Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 40
(EKÐ
SKÁTAOPNAN
Ritstjórn: HREFNA TYNES
SKATAFELAGIÐ VÍFILL,
GARÐAHREPPI
,,VÍFILL“ fékk nafn sitt eftir Vifli leys-
ingja Ingólfs Arnarsonar, gaf Ingólfur hon-
um land það, sem nú er Garðahreppur.
Byggði hann sér bæ og stundaði bú sitt
vel, enda öðlaðist hann frelsi sitt fyrir
dugnað og trúmennsku, og því völdu skát-
arnir nafnið VÍFILL.
Félagið er stofnað á sumardaginn fyrsta
— 20. aprí! 1967.
Félagsforingi frá byrjun: Ágúst Þorsteins-
son.
i félaginu eru nú starfandi 200 ung-
menni — skátasveitir — Ijósálfasveit og
ylfingasveit.
Félagið eignaðist strax á fyrsta ári skála
í Urriðakotslandi, og heitir skálinn „Vífils-
búð“.
Á síðastliðnu ári réðst félagið i það
stórræði (eins og stendur í bréfi frá fé-
lagsforingja) að kaupa hús — Skátaheimili.
Hlaut það nafnið „Vífilsfell". Eiga skát-
arnir þar margar vinnustundir eins og von-
legt er. Alls konar starfsemi er í húsinu,
eins og t. d. Mömmuklúbbur, föndurkvöld,
skemmtikvöld eða spilakvöld, sem sjó-
skátarnir sjá um, en þeir heita „Marhnút-
Stofnendur skátafélagsins Vífils i Garða-
hreppi 20. apríl 1967, ásamt nokkrum
skátaíoringjum, sem voru til aðstoðar við
stofnunina.
ar“. Eflaust eru þeir fegurri á að líta en
nafnar þeirra í sjónum. Nú eru þeir ( °ða
önn að ganga frá bát, sem þeir eiga.
þá eV gott að hafa Arnarvoginn svona
nálægt.
Það má einnig geta þess, að í Vifils^e
var rekið gistiheimili um hríð. Þar er einn
ig til húsa Tónlistarskóli GarðahrepPs-
Garðahreppur er ung byggð — er
ungt félag. Þessir tveir aðilar ættu Þvl a
geta skilið hvorir aðra. Annars vegar er
ungt byggðarfélag, sem þarf á hjálp al|ra
sinna þegna að halda, og hins vegar hop
ur æskufólks í mótun, sem þarf á skilninS'
pkki
og uppörvun að haida, og síðast en e*
s:zt aðstæðum til þess að geta vaxið °9
þroskazt.
40