Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 3

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 3
JE^kítn Hús Jóns Sigurðssonar Jón SigurSsson. Pann 12. september 1970 eignuðust íslendingar sína eigin menningar- miðstöð í Kaupmannahöfn, en það er húseignin Öster Voldgade 12, þar sem Jón Sigurðsson, forseti, bjó á árunum 1852—1879. i mörg ár hefur minn- ingartafla staðið á vegg hússins, þar sem Hús Jóns Sigurðssonar við Öster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn. Þarna verður miðstöð íslenzks menningar- og félagslífs í framtíðinni. á hefur verið ietrað, að í þessu húsi hafi búið mesti baráttumaður fyrir sjálfstæði ís- lands. Húsið var fyrir nokkrum árum gefið Alþingi íslendinga. Þá gjöf gaf íslenzkur maður, Carl Sæmundsen, búsettur I Kaup- mannahöfn. Minningin um Jón Sigurðsson mun lifa í þessari menningarmiðstöð. Hann kom sem ungur maður til Kaupmannahafnar ár- ið 1829 og fékk starf við handritasafn Árna Magnússonar. Þar hóf hann af kappi að rannsaka fornbókmenntir íslendinga og vann að útgáfu margra vísindalegra verka. Samtímis þessu var hann mjög áhugasam- ur um stjórnmál lands síns, og í tímariti, sem hann tók að gefa út, mælti hann ákaft með því, að ísland yrði frjálst og óháð Dah'mörku. í þessu skyni vann hann að endurreisn hins gamla Alþingis íslendinga og barðist fyrir afnámi einokunarverzlunar- innar. Á frelsisvakningarári Danmerkur 1848—1849 átti Jón Sigurðsson sæti á rík- isþinginu, sem setja skyldi öllu Danaveldi stjórnarskrá, og þar hélt hann því fram, að allir íslendingar ættu að krefjast eigin rlkisstjórnar í Reykjavik. Afleiðing þessa urðu íslenzku stjórnarskrárlögin frá 1874. I tveimur herbergjum í menningarmiðstöð- inni er minnzt lífs og starfs Jóns Sig- urðssonar i Kaupmannahöfn bæði með myndum og á annan hátt. Eru þessi her- bergi á annarri hæð hússins, þar sem ibúð hans var. Þá eru í húsinu tvær íbúðir. Önnur þeirra er látin að kostnaðarlausu í té íslenzkum vísindamönnum, sem tii skiptis kunna að eiga námsdvöl í Kaupmannahöfn. Hin íbúð- in er embættisíbúð fyrir íslenzka prestinn í Kaupmannahöfn. Mikilvægur þáttur í starfsemi hússins er sá vettvangur, sem það verður sem sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.