Æskan - 01.05.1971, Qupperneq 60
1. Konungurinn glaðvaknaði og hlustaði á drottninguna, þegar hún sagði honum frá ævintýri sínu, en hann treysti ekki alveg loforð
um konungs froskanna. — ,,Við skulum sjá til," sagði hann syfjulega, klappaði drottningunni á kinnina og bauð henni góða riótt-
Hann vonaði sjálfur hið bezta, þó að hann væri dálítið vantrúaður. — 2. En konungurinn þurfti ekki að vera tortrygginn, því að áður
en árið var liðið, fæddist prinsessa í höllinni. Það var frébærlega fallegt stúlkubarn, og konungurinn reigði sig svo af stolti, þegar
hann átti að sýna ráðherrunum hana, að hann næstum missti kórónuna. — 3. Ráðherrarnir skríktu af kátínu og skemmtu sér konun9
lega, meðan þeir virtu þá litlu fyrir sér, og þeir urðu allir mjög hamingjusamir, þegar þeir fengu allra náðarsamlegast leyfi konungs
ins til þess að halda henni í fangi sér. Þeir voru allir sammála um, að fegurri prinsessa hefði aldrei litið Ijós þessa heims.
4. Nú átti að skíra prinsessuna og til skírnarinnar var auðvitað boðið öllum tignum konungum og drottningum í nágrannalöndunum-
Fimm konunglegir skrifarar sátu og skrifuðu boðsbréf frá morgni til kvölds, og þeir höfðu slitið upp til agna mörgum fjaðurstöfun1’
sem þeir notuðu fyrir penna, þegar þeir höfðu lokið skriffinnskunni. — 5. Konungurinn kom við og við til að líta eftir, að allif yr,nU
vel, en annars vann haffn sjálfur af kappi með forsætisráðherra'num og siðameistaranum að því að undirbúa skemmtiskrána fyrir
miklu hátíð. Hátíðahöldin áttu að fara fram með ræðuhöldum, söng og hljóðfæraslætti, og það var afar margt, sem nauðsynleg* v
að sjá fyrir. — 6. Drottningin var líka önnum kafin. Hún þaut fram og aftur í hallareldhúsniii til þess að líta elftir því, að matsveinar
bökuðu nógu margar og góðar kökur. Þvi að það átti hvorki að spara möndlur né rúsínur, þegar prinsessan væri skirð, sagði hún
beit mjög hamingjusöm stórt stykki af beztu kringlu bakarameislarans.
Árgangur ÆSKUNNAR áriS
1971 kostar kr. 380,00. Gjald-
dagi blaðsins var 1. apríl s.l.
Borgið blaðið sem allra fyrst,
því þá hjálpið þið til að gera
blaðið enn stærra og fjöl-
breyttara en nokkru sinni
áður.
Allir kaupendur ÆSKUNN-
AR njóta hins sérstaka tæki-
færisverðs á öllum h®!1®
blaðsins. Verðmunur fr®
söluverði á hverri bók cr
30%.
60