Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1971, Page 3

Æskan - 01.05.1971, Page 3
JE^kítn Hús Jóns Sigurðssonar Jón SigurSsson. Pann 12. september 1970 eignuðust íslendingar sína eigin menningar- miðstöð í Kaupmannahöfn, en það er húseignin Öster Voldgade 12, þar sem Jón Sigurðsson, forseti, bjó á árunum 1852—1879. i mörg ár hefur minn- ingartafla staðið á vegg hússins, þar sem Hús Jóns Sigurðssonar við Öster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn. Þarna verður miðstöð íslenzks menningar- og félagslífs í framtíðinni. á hefur verið ietrað, að í þessu húsi hafi búið mesti baráttumaður fyrir sjálfstæði ís- lands. Húsið var fyrir nokkrum árum gefið Alþingi íslendinga. Þá gjöf gaf íslenzkur maður, Carl Sæmundsen, búsettur I Kaup- mannahöfn. Minningin um Jón Sigurðsson mun lifa í þessari menningarmiðstöð. Hann kom sem ungur maður til Kaupmannahafnar ár- ið 1829 og fékk starf við handritasafn Árna Magnússonar. Þar hóf hann af kappi að rannsaka fornbókmenntir íslendinga og vann að útgáfu margra vísindalegra verka. Samtímis þessu var hann mjög áhugasam- ur um stjórnmál lands síns, og í tímariti, sem hann tók að gefa út, mælti hann ákaft með því, að ísland yrði frjálst og óháð Dah'mörku. í þessu skyni vann hann að endurreisn hins gamla Alþingis íslendinga og barðist fyrir afnámi einokunarverzlunar- innar. Á frelsisvakningarári Danmerkur 1848—1849 átti Jón Sigurðsson sæti á rík- isþinginu, sem setja skyldi öllu Danaveldi stjórnarskrá, og þar hélt hann því fram, að allir íslendingar ættu að krefjast eigin rlkisstjórnar í Reykjavik. Afleiðing þessa urðu íslenzku stjórnarskrárlögin frá 1874. I tveimur herbergjum í menningarmiðstöð- inni er minnzt lífs og starfs Jóns Sig- urðssonar i Kaupmannahöfn bæði með myndum og á annan hátt. Eru þessi her- bergi á annarri hæð hússins, þar sem ibúð hans var. Þá eru í húsinu tvær íbúðir. Önnur þeirra er látin að kostnaðarlausu í té íslenzkum vísindamönnum, sem tii skiptis kunna að eiga námsdvöl í Kaupmannahöfn. Hin íbúð- in er embættisíbúð fyrir íslenzka prestinn í Kaupmannahöfn. Mikilvægur þáttur í starfsemi hússins er sá vettvangur, sem það verður sem sam-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.