tarzan frönsku. Eitt sinn, er Þeir sátu saman fyrir utan kofann, sneri Tarzan sér skyndilega að d’Ai ■not og spurði: „Hvar er Ameríka?" Þei,- félagar voru nú farnir að geta talað nokkurn veg- llln óhikað saman á frönsku. ’dArnot benti í norðvestur. ’.Mörg þúsund mílur hinum megin við hafið, þar er Ame- r*ka, en hvers vegna spyrð þú?“ ”Ég ætla að fara þangað." »Það er ekki hægt, vinur minn.“ Tarzan stóð upp, gekk að einum skápnum í stofunni °g náði þar í allstórt kort. Hann benti á það og mælti: »£g hef aldrei botnað í þessu. Viltu nú ekki útskýra það fyrjr mér?« i>egar d’Arnot hafði gert það og sagt honum frá því, '-’láminn á kortinu ætti að merkja hafið og litirnir lönd °£ eyjar, bað Tarzan hann að benda sér á staðinn, þar seni þeir væru nú. d’Arnot gerði það af nokkurri ná- kva2mni. >,Bentu mér svo á Ameríku," sagði Tarzan. Þegar c Mnot hafði stutt fingri sínum á Norður-Ameríku, 5|°sti Tarzan og lagði lófa sinn á kortið. Lófi hans huldi halið milli Afríku og Ameríku. >>Eins og þú sérð, þá er ekki sérlega langt þangað, varla landarbreidd mín!“ ci Arnot hló góðlátlega. Hvernig átti hann að gera n<lnninum þetta skiljanlegt? Hann tók lítinn blýant og nierkti lítinn depil á strönd Afríku. „Þessi depill er hlut- 3 siega miklu stærri á kortinu því arna, en kofinn þinn í artlanburði við jörðina. Skilur þú mig?“ ^arzan varð hugsi um stund. „Búa nokkrir hvítir menn •Hríku?“ spurði hann svo. »Já.“ „Hvar eru þeir næstu?“ spurði hann. ciArnot benti á stað nokkru norðar á kortinu en þeir v°rU. „Svona nálægt?“ spurði Tarzan undrandi. Já,“ svaraði d’Arnot, „en það er ekki svo nálægt, þótt sýnist það á kortinu." þér „Eiga þeir svo stóra báta, að lara megi á þeim yfir hafið?“ „Já.“ „Þá förum við þangað á morgun." d’Arnot brosti aftur og hristi höfuðið. „Það er of langt. Við mundum sálast, áður en við kæmumst alla leið.“ „Viltu þá dveljast hér alla ævi?“ spurði Tarzan. „Nei,“ svaraði d’Arnot. „Þá leggjum við af stað á morgun. Ég hirði ekki um að dveljast hér lengur.“ „Jæja,“ sagði d’Arnot. „Ef þú lerð, vinur minn, fer ég með þér.“ „Þá er það ákveðið," sagði Tarzan. „Á morgun leggjum við af stað til Ameríku." „Hvernig ætlar þú að komast peningalaus til Ameríku?" spurði d’Arnot. „Hvað eru peningar?“ spurði Tarzan. Það tók alllanga stund að koma honum í skilning um gildi peninganna. „Hvernig afla menn sér peninga?" spurði Tarzan svo. „Þeir vinna fyrir þeim.“ „Gott og vel, þá ætla ég að gera það einnig." „Nei, vinur minn,“ sagði d’Arnot. „Þú þarft ekki að verða í vandræðum vegna peningaleysis. Ég á meira en nóg fyrir okkur báða.“ Næsta dag lögðu þeir af stað sem leið lá norður með ströndinni. Þeir tóku með sér byssur og skotfæri og mataráhöld. Tarzan fannst mataráhöldin gagnslitil, svo að hann kastaði þeim lrá sér. „En þú verður að læra að borða soðinn mat, vinur minn,“ sagði d’Arnot. „Enginn siðaður maður borðar hrátt kjöt.“ „Það er nógur tími til þess, þegar ég kem til hvítra manna," svaraði Tarzan. „Mér íinnst þessi tæki skemma bragðið af góðu kjöti.“ 21

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.