Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1971, Side 19

Æskan - 01.05.1971, Side 19
MARGT BÝR í SJÓNUM isli hét maður í Arnarfirði vestra. Hann var góð skytta og lá oft fyrir tófu á haustum niður á svokölluðum Fífudal. Þar er langur sandur með sjó fram, en grasbakkar fyrir ofan. Þar gerði Gísli sér byrgi með þeim hætti, að hann 9róf skarð inn í bakkann, refti yfir og setti fyrir hurð. Op hafði hann á hurðinni fyrir byssuhlaupið. Þarna fékk hann oft góða veiði. Einu sinni sem oftar fer Gísli út í Fífudal í byrgi sitt og var þar fram eftir nóttu og veiddi vel, fékk fimm tófur. Veður var allgott, en þó eigi vel heiðskírt. Kvöldið eftir fer hann aftur og hyggur gott til veiðar, því að nú var veð- Ur enn þetra, hvítalogn, skafheiður himinn og bjart af tungli. ^nj það leyti, sem hann var að búast um í byrginu, gerði ofurlítið kul, rétt svo að hann fann það, og stóð það þeint ofan af fjallinu. Gísli var kominn í byrgið nálægt hálfri stundu fyrir náttmál. Bíður hann nú og bíður allt til þess, er stund lifði til miðnættis, en verður einskis var. Fer hon- Um þá að leiðast og verða hrollkalt, en hugsar þó með sér, að hann skuli bíða enn stundarkorn. Loks þótti honum sem fil einskis mundi vera að bíða lengur, stendur á fætur og réttir úr sér og býst til að fara út úr byrginu. Gísli hafði Jafnan þann sið að gá vel í kringum sig, áður en hann faeri út, og svo gerði hann og í þetta sinn. Um leið og ^ann lauk upp hurðinni og rak höfuðið út, kemur hann au9a á eitthvert ferlíki innst á sandinum. Honum sýndist Það vera líkast litlu húsi eða stórum bát á hvolfi. Átti hann ekki von á neinu slíku á þessum slóðum og fór að velta bvi fyrir sér, hvað þetta gæti verið. En hann þurfti ekki lengi að bíða, því að brátt fór þetta að hreyfast, og það meira en lítið. Aðra eins óskaplega ferð hafði hann ekki séð á Hokkurri skepnu, stórri eða smárri, og var helzt að sjá sem Það kæmi ekki við jörðina. Hleypur það þannig í sjóbrún- lnni út eftir sandinum í áttina til hans. Gísli skellir aftur byginu og horfir út um hurðarboruna. Hann sér, að ferlíki betta heldur sprettinum, þangað til það kemur á móts við Vr9ið. Þar snarstöðvast það og stendur eins og það sé ne9lt niður, snýr sér upp að byrginu og fer að hnusa eða befa, en eins og áður er sagt, stóð golan af fjallinu og þá Urn leið af manninum. Þarna stendur það litla stund, unz Pað lallar af stað og stanzar ekki, fyrr en það er komið aiveg að byrginu, snuðrar þar í kring og hnusar af öllu. Fífudals- skrímslið Það þóttist Gísli vita, að þessi ferlega ófreskja mundi sjó- skrímsli vera. Varð hann svo skelkaður, að hann gat hvorkl hrært legg né lið, en gat þó eigi annað en einblínt á þetta. Skepna þessi var svo stór, að nema mundi tveim hestlengdum og hæðin að því skapi. Taldi Gisli, að jafnvel stærstu hestar hefðu getað gengið undir kvið hennar án þess að snerta hann. En þótt stærð dýrsins væri ægileg, þá var haus þess og kjaftur hræðilegastur af öllu, því að auðsætt var, að þar inn gæti hæglega fullorðinn maður horfið í heilu líki. Verst var þó það, að af sjókind þessari lagði svo megna andstyggðar fýlu og ódaun, að nærri var liðið yfir Gisla af hryllingi og viðbjóði. Virtist honum sem skrímslið þyrfti ekki annað en leggja hausinn ofan á byrgið til þess að mola það sundur. Gísli vissi ógerla, hvað tímanum leið, meðan skrímslið var að snuðra í kringum byrgið og þefa í allar áttir, en honum fannst það heil eilífð. En loksins, þegar minnst vonum varði, sneri það tii sjávar, tekur á rás með sama hraða, sem það hafði haft, er það kom innan sandinn, og hleypur beint í sjóinn, en gusurnar af þvf gengu á báða bóga út fyrir allar grynningar. Þegar Gísli hafði jafnað sig nokkuð eftir þetta, bjóst hann til heimferðar. En svo var hann miður sín, að hann treysti sér ekki til þess að fara með sjónum, heldur fór hann efst upp í brekkur og þar inn eftir og heim. Sagði hann þegar frá því, sem fyrir hann hafði komið. En með því að hann þóttist finna, að menn efuðu frásögn hans, fékk hann tvo merka bændur úr nágrenninu með sér út á sand morguninn eftir. Sáu þeir allir greinilega förin upp frá sjón- um og traðkið í kring um byrgið og undruðust stórum. Förin voru gríðarstór, kringlótt að lögun og mótaði fyrir sex tám eða klóm, þar sem fram vissi. Gísli var lengi að ná sér eftir þennan atburð. Hann hafði skipti á byrgjum við annan mann, þvi að hann vildi ekki vera þarna lengur. Sá maður lá þar á haustin ár eftir ár og sá aldrei neitt óvenjulegt, en þess skal einnig getið, að Gísli var búinn að vera þarna haust eftir haust og hafði aldrei orðið neins var, nema í þetta eina sinn. (Frásögn Karls Eggertssonar frá Hvammstanga eftir frásögn Gísla sjálfs. — Sagnaþættir Guðna Jónssonar.) ,Tle® 30 íslenzk frímerki á sér, og með þeim greiddi hann yfirverkstjóranum fyrir greiðann. Var yfirverkstjórinn hinn anaegðasti, þar eð svo vel vildi til, að hann var frímerkja- safnari. Surnarið 1969 dvaldi svo Guðni í Kaupmannahöfn og vann fyrir sér með því að leika á orgel sitt á ýmsum skemmti- sföðum, og um haustið hóf hann tónlistarnám sitt i Kaup- rnarinahöfn, sem hann stundaði síðan í tvo vetur og hefur nu lokið. ®-i- sumar stofnaði Guðni þriggja manna hljómsveit, sem * i Noregi allt sumarið, og í síðasta jóiafríi aflaði hann sér ekna með því að leika um borð f norsku skemmtiferða- S^ipi- Er óhætt að fullyrða, að Guðni hefur skemmt fjöl- breyttari hóp en margir aðrir íslenzkir hljóðfæraleikarar á hans aldri. — Hvað tekur nú við hiá þér, Guðni? — í sumar ætla ég aftur til Noregs. Síðan hef ég hug á að stunda framhaldsnám í orgelleik, kórstjórn og hljóm- fræði, plús önnur fög sem snerta þetta, ég býst þess vegna við því, að ég verði áfram í Kaupmannahöfn. — Á hvaða tónlist hefur þú mest dálæti? — Það er erfitt að segja um það, hvers konar tónlist ég vil helzt túlka. Það er ekkert tvennt eins. Þar með lauk blaðaviðtalinu við Guðna, og skömmu síðar var hann þotinn til Kaupmannahafnar. — E B. 19

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.